Um STRÁ

Reynsla ráðgjafa hjá STRÁ Starfsráðningum ehf. á sviði starfsmanna- og ráðningarmála spanna nú yfir þrjá áratugi, en við höfum unnið fyrir mörg helstu og leiðandi fyrirtæki landsins.

Sími: 588 3031

Netfang: stra@stra.is

Lesa meira

Ný störf í boði

Eignaumsjón hf., er leiðandi fyrirtæki í þjónustu við húsfélög og rekstrarfélög húseigna og býður heildarlausnir í rekstri fjöleignarhúsa, bæði íbúðarhúsnæðis og atvinnuhúsnæðis. Félagið hefur umsjón með daglegum rekstri um 450 hús- og rekstrarfélaga. Áhersla okkar til framtíðar er að mæta vaxandi þörfum eigenda fasteigna með góðri þjónustu og skilvirkum lausnum sem byggja á gagnsæi upplýsinga og umhverfisvænum gildum.

Óskum eftir að ráða sérfræðing á fjármálasviði fyrir Eignaumsjón hf.

Helstu verkefni eru:

·      Stýring fjármuna viðskiptavina Eignaumsjónar í samvinnu við fjármálastjóra

·      Stýring greiðslu reikninga fyrir viðskiptavini Eignaumsjónar

·      Samskipti við viðskiptavini Eignaumsjónar varðandi reikninga, innheimtu og áætlanir

·      Vinna við gerð rekstraráætlana fyrir viðskiptavini Eignaumsjónar

·      Samskipti við þjónustuaðila fyrir hönd viðskiptavina Eignaumsjónar

·      VSK endurgreiðslur fyrir viðskiptavini Eignaumsjónar

·      Samskipti við fjármálastofnanir fyrir hönd viðskiptavina Eignaumsjónar í samvinnu við fjármálastjóra

·      Önnur fjölbreytt dagleg störf

Hæfniskröfur: menntun á sviði fjármála-/viðskiptafræði eða sambærileg menntun. Marktæk starfsreynsla af sambærilegum störfum er skilyrði. Áhersla er lögð á frumkvæði, fagmennsku og nákvæm vinnubrögð. Viðkomandi þarf einnig að vera lipur í mannlegum samskiptum og geta unnið sjálfstætt, sem og í hópi.

Umsóknarfrestur: er til og með 17. apríl nk. Um framtíðarstarf er að ræða og verður gengið frá ráðningu sem fyrst.  

Guðný Harðardóttir hjá STRÁ veitir frekari upplýsingar um starfið í síma: 588 3031. Símaviðtalstími er frá kl.13-15 alla virka daga meðan á umsóknarferlinu stendur. Vinsamlega sendið umsóknir og meðfylgjandi gögn til stra@stra.is. Þeir sem eiga umsóknir fyrirliggjandi geta hringt eða sent rafpóst og tilkynnt þátttöku.

STRÁ Starfsráðningar ehf. – Suðurlandsbraut 30 – sími 588-3031 – gudny@stra.is –  www.stra.is

www.eignaumsjon.is 

 26.04. - Vinnsluferli er hafið.

29.04. - Viðtalsferli er hafið.

08.05. - Gengið hefur verið frá ráðningu í stöðu sérfræðings hjá Eignaumsjón hf. Umsækjendum er þakkaður sýndur áhugi.

Sinfóníuhljómsveit Íslands óskar eftir að ráða fjármálafulltrúa

Fjármálafulltrúi annast samskipt við Fjársýslu ríkisins f.h. SÍ og sér um uppgjör tónleika og gerð rekstraráætlana í samvinnu við framkvæmdastjóra. Hann hefur umsjón með launakeyrslum og tímafærslum, ásamt afgreiðslu reikninga. Fjármálafulltrúi hefur að auki umsjón með eignaskrá og vörslu sérsjóða auk annarra fjölbreytilegra verkefna skv. beiðni yfirmanns hverju sinni.

