Um STRÁ

Reynsla ráðgjafa hjá STRÁ Starfsráðningum ehf. á sviði starfsmanna- og ráðningarmála spanna nú yfir þrjá áratugi, en við höfum unnið fyrir mörg helstu og leiðandi fyrirtæki landsins.

Sími: 588 3031

Netfang: stra@stra.is

Lesa meira

Ný störf í boði

Fyrirtækið er rótgróið og traust framleiðslufyrirtæki á Kjalarnesi.

Starfið felst í alhliða skrifstofustörfum s.s. móttöku, símaþjónustu, afgreiðslu pantana, reikningagerð, skjalavörslu og öðrum tilfallandi daglegum störfum.

Hæfniskröfur eru að umsækjendur hafi haldbæra þekkingu og reynslu af skrifstofustörfum og séu vanir að nota alhliða tölvuforrit s.s. Word, Excel, Netið, tölvupóst. Kunnátta á bókhaldsforritið NAV er æskileg. Áhersla er lögð á reglusemi, nákvæmni í vinnubrögðum, jákvæðni  og lipurð í mannlegum samskiptum.

Um er að ræða áhugavert atvinnutækifæri fyrir t.d. þá sem búa í Mosfellsbæ eða nágrenni, vinnutími er frá kl. 08:00-16:00 eða 09:00-17:00 alla virka daga.

Umsóknarfrestur er til og með 2. júní nk. Gengið verður frá ráðningu fljótlega.  Vinsamlega sendið umsóknir/starfsferilskrár til stra@stra.is.  Þeir sem eiga umsóknir fyrirliggjandi hringi eða sendið rafpóst og tilkynnið þátttöku. Vinsamlega athugið að upplýsingar eru eingöngu veittar hjá STRÁ ehf.

Guðný Harðardóttir hjá STRÁ ehf., veitir frekari upplýsingar um starfið, en símaviðtalstími er frá kl.13-15 alla virka daga.

Sjá nánar heimasíðu  www.svinvirkar.is 

 

Umhverfisfulltrúi hjá blómstrandi bæ

Starfsvið:

*  Umsjón með nýframkvæmdum og viðhaldi á sviði grænna svæða og stjórnun umhverfismála 

*  Eftirlit með aðkeyptum verklegum framkvæmdum á umhverfissviði

*  Umsjón með endurnýtingu og endurvinnslu úrgangs og starfsemi gámasvæðis 

*  Gerð fjárhags-, verk- og framkvæmdaáætlana

*  Undirbúningur og umsjón með útboðum og mat á tilboðum

*  Yfirumsjón með rekstri og þróun starfsemi áhaldahúss

*  Umsjón með Vinnuskóla Hveragerðisbæjar   

Hæfniskröfur eru að umsækjendur séu með menntun sem hentar í starfið og/eða víðtæka 

reynslu og þekkingu á umhverfismálum.  Áhersla er lögð á ríka þjónustulund og vilja til verka,

skipulögð vinnubrögð og útsjónarsemi, frumkvæði og sjálfstæði í starfi auk samskiptahæfni og getu

til að vinna í samhentum hópi.  Æskilegt er að umsækjendur hafi reynslu af stjórnun og 

stjórnsýslu, auk leiðtogahæfni og styrks í mannlegum samskiptum.  Viðkomandi þurfa 

jafnframt að vera vel tölvulæsir.

Í boði er áhugavert starf í barnvænu umhverfi, en Hveragerði er ört vaxandi sveitarfélag með um 2.500 íbúa. Um er að ræða framúrskarandi góðar samgönguleiðir (aðeins 30 mín. akstur til Reykjavíkur), öll þjónusta í bæjarfélaginu er eins og best verður á kosið, leikskólar, grunn- og framhaldsskólar, sem og tónlistarskóli eru innan seilingar.  Íþrótta- og menningarlíf er í miklum blóma og umhverfi bæjarins gefur kost á fjölbreyttri útvivist í fallegu umhverfi. Launakjör vegna ofangreinds starfs verður skv. kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélaga.

Umsóknarfrestur er til og með  26. mars nk.  Gengið verður frá ráðningu fljótlega.

