Um STRÁ

Reynsla ráðgjafa hjá STRÁ Starfsráðningum ehf. á sviði starfsmanna- og ráðningarmála spanna nú yfir þrjá áratugi, en við höfum unnið fyrir mörg helstu og leiðandi fyrirtæki landsins.

Sími: 588 3031

Netfang: stra@stra.is

Lesa meira

Ný störf í boði

Óskum eftir að ráða sérfræðing á fjármálasviði fyrir Eignaumsjón hf.

Helstu verkefni eru:

·         Stýring fjármuna viðskiptavina Eignaumsjónar hf. í samvinnu við fjármálastjóra.

·         Stýring greiðslu reikninga fyrir viðskiptavini Eignaumsjónar hf. í samvinnu við fjármálastjóra

·         Samskipti við viðskiptavini Eignaumsjónar hf. varðandi reikninga, innheimtu og áætlanir

·         Samskipti við þjónustuaðila f.h. viðskiptavina Eignaumsjónar hf.

·         Að sækja um endurgreiðslur á VSK fyrir viðskiptavini Eignaumsjónar hf.

·         Samskipti við fjármálastofnanir fyrir hönd viðskiptavina Eignaumsjónar hf. í samvinnu við fjármálastjóra.  Auk annarra fjölbreytilegra daglegra starfa.

Æskilegt er að umsækjendur séu menntaðir á sviði fjármála-/viðskiptafræði eða með sambærilega menntun.  Marktæk starfsreynsla af sambærilegu er skilyrði.  Áhersla er lögð á áhugasemi, fagmennsku og nákvæm vinnubrögð, frumkvæði og fylgni til framkvæmda auk lipurðar í mannlegum samskiptum.  Viðkomandi þurfa að geta unnið sjálfstætt sem og í hópi.

Umsóknarfrestur er til og með 18. júlí nk., gengið verður frá ráðningu sem fyrst.  Um framtíðarstarf er að ræða allan daginn.

Guðný Harðardóttir hjá STRÁ ehf., veitir frekari upplýsingar um starfið í síma 588 3031, en símatími er alla virka daga frákl.13-15.  Vinsamlega sendið umsóknir og meðfylgjandi gögn til stra@stra.is.  Þeir sem eiga umsóknir fyrirliggjandi hringi eða sendi rafpóst og tilkynni þátttöku.

Eignaumsjón er leiðandi fyrirtæki í þjónustu við húsfélög og rekstrarfélög húseigna, og býður heildarlausnir í rekstri fjöleignarhúsa bæði íbúðarhúsnæðis og atvinnuhúsnæðis. Félagið hefur umsjón með daglegum rekstri fjölmargra hús- og rekstrarfélaga og kemur faglega að lausn ótal mála sem koma upp í fjölbýlum og fjöleignarhúsum. Markmið félagsins er að gera rekstur húsfélaga markvissari og ódýrari, auðvelda störf stjórna og spara tíma þeirra sem að húsfélaginu standa.

Eignaumsjón vinnur dyggilega fyrir fasteignaeigendur með faglegum vinnubrögðum og ákvarðanatökum. Gegnsæi í öllum rekstri og aðgengilegar upplýsingar um rekstur og ákvarðanir auka skilvirkni og bætir samskipti fasteignaeigenda. 

19.07. Vinnsluferli er hafið.

MULTIVAC á Íslandi selur og þjónustar MULTIVAC pökkunarvélar og aðrar vörur og vélar fyrir íslenskan iðnað.  Félagið er staðsett í Reykjavík og er dótturfélag MULTIVAC í Þýskalandi, sem er leiðandi á sínu sviði og rekur m.a. 74 dótturfélög víðsvegar í heiminum.

Við leitum að reynsluríkum og faglegum tæknimanni til að annast uppsetningu tækja/véla auk þess að annast viðgerðarþjónustu fyrir viðskiptavini fyrirtækisins.

Hæfniskröfur eru að umsækjendur séu iðnmenntaðir s.s. rafvirkjar, vélfræðingar eða með sambærilega menntun.  Marktæk reynsla af sambærilegum störfum og haldbær þekking á umræddu sviði er skilyrði. Áhersla er lögð á fagmennsku í vinnubrögðum, styrk í mannlegum samskiptum, frumkvæði og metnað til árangurs í starfi.  

Í boði er áhugavert starf í afar traustu og metnaðarfullu starfsumhverfi.  Um framtíðarstarf er að ræða, en gengið verður frá ráðningu skv. nánara samkomulagi.   Fyrirtækið leggur til bifreið fyrir starfið. Umsóknarfrestur er til og með 1. ágúst nk.