Hæfniskröfur eru að umsækjendur hafi marktæka reynslu af sambærilegum störfum og framhaldsmenntun í bókhaldi og uppgjöri s.s. próf til viðurkennds bókara. Æskilegt er að viðkomandi hafi þekkingu á fjárhags- og mannauðskerfinu ORACLE/Orri og öðrum kerfum fjársýslunnar. Áhersla er lögð á færni í mannlegum samskiptum, sjálfstæði og fagmennsku í vinnubrögðum, skipulagshæfni og metnað til árangurs í starfi.

Umsóknarfrestur er til og með 4. febrúar nk., og starfskjör verða skv. kjarasamningi SFR. Vinsamlega athugið að fyrirspurnum verður eingöngu svarað hjá STRÁ, www.stra.is

Guðný Harðardóttir hjá STRÁ ehf., veitir nánari upplýsingar í síma 588 3031, en símaviðtalstími er frá kl.13-15 alla virka daga meðan á umsóknarferlinu stendur. Vinsamlega sendið starsferilskrár til stra@stra.is ásamt viðeigandi gögnum.

Sinfóníuhljómsveit Íslands er ein stærsta menningastofun landsins með um 100 manna starfslið. Hljómsveitin hefur aðsetur í tónlistarhúsinu Hörpu og heldur um 100 tónleika á hverju starfsári, m.a. áskriftartónleika með heimsþekktum stjórnendum og einleikurum, fjölskyldutónleika og skólatónleika fyrir nemendur á öllum aldri. Gildi Sinfóníuhljómsveitar Íslands eru: Listrænn metnaður - Liðshygð - Fagmennska - Fjölbreytni. Sjá nánar www.sinfonis.is

07.03. - Gengið hefur verið frá ráðningu fjármálafulltrúa.  Umsækjendum er þakkaður sýndur áhugi.

Sinfóníuhljómsveit Íslands óskar eftir að ráða fjármálafulltrúa 

Fjármálafulltrúi annast samskipti við Fjársýslu ríkisins f.h. SÍ og sér um uppgjör tónleika og gerð rekstraráætlana í samvinnu við framkvæmdastjóra. Hann hefur umsjón með launakeyrslum og tímafærslum, ásamt afgreiðslu reikninga.  Fjármálafulltrúi hefur að auki umsjón með eignaskrá og vörslu sérsjóða auk annarra fjölbreytilegra verkefna skv. beiðni yfirmanns hverju sinni. 

Hæfniskröfur eru að umsækjendur hafi marktæka reynslu af sambærilegum störfum og yfirgripsmikla þekkingu á fjárhags- og mannauðskerfinu ORACLE/Orri og öðrum kerfum fjársýslunnar. Framhaldsmenntun í bókhaldi og uppgjöri s.s. próf til viðurkennds bókara er æskilegt.  Áhersla er lögð á færni í mannlegum samskiptum, sjálfstæði og fagmennsku í vinnubrögðum, skipulagshæfni og metnað til árangurs í starfi. 

Umsóknarfrestur er til og með 30. október nk., en starfsbyrjun verður frá og með 1. janúar nk.  Starfskjör verða skv. kjarasamningi SFR.  Vinsamlega athugið að fyrirspurnum verður eingöngu svarað hjá STRÁ   www.stra.is. 

Guðný Harðardóttir hjá STRÁ ehf. veitir nánari upplýsingar í síma 588 3031, en símaviðtalstími er frá kl. 13-15, alla virka daga meðan á umsóknarferlinu stendur. Vinsamlega sendið starfsferilskrár til stra@stra.is ásamt viðeigandi gögnum. 