Guðný Harðardóttir hjá STRÁ ehf. veitir nánari upplýsingar um starfið í s: 588-3031 alla virka daga frá kl.13-15. Vinsamlegast sendið umsóknir ásamt meðfylgjandi gögnum til stra@stra.is,  sjá nánar www.stra.is .

Athygli er vakin á því að umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út með vísan til 3. tölul. 2. mgr. 2. gr. reglna um auglýsingar á lausum störfum nr. 464/1996, með síðari breytingum, sem settar eru með stoð í 2. mgr. 7. gr. laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningar hefur verið tekin.

Sjá nánar heimasíðu www.hveragerdi.is 

27.03. - Vinnsluferli er hafið.

06.04. - Viðtalsferli er hafið.

15.05. - Gengið hefur verið frá ráðningu umhverfisfulltrúa hjá Hveragerðisbæ.  Umsækjendum er þakkaður sýndur áhugi.

Eignaumsjón leitar að ábyrgðarfullum aðila til að sinna húsumsjón í fjöleignarhúsum fyrir samstarfsaðila Eignaumsjónar. 

Starfið felst í umhirðu og eftirliti með fjöleignarhúsum, bílageymslum, bílastæðum og lóðum þeirra auk þess eftirlit með búnaði og kerfum viðkomandi fasteigna. Eftirlitsmaður fasteigna mun jafnframt sinna minniháttar viðhaldi og viðgerðum á húseignum eftir þörfum. 

Hæfniskröfur er að umsækjendur hafi reynslu af húsumsjón, s.s. alhliða viðhaldi og smíðum. Kostur er ef iðn- eða tæknimenntun er fyrir hendi.  Áhersla er lögð á góða tölvukunnáttu, samskiptahæfni, reglusemi, dugnað, frumkvæði og fagmennsku í hvívetna.  Góð laun eru í boði fyrir réttan aðila.  Eignaumsjón leggur til bifreið í starfið.

Umsóknarfrestur er til og með 18. mars nk., en gengið verður frá ráðningu sem allra fyrst. 

Vinsamlega sendið umsóknir og viðeigandi gögn til stra@stra.is.  Þeir sem eiga umsóknir fyrirliggjandi hringi eða sendi rafpóst og tilkynni þátttöku.

Eignaumsjón er leiðandi fyrirtæki í þjónustu við húsfélög og rekstrarfélög húseigna og býður heildarlausnir í rekstri fjöleignarhúsa bæði íbúðarhúsnæðis og atvinnuhúsnæðis. Félagið hefur umsjón með daglegum rekstri fjölmargra hús- og rekstrarfélaga og kemur faglega að lausn ótal mála sem koma upp í fjölbýlum og fjöleignarhúsum. Markmið félagsins er að gera rekstur húsfélaga markvissari og ódýrari, auðvelda störf stjórna og spara tíma þeirra sem að húsfélaginu standa. Sjá nánar á vef www.eignaumsjon.is.

22. 03. - Vinnsluferli er hafið.

27.03. - Viðtalsferli er hafið.

02.05. - Gengið hefur verið frá ráðningu eftirlitsmanns fasteigna hjá Eignaumsjón.  Umsækjendum er þakkaður sýndur áhugi.

 

Við leitum að áhugasömum og duglegum sölufulltrúa til starfa í söludeild vélhjóla hjá rótgrónu og leiðandi umboðsfyrirtæki í Reykjavík.

Sölufulltrúi annast móttöku viðskiptavina, ráðgjöf við val vélhjóla og fylgibúnaðar, frágang sölu og önnur dagleg störf í söludeild.

Hæfniskröfur eru að umsækjendur séu áhugasamir fyrir vélhjólum og tækni, en kostur er marktæk reynsla af vélhjólaakstri.  Viðkomandi þurfa að vera vanir tölvunotendur, framúrskarandi góðir í mannlegum samskiptum og þjónustuliprir.  Áhersla er lögð á skipuleg vinnubrögð, söluhæfileika, reglusemi og áreiðanleika í hvívetna.

