Um STRÁ

Reynsla ráðgjafa hjá STRÁ Starfsráðningum ehf. á sviði starfsmanna- og ráðningarmála spanna nú yfir þrjá áratugi, en við höfum unnið fyrir mörg helstu og leiðandi fyrirtæki landsins.

Sími: 588 3031

Netfang: stra@stra.is

Lesa meira

Ný störf í boði

Óskum eftir að ráða öflugan starfsmann í gjaldkerateymi Eignaumsjónar hf.

Helstu verkefni eru:

  • Stýring greiðslu reikninga fyrir viðskiptavini Eignaumsjónar
  • Samskipti við viðskiptavini Eignaumsjónar varðandi reikninga, innheimtu og áætlanir
  • Samskipti við þjónustuaðila fyrir hönd viðskiptavina Eignaumsjónar
  • VSK endurgreiðslur fyrir viðskiptavini Eignaumsjónar
  • Stýring fjármuna viðskiptavina Eignaumsjónar í samvinnu við fjármálastjóra
  • Samskipti við fjármálastofnanir fyrir hönd viðskiptavina Eignaumsjónar í samvinnu við fjármálastjóra
  • Önnur fjölbreytt dagleg störf

Hæfniskröfur:

Menntun á sviði fjármála-/viðskiptafræði eða sambærileg menntun  og/eða marktæk starfsreynsla af sambærilegum störfum er skilyrði. Áhersla er lögð á frumkvæði, fagmennsku, töluglöggvun og nákvæm vinnubrögð. Viðkomandi þarf einnig að vera lipur í mannlegum samskiptum og geta unnið sjálfstætt, sem og í hópi.

Umsóknarfrestur:

Umsóknarfrestur er til og með 25. febrúar nk. Um framtíðarstarf er að ræða og verður gengið frá ráðningu sem fyrst.  

Guðný Harðardóttir hjá STRÁ veitir frekari upplýsingar um starfið í síma: 588 3031. Símaviðtalstími er frá kl.13-15 alla virka daga meðan á umsóknarferlinu stendur. Vinsamlega sendið umsóknir og meðfylgjandi gögn til stra@stra.is. Þeir sem eiga umsóknir fyrirliggjandi geta hringt eða sent tölvupóst og tilkynnt þátttöku.

Um Eignaumsjón:

Eignaumsjón er leiðandi fyrirtæki í þjónustu við eigendur fasteigna og býður heildarlausnir í rekstri fjöleignarhúsa, m.a. íbúðarhúsnæðis og atvinnuhúsnæðis. Félagið hefur umsjón með daglegum rekstri á sjötta hundrað húsfélaga og rekstrarfélaga um fasteignir og kemur faglega að lausn mála sem koma upp í fjölbýlis- og fjöleignarhúsum. Eignaumsjón leggur áhersla á vönduð vinnubrögð og góðan starfsanda. Áhersla okkar til framtíðar er að mæta vaxandi þörfum eigenda fasteigna með góðri þjónustu og skilvirkum lausnum sem byggja á gagnsæi upplýsinga og umhverfisvænum gildum.

25.02. - Vinnsluferli er hafið, alls bárust 84 umsóknir.

28.02. - Viðtalsferli er hafið.

06.03. - Gengið hefur verið frá ráðningu í stöðu gjaldkera.  Umsækjendum er þakkaður sýndur áhugi.

Fyrirtækið er rótgróið og traust framleiðslufyrirtæki í nágrenni við höfuðborgina.

Starfið felst í alhliða umsjón með gæðaeftirliti og skráningu, sannprófunum og innri úttektum á gæðakerfi, þjálfun og skráningu starfsfólks, umsjón með  dýravelferð og mánaðarlegum sannprófunum á HACCP kerfi auk úttektar á meindýravörnum.  Gæðastjóri annast jafnframt samskipti um innkaup á rekstrarvöru m.a. fyrir rannsóknarstofu auk þess að annast samskipti við dýralækna og móttöku í reglubundnu eftirliti auk annarra tilfallandi daglegra starfa.

Hæfniskröfur eru að umsækjendur hafi háskólamenntun á sviði matvælafræði eða sambærilega menntun og haldbæra þekkingu á sviði matvælavinnslu, auk þekkingar og/eða reynslu á innnra eftirliti byggðu á HACCP auk þekkingar á rannsóknarstofu og vinnslu sýna, en reynsla af verkefnastjórnun er kostur. Áhersla er lögð á  gott vald á íslensku og ensku í tali og riti, færni í alhliða tölvunotkun, fagleg vinnubrögð, skipulagshæfni, útsjónarsemi, reglusemi og metnað til árangurs í starfi. Styrkur í mannlegum samskiptum er nauðsynlegur. Starfið hentar umsækjendum af báðum kynjum.