Guðný Harðardóttir veitir nánari upplýsingar í síma 588-3031, símaviðtalstími er frá kl.13-15 alla virka daga.  Vinsamlega sendið umsóknir og meðfylgjandi gögn til stra@stra.is.  Þeir sem eiga gögn fyrirliggjandi hringi eða sendi rafpóst og tilkynni þátttöku.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið auglýsir laust til umsóknar starf hagfræðings á skrifstofu matvæla, landbúnaðar og byggðamála Skrifstofa matvæla, landbúnaðar og byggðamála fer m.a. með mál á sviði landbúnaðar, þar á meðal framleiðslu- og markaðsmál í landbúnaði, matvælaframleiðslu, dýrasjúkdóma og dýravelferð, plöntusjúkdóma, inn- og útflutning afurða og tolla- og byggðamál. Þá heyra málefni Byggðastofnunar og Matvælastofnunar undir málefnasvið skrifstofunnar.

Menntunar- og hæfniskröfur:

·    Meistarapróf í hagfræði.

·    Reynsla af greiningum-/ gagnavinnslu er skilyrði.

·    Þekking og/eða reynsla á sviði landbúnaðartölfræði er kostur.

·    Þekking á alþjóðasamningum í landbúnaði er kostur.

·    Þekking á viðskipta- og tollamálum æskileg.

 

Færni og aðrir eiginleikar sem sóst er eftir:

·    Sjálfstæð og öguð vinnubrögð.

·    Færni og lipurð í mannlegum samskiptum.

·    Frumkvæði, sveigjanleiki og skipulagshæfni.

·    Geta til að vinna undir álagi.

·    Gott vald á talaðri og ritaðri íslensku er skilyrði

·    Mjög gott vald  á ensku og norðurlandamáli

 

Starfið er laust nú þegar. Launakjör eru samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags/félaga. Samkvæmt jafnréttisstefnu Stjórnarráðsins eru konur jafnt sem karlar hvött til að sækja um störfin.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Umsóknir gilda í sex mánuði frá lokum umsóknarfrests. Umsóknum skulu fylgja ferilskrá og kynningarbréf. Í öllum tilfellum er um að ræða fullt starf. Umsóknarfrestur er til og með 28.06.2016.

Nánari upplýsingar á Starfatorgi og á heimasíðu STRÁ ehf., en Guðný Harðardóttir er með símaviðtalstíma, í síma 588 3031, frá kl.13-15 alla virka daga meðan á umsóknarferli stendur.

Vinsamlega sendið umsóknir ásamt meðfylgjandi gögnum til stra@stra.is eigi síðar en 28. júní nk.  

 

07.07. - Viðtalsferli er hafið.

14.07. - Gengið hefur verið frá ráðningu í starf hagfræðings.  Umsækjendum er þakkaður sýndur áhugi.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið auglýsir laust til umsóknar starf sérfræðings á skrifstofu viðskipta, nýsköpunar og ferðaþjónustu Skrifstofa viðskipta, nýsköpunar og ferðaþjónustu fer m.a. með almenn viðskiptamál og málefni er varða ferðamál, nýsköpun, samkeppnisrétt, endurskoðun, ársreikninga, félagarétt og hugverkaréttindi á sviði iðnaðar. Þá heyra málefni Ferðamálastofu, Einkaleyfastofu, Nýsköpunarmiðstöðvar og Samkeppniseftirlitsins undir málefnasvið skrifstofunnar.

Menntunar- og hæfniskröfur:

·    Háskólamenntun sem nýtist í starfi.

·    Marktæk þekking og/eða reynsla af opinberri stjórnsýslu.

·         Marktæk þekking og reynsla af málefnum atvinnulífsins, einkum á sviði nýsköpunar og ferðaþjónustu

Færni og aðrir eiginleikar sem sóst er eftir:

·    Sjálfstæð og öguð vinnubrögð.

·    Færni og lipurð í mannlegum samskiptum.

·    Frumkvæði, sveigjanleiki og skipulagshæfni.

·    Geta til að vinna undir álagi.

·    Gott vald á talaðri og ritaðri íslensku er skilyrði

·    Mjög gott vald  á ensku og norðurlandamáli

 

Starfið er laust nú þegar. Launakjör eru samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags/félaga. Samkvæmt jafnréttisstefnu Stjórnarráðsins eru konur jafnt sem karlar hvött til að sækja um störfin.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Umsóknir gilda í sex mánuði frá lokum umsóknarfrests. Umsóknum skulu fylgja ferilskrá og kynningarbréf. Í öllum tilfellum er um að ræða fullt starf. Umsóknarfrestur er til og með 28.06.2016.