Umsóknarfrestur er til og með 17. febrúar nk. Gengið verður frá ráðningu fljótlega. 

Vinsamlega sendið umsóknir til stra@stra.is .  Þeir sem eiga umsóknir fyrirliggjandi, sendið rafpóst með tilkynningu um þátttöku. 

23.02. - Viðtalsferli er hafið.

08.03. - Gengið hefur verið frá ráðningu sölufulltrúa, umsækjendum er þakkaður sýndur áhugi.

Við leitum að skapandi og metnaðarfullum einstaklingi, sem er tilbúinn að takast á við margvísleg áhugaverð og spennandi verkefni á sviði upplýsingatækni.  

Starfið felst m.a. í umsjón með tæknimálum á fjölbreyttum starfsvettvangi, s.s. gerð verkferla og leiðbeininga um notkun viðeigandi kerfa auk gagnameðhöndlunar, kerfisstjórnunar, notendaaðstoðar og annarra tilfallandi daglegra verkefna.  

Hæfniskröfur eru að umsækjendur hafi marktæka reynslu eða þekkingu á sviði gagnameðhöndlunar og kerfisstjórnunar.  Þekking á Microsoft Office er nauðsynleg og tölvunarfræðimenntun kostur, sem og þekking á Javascript og SQL gagnagrunni.  Reynsla og innsýn í skýrslugerð og gerð verkferla er jafnframt áhugaverður kostur.  

Um er að ræða nýtt starf hjá traustu og rótgrónu þjónustufyrirtæki, en starfsmaðurinn mun taka þátt í að móta starfið í félagi við næstu yfirmenn.  Í boði er spennandi starf í metnaðarfullu starfsumhverfi þar sem starfsandinn er góður og starfsaðstaða til fyrirmyndar.  

Umsóknarfrestur er til og með 9. janúar nk.  Gengið verður frá ráðningu skv.  nánara samkomulagi.  Vinsamlega sendið umsóknir /starfsferilskrár  til stra@stra.is.  Þeir sem eiga umsóknir fyrirliggjandi hringi eða sendi rafpóst og tilkynni þátttöku.  Unnið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál.  

Guðný Harðardóttir hjá STRÁ ehf.  veitir frekari upplýsingar um starfið í síma 588 3031, en símatími er frá kl.13-15 alla virka daga meðan á umsóknarferlinu stendur.

 19.01. - Viðtalsferli er hafið.

Gengið hefur verið frá ráðningu, umsækjendum er þakkaður sýndur áhugi.

Hveragerðisbær auglýsir laust til umsóknar starf leikskólastjóra hjá leikskólanum Undralandi í Hveragerði, sem er þriggja deilda leikskóli og þar eru að jafnaði um 55-60 börn á aldrinum 18 mánaða - 6 ára. Á haustmánuðum 2017 mun leikskólinn flytja í nýtt húsnæði og verða 6 deilda leikskóli. Í framhaldi af því mun Hveragerðisbær geta boðið börnum frá 12 mánaða aldri leikskólavistun. Nýr leikskólastjóri þarf að stýra flutningum og marka starfið á nýjum stað í góðu samstarfi við samstarfsmenn sína, en hafinn er undirbúningur að innleiðingu námsleiðarinnar "Leikur að læra", sjá nánar www.leikuradlaera.is og www.undraland.hveragerdi.is 

Starfsvið:

*Leikskólastjóri stýrir og ber ábyrgð á daglegri starfsemi og rekstri skólans og veitir skólanum faglega forstöðu á sviði kennslu og þróunar.  Vakin er athygli á að um tímabundna ráðningu er að ræða, vegna veikinda, til 1. maí 2018.

Hæfniskröfur eru að umsækjendur hafi leikskólakennaramenntun, en framhaldsnám sem nýtist í starfi er jafnframt æskilegt.  Framúrskarandi færni í mannlegum samskiptum er skilyrði auk skipulagshæfni, frumkvæðis, sjálfstæðis og fagmennsku í vinnubrögðum.  Áhersla er lögð á áhuga og metnað til árangurs í starfi.  Reynsla af stjórnun leikskóla er æskileg. 