Um er að ræða áhugavert atvinnutækifæri fyrir t.d. þá sem búa í Mosfellsbæ eða nágrenni.  

Umsóknarfrestur er til og með 18. janúar nk. Gengið verður frá ráðningu fljótlega.  Vinsamlega sendið umsóknir/starfsferilskrár til stra@stra.is.  Þeir sem eiga umsóknir fyrirliggjandi hringi eða sendið rafpóst og tilkynnið þátttöku. 

Guðný Harðardóttir hjá STRÁ ehf., veitir frekari upplýsingar í síma 588 3031, en símaviðtalstími er frá kl.13-15 alla virka daga.

24.01. - Viðtalsferli er hafið.

18.02. - Biðstaða.

Óskum eftir að ráða bókara hjá Eignaumsjón hf.

Helstu verkefni eru:

  • Færsla bókhalds og reikningagerð fyrir hönd viðskiptavina Eignaumsjónar
  • Ýmis uppgjör, afstemmingar og almenn bókhaldsstörf
  • Önnur störf með fjármálateymi Eignaumsjónar við úrlausn fjölbreyttra verkefna

Hæfniskröfur:

Marktæk starfsreynsla af sambærilegum störfum er skilyrði. Þekking af DK hugbúnaði ásamt góðri almennri tölvukunnáttu. Áhersla er lögð á frumkvæði, fagmennsku og nákvæm vinnubrögð. Viðkomandi þarf einnig að vera lipur í mannlegum samskiptum og geta unnið sjálfstætt, sem og í hópi.

Umsóknarfrestur:

Umsóknarfrestur  er til og með 15. desember nk. Um framtíðarstarf er að ræða og verður gengið frá ráðningu sem fyrst. 

Guðný Harðardóttir hjá STRÁ ehf. veitir frekari upplýsingar um starfið í síma: 588 3031. Símaviðtalstími er frá kl.13-15 alla virka daga meðan á umsóknarferlinu stendur. Vinsamlega sendið umsóknir og meðfylgjandi gögn til stra@stra.is. Þeir sem eiga umsóknir fyrirliggjandi geta hringt eða sent tölvupóst og tilkynnt þátttöku. 

16.12. - Viðtalsferli er hafið.

20.12. Ráðning bókara er frágengin. Umsækjendum er þakkaður sýndur áhugi. 

Eignaumsjón hf. er leiðandi fyrirtæki í þjónustu við eigendur fasteigna og býður heildarlausnir í rekstri fjöleignarhúsa m.a. íbúðarhúsnæðis og atvinnuhúsnæðis.Félagið hefur umsjón með daglegum rekstri 550 húsfélaga og rekstrarfélaga um fasteignir og kemur faglega að lausn mála sem koma upp í fjölbýlis- og fjöleignarhúsum. Á skrifstofu Eignaumsjónar vinna 24 starfsmenn og er lögð áhersla á vönduð vinnubrögð og góðan starfsanda.

Leikskólastjóri Leikskólans Undralands

Óskað er eftir  leikskólastjóra hjá Leikskólanum Undralandi í Hveragerði, sem er sex deilda

  leikskóli. Húsnæðið var tekið í notkun 2017 og aðstaða er öll hin glæsilegasta. 

Starfsvið:

*Leikskólastjóri stýrir og ber ábyrgð á daglegri starfsemi og rekstri skólans og veitir skólanum 

faglega forstöðu á sviði kennslu og þróunar. 

Hæfniskröfur eru að umsækjendur hafi starfsheitið leikskólakennari og viðbótarmenntun í

stjórnun eða kennslureynslu á leikskólastigi. Stjórnunareynsla úr leikskóla er skilyrði.

Framúrskarandi færni í mannlegum samskiptum er skilyrði auk skipulagshæfni, frumkvæðis,

sjálfstæðis og fagmennsku í vinnubrögðum. Áhersla er lögð á áhuga og metnað til árangurs í

 starfi. Á leikskólanum er unnið eftir kennsluaðferðum „Leikur að læra“ og er kostur ef viðkomandi

 hafa reynslu af því starfi.