Sinfóníuhljómsveit Íslands er ein stærsta menningarstofnun landsins með um 100 manna starfslið. Hljómsveitin hefur aðsetur í tónlistarhúsinu Hörpu og heldur um 100 tónleika og viðburði á hverju starfsári, m.a. áskriftartónleika með heimsþekktum stjórnendum og einleikurum, fjölskyldutónleika og skólatónleika fyrir nemendur á öllum aldri. Gildi Sinfóníuhljómsveitar Íslands eru: Listrænn metnaður - Liðshygð - Fagmennska - Fjölbreytni.  Sjá nánar www.sinfonia.is

02.11. - Vinsamlega athugið að viðtalsferli vegna ofangreindrar stöðu verður sett á bið til og með 19. nóvember vegna tónleikaferðar Sinfóníuhljómsveitar Íslands til Japan. 

28.11. - Viðtalsferli er hafið.

10.12. - Gengið hefur verið frá ráðningu fjármálafulltrúa hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands, umsækjendum er þakkaður sýndur áhugi.

Leiðsögn - Stéttarfélag leiðsögumanna óska eftir að ráða framkvæmdastjóra

Helstu verkefni framkvæmdastjóra eru þessi:

 • Hann starfar fyrir félagið og stjórn þess í nánu samstarfi við formann félagsins, undirbýr fundi stjórnar og mál, sem þarfnast ákvarðana og leggur þau fyrir stjórn.
 • Hann fylgir eftir ákvörðunum stjórnar og sér fyrir hennar hönd um framkvæmd þeirra auk annarra þeirra verkefna sem félaginu ber að sinna.
 • Hann annast daglega stjórnun og yfirumsjón með starfsemi félagsins, innheimtu félagsgjalda, reikningshald, bréfaskriftir og stýrir skrifstofu félagsins. Hann sinnir að auki öðru er lýtur að þjónustu við félagsmenn s.s. upplýsingagjöf, ráðgjöf og öðrum tilfallandi verkefnum.
 • Hann annast samskipti við aðila utan félagsins svo sem önnur stéttarfélög og vinnuveitendur og samtök þessara aðila, lögmann félagsins og aðra sem starfa fyrir það.
 • Hann er ábyrgur gagnvart stjórn fyrir fjármálum félagsins og gerir stjórninni reglulega grein fyrir stöðu þeirra.

Leitað er að einstaklingi með menntun á sviði lögfræði, viðskiptafræði, stjórnsýslu eða með aðra sambærilega háskólamenntun. Jafnframt verður litið til reynslu af stjórnun, störfum að félagsmálum, samskiptum, fjármálastjórn o.fl.

Umsækjendur hafi gott vald á íslensku máli í tali og riti, kunnáttu í ensku, góða tölvukunnáttu, frumkvæði, hæfni í mannlegum samskiptum og metnað til árangurs í starfi.

Ráðið verður í hálft stöðugildi til eins árs, en framhald ráðningar og starfshlutfall verður endurskoðað að þeim tíma loknum. Sjá nánar www.touristguide.is 

Umsóknarfrestur er til og með 15. október nk. Gengið verður frá ráðningu fljótlega.

Guðný Harðardóttir hjá STRÁ ehf., veitir frekari upplýsingar um starfið í síma 588 3031, en símaviðtalstími er frá kl.13-15 alla virka daga meðan á umsóknarferlinu stendur.  Vinsamlega sendið umsóknir/starfsferilskrár og meðfylgjandi gögn til stra@stra.is. Þeir sem eiga umsóknir fyrirliggjandi hringi eða sendi rafpóst með tilkynningu um þátttöku.

19.10 - Viðtalsferli er hafið.

05.11. - Gengið hefur verið frá ráðningu í stöðu framkvæmdastjóra hjá Leiðsögn.

Umsækjendum er þakkaður sýndur áhugi.

Óskum eftir að ráða hópstjóra í þjónustuver Eignaumsjónar hf.

Þjónustuver Eignaumsjónar annast samskipti við viðskiptavini, ráðgjöf og undirbúning funda o.m.fl.