 

Nánari upplýsingar á Starfatorgi og á heimasíðu STRÁ ehf., en Guðný Harðardóttir er með símaviðtalstíma, í síma 588 3031, frá kl.13-15 alla virka daga meðan á umsóknarferli stendur.

Vinsamlega sendið umsóknir ásamt meðfylgjandi gögnum til stra@stra.is eigi síðar en 28. júní nk.  

 

14.07. - Viðtalsferli er hafið.

 

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið auglýsir laust til umsóknar starf lögfræðings á skrifstofu viðskipta, nýsköpunar og ferðaþjónustu Skrifstofa viðskipta, nýsköpunar og ferðaþjónustu fer m.a. með almenn viðskiptamál og málefni er varða ferðamál, nýsköpun, samkeppnisrétt, endurskoðun, ársreikninga, félagarétt og hugverkaréttindi á sviði iðnaðar. Þá heyra málefni Ferðamálastofu, Einkaleyfastofu, Nýsköpunarmiðstöðvar og Samkeppniseftirlitsins undir málefnasvið skrifstofunnar.

Menntunar- og hæfniskröfur

·    Embættis- eða meistarapróf í lögfræði.

·    Marktæk þekking og/eða reynsla innan opinberrar stjórnsýslu.

·    Reynsla af gerð lagafrumvarpa.

 

Færni og aðrir eiginleikar sem sóst er eftir:

·    Sjálfstæð og öguð vinnubrögð.

·    Færni og lipurð í mannlegum samskiptum.

·    Frumkvæði, sveigjanleiki og skipulagshæfni.

·    Geta til að vinna undir álagi.

·    Gott vald á talaðri og ritaðri íslensku er skilyrði

·    Mjög gott vald  á ensku og norðurlandamáli

 

Starfið er laust nú þegar. Launakjör eru samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags/félaga. Samkvæmt jafnréttisstefnu Stjórnarráðsins eru konur jafnt sem karlar hvött til að sækja um störfin.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Umsóknir gilda í sex mánuði frá lokum umsóknarfrests. Umsóknum skulu fylgja ferilskrá og kynningarbréf. Í öllum tilfellum er um að ræða fullt starf. Umsóknarfrestur er til og með 28.06.2016.

Nánari upplýsingar á Starfatorgi og á heimasíðu STRÁ ehf., en Guðný Harðardóttir er með símaviðtalstíma, í síma 588 3031, frá kl.13-15 alla virka daga meðan á umsóknarferli stendur.

Vinsamlega sendið umsóknir ásamt meðfylgjandi gögnum til stra@stra.is eigi síðar en 28. júní nk. 

14.07. - Viðtalsferli er hafið.

21.07. - Gengið hefur verið frá ráðningu í stöðu lögfræðings.  Umsækjendum er þakkaður sýndur áhugi.

 

Er þjónusta þitt fag ? 

Verslunin GEGNUM GLERIÐ óskar eftir að ráða þjónustulipran og lífsglaðan starfsmann til að sinna sölustörfum í versluninni. 

Við leitum að listrænum og smekklegum einstaklingi, sem er flinkur að stilla upp vöru, laginn við að pakka inn gjafavöru, áhugasamur um handlist á heimsvísu og hefur gaman af að þjónusta viðskiptavini verslunarinnar með bros á vör. 

Umsóknarfrestur er til og með 1. júni nk.  Gengið verður frá ráðningu sem fyrst.  Vinsamlega sendið eigin umsóknir/starfsferilskrár til stra@stra.is.  Þeir sem eiga umsóknir fyrirliggjandi hringi eða sendi rafpóst og tilkynni þátttöku. 

Guðný Harðardóttir hjá STRÁ ehf. veitir frekari upplýsingar í síma 588 3031, en símaviðtalstími er frá kl.13-15 alla virka daga meðan á umsóknarferli stendur. 

Vinsamlega athugið að fyrirspurnum verður eingöngu svarað hjá STRÁ ehf.

07.06. - Viðtalsferli er hafið.

29.06. - Gengið hefur verið frá ráðningu.  Umsækjendum er þakkaður sýndur áhugi.

Fyrirtækið er rótgróið og starfar á sviði innheimtuþjónustu, staðsett miðsvæðis í Reykjavík.