Í boði er áhugavetð starf í barnvænu umhverfi, en Hveragerði er ört vaxandi sveitarfélag með um 2.700 íbúa. Hveragerði er aðeins í 30 mín. fjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu. Öll þjónusta í bæjarfélaginu er eins og best verður á kosið, leikskólar, grunn- og framhaldsskólar, sem og tónlistarskóli eru innan seilingar.  Íþrótta- og menningarlíf er í miklum blóma og umhverfi bæjarins gefur kost á fjölbreyttri útvivist í fallegu umhverfi. 

Umsóknarfrestur er til og með 1. september nk.  Gengið verður frá ráðningu fljótlega.

Guðný Harðardóttir hjá STRÁ ehf. veitir nánari upplýsingar um störfin í s: 588-3031 alla virka daga frá kl.11-13.  Vinsamlegast sendið umsóknir ásamt meðfylgjandi gögnum til stra@stra.is, sjá nánar www.stra.is. 

Athygli er vakin á því að umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út með vísan til 3. tölul. 2. mgr. 2. gr. reglna um auglýsingar á lausum störfum nr. 464/1996, með síðari breytingum, sem settar eru með stoð í 2. mgr. 7. gr. laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningar hefur verið tekin.

Sjá nánar heimasíðu  www.hveragerdi.is 

05.09. - Viðtalsferli er hafið.

19.09. - Gengið hefur verið frá ráðningu.  Umsækjendum er þakkaður sýndur áhugi.

Forstöðumaður frístundaskóla og félagsmiðstöðvar 

Óskað er eftir drífandi, hugmyndaríkum og ábyrgum einstaklingi til að leiða starf barna 

og unglinga í Hveragerði.

Starfsvið: 

*  Yfirumsjón með starfsemi Bungubrekku, http://bungubrekka.hveragerdi.is/.   

*  Þátttaka í stefnumótun til framtíðar í málaflokkum. 

*  Forstöðumaður leiðir uppbyggingu og skipulagningu. Um er að ræða 100% starfshlutfall.

  Í Bungubrekku er:

- Frístundaheimili grunnskólans, Skólasels. Þar er veitt þjónusta fyrir börn í 1.-4. bekk eftir að

  skóla lýkur á daginn. Hlutverk frístundaskólans er að skapa yngstu nemendum grunnskólans

  tryggan samverustað eftir að skóla lýkur.

- Félagsmiðstöðin Skjálftaskjól. Þar er boðið upp á félagsstarf fyrir börn og unglinga á aldrinum

  10-16 ára í frítíma þeirra. Lögð er áhersla á að ná til sem flestra og bjóða upp á fjölbreytt

  viðfangsefni.

- Íþrótta- og ævintýranámskeið.  Á sumrin er boðið upp á heilsdagsnámskeið fyrir 5-11 ára börn

  þar sem áhersla er lögð á hreyfingu, sköpun og útiveru.

Hæfniskröfur eru að umsækjendur séu með háskólapróf á sviði tómstunda- og félagsmálafræði,

uppeldismenntun eða sambærilega menntun. Reynsla af stjórnun er æskileg, en reynsla af starfi 

með börnum og/eða unglingum er skilyrði auk almennrar tölvukunnáttu. 

Í boði er áhugavert starf í barnvænu umhverfi, en Hveragerði er ört vaxandi sveitarfélag með um 2.700 íbúa. Hveragerði er aðeins í 30 mín. fjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu. Öll þjónusta í bæjarfélaginu er eins og best verður á kosið, leikskólar, grunn- og framhaldsskólar, sem og tónlistarskóli eru innan seilingar.  Íþrótta- og menningarlíf er í miklum blóma og umhverfi bæjarins gefur kost á fjölbreyttri útvivist í fallegu umhverfi. 

Umsóknarfrestur er til og með 1. september nk.  Gengið verður frá ráðningu fljótlega.

Guðný Harðardóttir hjá STRÁ ehf. veitir nánari upplýsingar um störfin í s: 588-3031 alla virka daga frá kl.11-13.  Vinsamlegast sendið umsóknir ásamt meðfylgjandi gögnum til stra@stra.is, sjá nánar www.stra.is .

Athygli er vakin á því að umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út með vísan til 3. tölul. 2. mgr. 2. gr. reglna um auglýsingar á lausum störfum nr. 464/1996, með síðari breytingum, sem settar eru með stoð í 2. mgr. 7. gr. laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningar hefur verið tekin.