Helstu verkefni hópstjóra eru:

 • Verkstjórn daglegra verkefna þjónustuvers
 • Upplýsingagjöf, ráðgjöf og samskipti við viðskiptavini
 • Samskipti við þjónustuaðila og verktaka
 • Auk annarra fjölbreytilegra starfa í þjónustuveri Eignaumsjónar hf.

Æskilegt er að umsækjendur séu með stúdentspróf eða sambærilega menntun að lágmarki. Marktæk starfsreynsla af sambærilegum störfum er kostur.  Töluglöggvun og góð þekking á helstu tölvuforritum s.s. Outlook, Excel og Word ásamt almennri tölvukunnáttu er nauðsynleg.

Áhersla er lögð á samskiptahæfni, ríka þjónustulund, skipulagshæfileika, lipurð í mannlegum samskiptum, fagmennsku og nákvæm vinnubrögð.

Umsóknarfrestur er til og með 9. september nk., gengið verður frá ráðningu sem fyrst.

Guðný Harðardóttir hjá STRÁ ehf., veitir frekari upplýsingar um starfið í síma 588 3031, en símatími er alla virka daga frá kl.13-15 meðan á umsóknarferlinu stendur. Vinsamlega sendið umsóknir og meðfylgjandi gögn til stra@stra.is 

Eignaumsjón er 17 ára gamalt fyrirtæki og er leiðandi í þjónustu við húsfélög og rekstrarfélög, og býður heildarlausnir í rekstri fjöleignarhúsa bæði íbúðarhúsnæðis og atvinnuhúsnæðis. Félagið hefur umsjón með daglegum rekstri fjölmargra hús- og rekstrarfélaga og kemur faglega að lausn mála, sem koma upp í fjölbýlum og fjöleignarhúsum. Markmið félagsins er að gera rekstur húsfélaga markvissari og ódýrari, auðvelda störf stjórna og spara tíma þeirra, sem að húsfélaginu standa.

Gegnsæi og hlutleysi í öllum rekstri og aðgengilegar upplýsingar um rekstur og ákvarðanir auka skilvirkni og bætir samskipti.

12.09. - Viðtalsferli er hafið.

27.09. - Ráðningarferli vegna auglýstrar stöðu hópstjóra hjá Eignaumsjón hf. hefur verið sett á frest um óákveðinn tíma.  Umsækjendum er þakkaður sýndur áhugi.

Óskum eftir að ráða þjónustufulltrúa hjá Eignaumsjón hf.

Helstu verkefni eru:

 • Upplýsingagjöf og samskipti við viðskiptavini
 • Umsjón og vinnsla innheimtu húsgjalda og annarrar innheimtu fyrir hönd viðskiptavina
 • Undirbúningur vegna húsfunda
 • Skráningar á gögnum
 • Undirbúningur og uppsetning á innheimtuáætlunum
 • Samskipti við þjónustuaðila fh. viðskiptavina
 • Auk annarra fjölbreytilegra daglegra starfa í þjónustuveri Eignaumsjónar hf.

Æskilegt er að umsækjendur séu með stúdentspróf eða sambærilega menntun að lágmarki. Marktæk reynsla af sambærilegum störfum er kostur. Töluglöggvun og góð þekking á helstu tölvuforritum s.s. Excel og Word ásamt almennri tölvukunnáttu er nauðsynleg.

Áhersla er lögð á áhugasemi, fagmennsku og nákvæm vinnubrögð, frumkvæði og eftirfylgni auk lipurðar í mannlegum samskiptum. Viðkomandi þurfa að geta unnið sjálfstætt sem og í hópi.

Umsóknarfrestur er til og með 9. september nk., gengið verður frá ráðningu sem fyrst.