Móttökuritari hefur umsjón með móttöku og símaþjónustu, auk þess að annast skönnun skjala, ljósritun, skráningu gagna, vistun og frágang auk annarra tilfallandi skrifstofustarfa. Um er að ræða framtíðarstarf allan daginn. Vinnutími er sveigjanlegur frá kl. 8/9-16/17.

Við leitum að þjónustuliprum, jákvæðum og drífandi aðila, með marktæka þekkingu og reynslu af alhliða skrifstofustörfum. Reynsla af notkun Innheimtukerfi lögmanna (IL+) er kostur.  Áhersla er lögð á góða íslenskukunnáttu, áhugasemi, nákvæmni, snyrtimennsku og frumkvæði til daglegra verka.

Umsóknarfrestur er til og með 18. maí nk., en gengið verður frá ráðningu fljótlega. Í boði er áhugavert starf hjá traustu og leiðandi fyrirtæki, vinnuaðstaða er til fyrirmyndar og starfsandi góður.

Vinsamlega sendið eigin umsóknir / starfsferilskrár til stra@stra.is, þeir sem eiga umsóknir fyrirliggjandi hringi eða sendi rafpóst og tilkynni þátttöku.

27.05. - Viðtalsferli er hafið.

31.05. - Gengið hefur verið frá ráðningu í ofangreint starf.  Umsækjendum er þakkaður sýndur áhugi.

Við leitum að framúrskarandi þjónustuliprum sölumanni til að starfa hjá FELDI glæsiverslun og verkstæði, sem er ein af glæsilegri sérverslunum landsins.  Vöruval í versluninni er aðallega vandaður skinnfatnaður, sjá www.feldur.is.

Starfið felst í móttöku viðskiptavina, ráðgjöf við vöruval og frágangi sölu auk annarra hefðbundinna verslunarstarfa s.s. framsetningu vöru, tiltekt pantana og önnur tilfallandi dagleg störf.

Hæfniskröfur eru að umsækjendur hafi marktæka reynslu af sambærilegum störfum, áhersla er lögð á snyrtimennsku, jákvæðni, glaðlyndi og þjónustulipurð.  Viðkomandi þurfa að hafa góða enskukunnáttu og vera áhugasamir um tískustrauma á sviði kven- og herrafatnaðar auk þess að hafa gott auga fyrir litasamsetningu.  Leitað er að traustum og reglusömum einstaklingi sem er áhugasamur um að láta gott af sér leiða í þægilegu og traustu starfsumhverfi.

Umsóknarfrestur er til og með 31. maí nk., en gengið verður frá ráðningu skv. nánara samkomulagi. Um framtíðarstarf er að ræða, en vinnutíminn er frá kl.10:00-18:00 alla virka daga. 

Guðný Harðardóttir hjá STRÁ ehf. veitir nánari upplýsingar um starfið alla virka daga milli kl.13-15  í síma 588-3031.  Vinsamlega sendið eigin umsóknir/starfsferilskrár til stra@stra.is.  Þeir sem eiga umsóknir fyrirliggjandi hringi eða sendi rafpóst og tilkynni þátttöku.

Vinsamlega athugið að upplýsingar um starfið verða einungis veittar hjá STRÁ.

02.06. - Viðtalsferli er hafið. 

26.06. - Gengið hefur verið frá ráðningu.  Umsækjendum er þakkaður sýndur áhugi.

Fleiri störf

Fréttir

Skrifstofa STRÁ ehf., verður lokuð frá 11.- 18. maí nk. vegna sumarleyfa, en símaþjónusta og móttaka umsókna til skráningar verður sem áður alla virka daga frá kl.9-15, vinsamlega skilið eftir nauðsynleg skilaboð og þeim verður svarað strax og kostur gefst.  

Vegna árshátíðarferðar til Dublinar verður skrifstofa STRÁ lokuð föstudaginn 24. apríl.  Skrifstofan verður opin frá og með mánudeginum 27. apríl eins og venjulega.  

Símaþjónusta verður eftir sem áður þennan dag og hægt er að koma skilaboðum til ráðgjafa þennan föstudag sem aðra virka daga.

Vinsamlega athugið að breyting hefur orðið á símaviðtalstíma hjá ráðgjafa, sem verður nú alla þriðju- og miðvikudaga milli kl.13-14.  Símaviðtalstími sem áður var mánudaga á sama tíma, færist nú yfir á þriðjudaga.  

Símaviðtalstími vegna auglýstra starfa er alla virka daga milli kl.13-15 meðan á umsóknarferli í viðkomandi störf stendur.