Sjá nánar heimasíðu  www.hveragerdi.is 

05.09. - Viðtalsferli er hafið.

18.09. - Gengið hefur verið frá ráðningu.  Umsækjendum er þakkaður sýndur áhugi.

 

Við leitum að traustum og glaðlyndum sölumanni hjá rótgróinni kvenundirfataverslun í Reykjavík.  

Starfið felst í móttöku viðskiptavina, ráðgjöf við vöruval og frágangi sölu auk annarra tilfallandi verslunarstarfa.  Um er að ræða hlutastarf, skv. nánara samkomulagi, flesta daga vinnuvikunnar, en fullt starf á miðvikudögum.

Hæfniskröfur eru að umsækjendur hafi reynslu af verslunarstörfum og/eða þjónustustörfum. Áhersla er lögð á reglusemi, snyrtimennsku og þægilega framkomu.  Um er að ræða vandaðan kvenundirfatnað, sundfatnað og annað tilheyrandi.

Viðkomandi þyrftu að geta hafið störf sem fyrst. Til greina kemir að ráða t.d. háskólanema, sem vilja vinna að hluta til með námi.

Vinsamlega sendið umsóknir til lifstykkjabudin@lifstykkjabudin.is, unnið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál.

Vegna ófyrirsjáanlega aðstæðna urðum við að fella niður verkefni við milligöngu ráðningar viðskiptastjóra.  Umsækjendur eru beðnir velvirðingar.  

Við leitum að öflugum reynsluríkum aðila til að annast viðskiptastjórn hjá alþjóðlegu fjármálafyrirtæki. Viðkomandi þarf að vera sjálfstæður og agaður í vinnubrögðum, útsjónarsamur og vanur alþjóðlegum viðskiptum.

Viðskiptastjóri sér um viðhald sölu og öflun viðskiptatengsla á Norðurlandamarkaði félagsins, hann annast greiningarvinnu, skipuleggur sölu og markaðsóknir auk eftirfylgni, jafnframt áætlana- og samningagerð auk annarra fjölbreytilegra verkefna með hagsmuni félagins að markmiði. Starfinu fylgir viðskiptaferðalög. 

Fyrirtækið starfar m.a. á fjármálamarkaði og er með viðskipti í 30 löndum í fjórum heimsálfum.  Móðurfélagið er staðsett í Þýskalandi, en félagið er að auki með skrifstofu hérlendis.

Hæfniskröfur eru háskólamenntun á sviði fjármála/viðskipta og a.m.k. 5-7 ára reynsla á sviði fjármála- og hlutabréfamarkaða.  Framúrskarandi enskukunnátta í ræðu og riti er skilyrði auk kunnáttu í einu Norðurlandamáli fyrir utan íslensku.

Umsóknarfrestur er til og með 16. ágúst nk., ráðning verður skv. nánara samkomulagi.

Guðný Harðardóttir veitir frekari upplýsingar í síma 588 3031, en símaviðtalstími er frá kl. 11-13 alla virka daga meðan á umsóknarferlinu stendur.

Vinsamlega sendið umsóknir og meðfylgjandi gögn á ensku til stra@stra.is.  Þeir sem eiga umsóknir fyrirliggjandi hringi eða sendið rafpóst og tilkynnið þátttöku.  Umsóknir verða meðhöndlaðar sem trúnaðarmál.

 

Fyrirtækið er rótgróið og öflugt innflutnings- og framleiðslufyrirtæki í Reykjavík.

Við leitum að reynsluríkum bókara til að sjá um bókhald félagsins auk þess að annast almenn skrifstörf önnur s.s. innheimtu og utanumhald gagna, greiðslu reikninga, bankaferðir og annað tilfallandi. Unnið verður með DK viðskiptahugbúnað. Um hlutastarf er að ræða og vinnutími skv. nánara samkomulagi.

Hæfniskröfur eru að umsækjendur hafi marktæka reynslu af bókhaldsstörfum auk þess að vera vanir tölvunotendur.  Áhersla er lögð á töluglöggvun, nákvæmni og fagmennsku í vinnubrögðum, reglusemi og hæfni í mannlegum samskiptum. 

Umsóknarfrestur er til og með 30. ágúst nk.  Viðkomandi þyrfti að geta hafið störf sem fyrst.