Guðný Harðardóttir hjá STRÁ ehf., veitir frekari upplýsingar um starfið í síma 588 3031, en símatími er alla virka daga frá kl.13-15 meðan á umsóknarferlinu stendur. Vinsamlega sendið umsóknir og meðfylgjandi gögn til stra@stra.is

Eignaumsjón er 17 ára gamalt fyrirtæki og er leiðandi í þjónustu við húsfélög og rekstrarfélög, og býður heildarlausnir í rekstri fjöleignarhúsa bæði íbúðarhúsnæðis og atvinnuhúsnæðis. Félagið hefur umsjón með daglegum rekstri fjölmargra hús- og rekstrarfélaga og kemur faglega að lausn mála, sem koma upp í fjölbýlum og fjölbýlishúsum. Markmið félagsins er að gera rekstur húsfélaga markvissari og ódýrari, auðvelda störf stjórna og spara tíma þeirra sem að húsfélaginu standa.

Gegnsæi og hlutleysi í öllum rekstri og aðgengilegar upplýsingar um rekstur og ákvarðanir auk skilvirkni og bætir samskipti.

14.09. - Viðtalsferli er hafið.

27.09. Gengið hefur verið frá ráðningum þjónustufulltrúa í 2 stöður hjá Eignaumsjón.  Umsækjendum er þakkaður sýndur áhugi.

Verkefnastjóri við þróun og innleiðingu á þjónustusíðum

Samtök atvinnulífsins óska eftir að ráða verkefnastjóra til að annast uppbyggingu á og hafa umsjón með nýrri þjónustugátt („Mínar síður“) á vefjum Samtaka atvinnulífsins og Samtaka iðnaðarins. Þjónustugáttinni er ætlað að þjónusta 2.000 félagsmenn samtakanna, veita þeim upplýsingar um þá sjálfa, verkefni sem þeir tengjast og möguleika á þjónustubeiðnum og öðrum samskiptum.

Verkefnastjóri er tengiliður inn á við sem og út á við varðandi öflun upplýsinga, móttöku og skráningu þeirra, greiningu, skipulag og viðhald upplýsinga á þjónustugáttinni. Öllum tæknilegum undirbúningi er lokið en næstu skref felast í að byggja upp valmöguleika og kynna fyrir félagsmönnum og starfsfólki samtakanna. Verkefnastjóri heldur utan um þessa uppbyggingu og hefur umsjón með upplýsingaöflun og miðlun, í nánu samstarfi við samstarfsmenn og hugbúnaðarsérfræðinga. Þjónustugáttin byggir á GoPro Foris skjalastjórnunarkerfinu.

Hæfniskröfur eru að umsækjendur hafi þekkingu, reynslu og menntun sem nýst getur við starfið. Áhersla er lögð á vandvirk og fagleg vinnubrögð, frumkvæði til framkvæmda og hæfni í mannlegum samskiptum. Umsækjendur þurfa að vera vanir tölvunotendur og áhugasamir um fjölbreytt starfsumhverfi.

Umsóknarfrestur er til og með 10. ágúst nk., en ráðning verður skv. nánara samkomulagi. Vinsamlega sendið umsóknir ásamt meðfylgjandi gögnum til stra@stra.is.

Guðný Harðardóttir hjá stra.is veitir nánari upplýsingar um starfið, en símaviðtalstími, s: 588 3031, er alla virka daga frá kl.13-15 meðan á umsóknarferlinu stendur.

Sjá nánar www.sa.is og www.si.is

 14.08. - Viðtalsferli er hafið.

20.08. - Gengið hefur verið frá ráðningu í ofangreinda stöðu.  Umsækjendum er þakkaður sýndur áhugi.