 

 

Við hefjum nýja árið með annríki og gerum ráð fyrir að það séu góð skilaboð fyrir atvinnuástand hérlendis.  Á vefnum má sjá þrjú ný störf auglýst, tvö á sviði millistjórnunar og eitt sérfræðistarf, auk annarra þeirra starfa sem borist hafa og ekki verða auglýst á vefnum. 

Aukin tæknivæðing fyrirtækisins er jafnframt að skila sér og mun sanna sig enn frekar á nýju ári.  Vegna tímabundins álags bendum við vinsamlega umsækjendum og öðrum hlutaðeigandi á að leggja inn skilaboð hjá símaþjónustu okkar, þ.e. nafn og símanúmer, og munum við hafa samband jafnskjótt og auðið verður. Öllum skilaboðum verður svarað, þökkum jafnframt sýnda þolinmæði.

Beðist er velvirðingar á að útvistaður netþjónn STRÁ ehf. hefur verið í uppfærslu hjá þjónustuaðilum í dag og því hefur rafpóstur hingað ekki borist með eðlilegum hætti.  Unnið er að betur um bótum sökum þessa.  Umsækjendum er velkomið að hringja í 588 3031 og leggja inn skilaboð, sem svarað verður strax og auðið er.

Í lok júlí þessa árs birtust þrjár tölur um vinnumarkaðinn á Íslandi. Hagstofan og Vinnumálastofnun birtu atvinnuleysistölur og Hagstofan birti einnig launavísitölu júnímánaðar.

Í Hagsjá Landsbankans kemur fam að tölurnar sýna allar að vinnumarkaðurinn er á réttri leið, atvinnuleysi lækkar og laun hækka. Á sama tíma er verðbólgan lág og því hefur kaupmáttur launa aukist.

Atvinnuleysi á mælikvarða Hagstofunnar (úrtakskönnun) var 4,6% í júní samanborið við 7,1% í maí, mikil sveifla er í tölum Hagstofunnar og því betra að skoða lengri tímabil og meðaltöl. Í júní 2013 mældist atvinnuleysið 6,4%, það hefur því lækkað um 1,8 prósentustig milli ára.

Samkvæmt tölum VMST var atvinnuleysið 3,2% í júní og lækkaði um 0,4% frá mánuðinum á undan. Í júní 2013 var atvinnuleysið 3,9% og hefur það því lækkað um 0,7 prósentur milli ára. Sé horft á 12 mánaða meðaltal er atvinnuleysið einni prósentu lægra á þann mælikvarða en það var fyrir ári síðan.

Launavísitalan hækkaði um 0,5% milli mánaða í júní. Launavísitalan hefur því hækkað um 4,1% á þessu ári og um 5,4% frá sama mánuði árið áður.

Verðbólgan hefur verið lág að undanförnu, það veldur því að launahækkanir skila sér frekar í auknum kaupmætti. Kaupmáttur launa hefur aukist um 3,1% á árinu 2014, sem verður að teljast nokkuð mikil hækkun. Kaupmáttur launa er nú á svipuðum stað og hann var undir lok árs 2006.

 

Skv. Visi.is í júlí 2014, birt góðfúslega á vef Starfsráðninga ehf.

Ný heimasíða STRÁ Starfsráðninga ehf. hefur litið dagsins ljós.  Markmið þessa er að auðvelda umsækjendum og viðskiptavinum aðgengi að upplýsingum og glöggva sig betur á starfsemi félagsins og þeim störfum sem auglýst eru.  

Jafnframt bendum við á að flest þau störf sem inn á okkar borð koma eru leyst með leit í öflugum gagnabanka félagsins. Þannig spörum við vinnuveitendum tíma, fé og fyrirhöfn auk þess að veita þeim umsækjendum sem eru á skrá betri þjónustu varðandi vinnslu og utanumhald þeirra gagna. 

Við minnum einnig á að símaviðtalstímar hjá ráðgjafa eru alla mánu- og miðvikudaga milli kl.13-14.

Við auglýsum ekki öll störf á vefi okkar né í fjölmiðlum. Okkar styrkur er öflugur gagnabanka og þar leitum við að umsóknum er passa við þau störf sem okkur berast í samræmi við hæfniskröfur vinnuveitenda. Við vitum að valið á rétta starfsfólkinu er einn mikilvægasti þátturinn í velgengni íslenskra fyrirtækja. Símaviðtalstími hjá ráðgjafa er alla mánu- og miðvikudaga frá kl.13-14, vinsamlega leggið inn skilaboð ef allar línur eru uppteknar. Skilaboðum verður svarað jafnskjótt og kostur gefst. Nýr vefur fyrirtækisins mun brátt líta dagsins ljós.
Fleiri fréttir