Guðný Harðardóttir svarar fyrirspurnum, en viðtalstími er frá kl.11-13 alla virka daga meðan á umsóknarferli stendur.

Vinsamlega sendið umsóknir/starfsferilskrár til stra@stra.is.  Þeir sem eiga umsóknir fyrirliggjandi hringi eða sendi rafpóst og tilkynni þátttöku.

04.09. - Viðtalsferli er hafið.

10.09. - Gengið hefur verið frá ráðningu í stöðu bókara.  Umsækjendum er þakkaður sýndur áhugi.

 

Fleiri störf

Fréttir

Vinsamlega athugið að skrifstofa STRÁ ehf., verður lokuð frá og með 20. sept. nk. til og með 18. okt. nk. vegna síðbúinna sumarleyfa, en símaþjónustan verður virk alla virka daga frá kl. 9-15 meðan á lokun stendur.  Öllum skilaboðum verður svarað frá og með 18. október þegar hefðbundin starfsemi hefst að nýju.

Eignaumsjón er leiðandi fyrirtæki í þjónustu við húsfélög og rekstrarfélög húseigna og býður heildarlausnir í rekstri fjöleignarhúsa, bæði íbúðarhúsnæðis og atvinnuhúsnæðis. Félagið hefur umsjón með daglegum rekstri um 470 hús- og rekstrarfélaga. Áhersla okkar til framtíðar er að mæta vaxandi þörfum eigenda fasteigna með góðri þjónustu og skilvirkum lausnum sem byggja á gagnsæi upplýsinga og umhverfisvænum gildum.

Vegna aukinna umsvifa óska forráðamenn Eignaumsjónar hf., að ráða í ný störf hjá félaginu. Um er að ræða starf fyrir öflugan og fjölhæfan bókara, sem og stöðu fyrir sérfræðing í fjármálateymi félagsins.

 

Vinsamlega athugið að skrifstofa STRÁ ehf., verður lokuð frá 4. - 11. desember nk.

Símaþjónusta og móttaka skilaboða verður áfram þessa daga frá kl.09:00-15:00 virka daga, en skilaboðum verður svarað frá og með 11. des.

Vegna vetrarleyfa verður skrifstofa STRÁ lokuð frá 3. febrúar til 17. febrúar n.k  Þeir sem erindi eiga er velkomið að hringja í síma 588-3031 og leggja inn skilaboð, sem svarað verður frá og með 20. febrúar. 

Skrifstofa STRÁ ehf., verður lokuð frá 11.- 18. maí nk. vegna sumarleyfa, en símaþjónusta og móttaka umsókna til skráningar verður sem áður alla virka daga frá kl.9-15, vinsamlega skilið eftir nauðsynleg skilaboð og þeim verður svarað strax og kostur gefst.  

Vegna árshátíðarferðar til Dublinar verður skrifstofa STRÁ lokuð föstudaginn 24. apríl.  Skrifstofan verður opin frá og með mánudeginum 27. apríl eins og venjulega.  

Símaþjónusta verður eftir sem áður þennan dag og hægt er að koma skilaboðum til ráðgjafa þennan föstudag sem aðra virka daga.

Vinsamlega athugið að breyting hefur orðið á símaviðtalstíma hjá ráðgjafa, sem verður nú alla þriðju- og miðvikudaga milli kl.13-14.  Símaviðtalstími sem áður var mánudaga á sama tíma, færist nú yfir á þriðjudaga.  

Símaviðtalstími vegna auglýstra starfa er alla virka daga milli kl.13-15 meðan á umsóknarferli í viðkomandi störf stendur.

 

 

Við hefjum nýja árið með annríki og gerum ráð fyrir að það séu góð skilaboð fyrir atvinnuástand hérlendis.  Á vefnum má sjá þrjú ný störf auglýst, tvö á sviði millistjórnunar og eitt sérfræðistarf, auk annarra þeirra starfa sem borist hafa og ekki verða auglýst á vefnum. 

Aukin tæknivæðing fyrirtækisins er jafnframt að skila sér og mun sanna sig enn frekar á nýju ári.  Vegna tímabundins álags bendum við vinsamlega umsækjendum og öðrum hlutaðeigandi á að leggja inn skilaboð hjá símaþjónustu okkar, þ.e. nafn og símanúmer, og munum við hafa samband jafnskjótt og auðið verður. Öllum skilaboðum verður svarað, þökkum jafnframt sýnda þolinmæði.

Fleiri fréttir