Sveitarfélagið Skagaströnd auglýsir lausa til umsóknar stöðu sveitarstjóra

Sveitarstjóri hefur umsjón með daglegum rekstri sveitarfélagsins og ber ábyrgð á framkvæmd ákvarðana sveitarstjórnar, hann hefur yfirumsjón með fjármálum, bókhaldi og áætlanagerð jafnframt því að hafa yfirumsjón með skipulagi og virkni stjórnsýslu sveitarfélagsins, sem og starfsmannamálum.  Sveitarstjóri starfar náið með sveitarstjórn, hann annast samskipti og upplýsingamiðlun við samstarfsaðila auk þess að annast undirbúning og upplýsingagjöf á fundum sveitarstjórnar.  Starfið er afar fjölbreytt en sveitarstjóri er jafnframt hafnarstjóri Skagastrandarhafnar og er að auki framkvæmdastjóri Félags- og skólaþjónustu A-Hún. 

Leitað er að sjálfstæðum einstaklingi með leiðtogahæfni og frumkvæði til framkvæmda auk hæfni í mannlegum samskiptum. 

Hæfnikröfur eru

· Menntun, sem nýtist í starfi 

· Reynsla af rekstri og stjórnun

· Þekking og reynsla á sviði fjármála 

· Þekking á sveitarstjórnarmálum og opinberri stjórnsýslu er kostur 

· Góð íslenskukunnátta í ræðu og riti er skilyrði

· Gott almennt talnalæsi og meðferð talna 

· Kunnátta á notkun helstu tölvukerfa

Umsóknarfrestur er til og með 2. júlí nk., gengið verður frá ráðningu fljótlega. 

Sveitarfélagið Skagaströnd er afar blómlegt sveitarfélag þar sem öll nauðsynleg þjónusta og nútíma þægindi eru til staðar, einnig gott tómstundar- og félagslíf í barnvænu umhverfi.  Aðstoðað verður við útvegun húsnæðis er þörf verður á.  Sjá nánar www.skagastrond.is .

Guðný Harðardóttir veitir nánari upplýsingar um starfið í síma 588-3031 frá kl.13-15 alla virka daga meðan á umsóknarferlinu stendur. Vinsamlega sendið eigin starfsferilskrár og meðfylgjandi gögn til stra@stra.is. Þeir sem eiga umsóknir fyrirliggjandi hringi eða sendi rafpóst með tilkynningu um þátttöku.

 

Athygli er vakin á því að umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út með vísan til 3. tölul. 2. mgr. 2. gr. reglna um auglýsingar á lausum störfum nr. 464/1996, með síðari breytingum, sem settar eru með stoð í 2. mgr. 7. gr. laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningar hefur verið tekin.

03.07. - Vinnsluferli er hafið.

18.07. - Viðtalsferli er hafið.

23.07. - Biðstaða fram að miðjum ágústmánuði.

Ofangreind staða verður auglýst aftur þ. 11. ágúst nk., og umsóknarferli hafið frá þeim degi, til og með 27. ágúst nk.

06.09. - Viðtalsferli er hafið.

14.09. - Gengið hefur verið frá ráðningu í stöðu sveitarstjóra.  Umsækjendum er þakkaður sýndur áhugi.

Fleiri störf

Fréttir

Vinsamlega athugið að skrifstofa STRÁ ehf., verður lokuð frá 4. - 11. desember nk.

Símaþjónusta og móttaka skilaboða verður áfram þessa daga frá kl.09:00-15:00 virka daga, en skilaboðum verður svarað frá og með 11. des.

Vegna vetrarleyfa verður skrifstofa STRÁ lokuð frá 3. febrúar til 17. febrúar n.k  Þeir sem erindi eiga er velkomið að hringja í síma 588-3031 og leggja inn skilaboð, sem svarað verður frá og með 20. febrúar. 

Skrifstofa STRÁ ehf., verður lokuð frá 11.- 18. maí nk. vegna sumarleyfa, en símaþjónusta og móttaka umsókna til skráningar verður sem áður alla virka daga frá kl.9-15, vinsamlega skilið eftir nauðsynleg skilaboð og þeim verður svarað strax og kostur gefst.  

Vegna árshátíðarferðar til Dublinar verður skrifstofa STRÁ lokuð föstudaginn 24. apríl.  Skrifstofan verður opin frá og með mánudeginum 27. apríl eins og venjulega.  

Símaþjónusta verður eftir sem áður þennan dag og hægt er að koma skilaboðum til ráðgjafa þennan föstudag sem aðra virka daga.

Vinsamlega athugið að breyting hefur orðið á símaviðtalstíma hjá ráðgjafa, sem verður nú alla þriðju- og miðvikudaga milli kl.13-14.  Símaviðtalstími sem áður var mánudaga á sama tíma, færist nú yfir á þriðjudaga.  

Símaviðtalstími vegna auglýstra starfa er alla virka daga milli kl.13-15 meðan á umsóknarferli í viðkomandi störf stendur.

 

 

Við hefjum nýja árið með annríki og gerum ráð fyrir að það séu góð skilaboð fyrir atvinnuástand hérlendis.  Á vefnum má sjá þrjú ný störf auglýst, tvö á sviði millistjórnunar og eitt sérfræðistarf, auk annarra þeirra starfa sem borist hafa og ekki verða auglýst á vefnum. 

Aukin tæknivæðing fyrirtækisins er jafnframt að skila sér og mun sanna sig enn frekar á nýju ári.  Vegna tímabundins álags bendum við vinsamlega umsækjendum og öðrum hlutaðeigandi á að leggja inn skilaboð hjá símaþjónustu okkar, þ.e. nafn og símanúmer, og munum við hafa samband jafnskjótt og auðið verður. Öllum skilaboðum verður svarað, þökkum jafnframt sýnda þolinmæði.

Beðist er velvirðingar á að útvistaður netþjónn STRÁ ehf. hefur verið í uppfærslu hjá þjónustuaðilum í dag og því hefur rafpóstur hingað ekki borist með eðlilegum hætti.  Unnið er að betur um bótum sökum þessa.  Umsækjendum er velkomið að hringja í 588 3031 og leggja inn skilaboð, sem svarað verður strax og auðið er.

Í lok júlí þessa árs birtust þrjár tölur um vinnumarkaðinn á Íslandi. Hagstofan og Vinnumálastofnun birtu atvinnuleysistölur og Hagstofan birti einnig launavísitölu júnímánaðar.

Í Hagsjá Landsbankans kemur fam að tölurnar sýna allar að vinnumarkaðurinn er á réttri leið, atvinnuleysi lækkar og laun hækka. Á sama tíma er verðbólgan lág og því hefur kaupmáttur launa aukist.

Atvinnuleysi á mælikvarða Hagstofunnar (úrtakskönnun) var 4,6% í júní samanborið við 7,1% í maí, mikil sveifla er í tölum Hagstofunnar og því betra að skoða lengri tímabil og meðaltöl. Í júní 2013 mældist atvinnuleysið 6,4%, það hefur því lækkað um 1,8 prósentustig milli ára.

Samkvæmt tölum VMST var atvinnuleysið 3,2% í júní og lækkaði um 0,4% frá mánuðinum á undan. Í júní 2013 var atvinnuleysið 3,9% og hefur það því lækkað um 0,7 prósentur milli ára. Sé horft á 12 mánaða meðaltal er atvinnuleysið einni prósentu lægra á þann mælikvarða en það var fyrir ári síðan.

Launavísitalan hækkaði um 0,5% milli mánaða í júní. Launavísitalan hefur því hækkað um 4,1% á þessu ári og um 5,4% frá sama mánuði árið áður.

Verðbólgan hefur verið lág að undanförnu, það veldur því að launahækkanir skila sér frekar í auknum kaupmætti. Kaupmáttur launa hefur aukist um 3,1% á árinu 2014, sem verður að teljast nokkuð mikil hækkun. Kaupmáttur launa er nú á svipuðum stað og hann var undir lok árs 2006.

 

Skv. Visi.is í júlí 2014, birt góðfúslega á vef Starfsráðninga ehf.

Fleiri fréttir