Í boði er áhugavert starf í barnvænu umhverfi, en Hveragerði er ört vaxandi sveitarfélag með um 2.500 íbúa. Um er að ræða framúrskarandi góðar samgönguleiðir (aðeins 30 mín. akstur til Reykjavíkur), öll þjónusta í bæjarfélaginu er eins og best verður á kosið, leikskólar, grunn- og framhaldsskólar, sem og tónlistarskóli eru innan seilingar.  Íþrótta- og menningarlíf er í miklum blóma og umhverfi bæjarins gefur kost á fjölbreyttri útvivist í fallegu umhverfi. 

Umsóknarfrestur er til og með 19. desember nk.  Gengið verður frá ráðningu fljótlega. Launakjör vegna ofangreinds starfs verður skv. kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélaga.

Guðný Harðardóttir hjá STRÁ ehf. veitir nánari upplýsingar um störfin í s: 588-3031 alla virka daga frá kl.13-15. Vinsamlegast sendið umsóknir ásamt meðfylgjandi gögnum til stra@stra.is,  sjá nánar www.stra.is .

Athygli er vakin á því að umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út með vísan til 3. tölul. 2. mgr. 2. gr. reglna um auglýsingar á lausum störfum nr. 464/1996, með síðari breytingum, sem settar eru með stoð í 2. mgr. 7. gr. laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningar hefur verið tekin.

Sjá nánar heimasíðu  www.hveragerdi.is 

20.12. - Vinnsluferli er hafið.

05.01. - Viðtalsferli er hafið.

17.01. Gengið hefur verið frá ráðningu, umsækjendum er þakkaður sýndur áhugi.

 

 

Starfsvið:

* Bygginga- og mannvirkjafulltrúi hefur umsjón með framkvæmd byggingamála og eftirlit 

  með mannvirkjagerð, sem fellur undir 1. og 2. mgr. 9. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010.  

*  Mælingar, úttektir, skráning fasteigna, yfirferð uppdrátta og afgreiðsla umsókna. 

*  Umsjón með fasteignum Hveragerðisbæjar.  Ástandsskoðun, tillögur að viðhaldi ásamt umsjón

   og framkvæmd þess. 

*  Samstarf við ýmsa aðila á sviði byggingamála, yfirstjórn bæjarins og forstöðumenn stofnana. 

Hæfniskröfur eru að umsækjendur séu með menntun í samræmi við 25. gr. mannvirkjalaga 

nr. 160/2010 þ.e. hafi löggildingu sem hönnuðir.  Byggingafræðingar, tæknifræðingar eða 

verkfræðingar koma sterklega til greina.  Leitað er að vel menntuðum og duglegum einstaklingi

með framúrskarandi samskiptahæfni.  Kostur er ef viðkomandi hefur að auki iðnmenntun

sem bakgrunn, en þekking og reynsla af byggingamálum og opinberri stjórnsýslu er mikilvæg.

Í boði eru áhugavert starf í barnvænu umhverfi, en Hveragerði er ört vaxandi sveitarfélag með um 2.500 íbúa. Um er að ræða framúrskarandi góðar samgönguleiðir (aðeins 30 mín. akstur til Reykjavíkur), öll þjónusta í bæjarfélaginu er eins og best verður á kosið, leikskólar, grunn- og framhaldsskólar, sem og tónlistarskóli eru innan seilingar.  Íþrótta- og menningarlíf er í miklum blóma og umhverfi bæjarins gefur kost á fjölbreyttri útvivist í fallegu umhverfi. 

Umsóknarfrestur er til og með 19. desember nk.  Gengið verður frá ráðningu fljótlega. Launakjör vegna ofangreinds starfs verður skv. kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélaga.

Guðný Harðardóttir hjá STRÁ ehf. veitir nánari upplýsingar um störfin í s: 588-3031 alla virka daga frá kl.13-15.  Vinsamlegast sendið umsóknir ásamt meðfylgjandi gögnum til stra@stra.is,  sjá nánar www.stra.is .

Athygli er vakin á því að umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út með vísan til 3. tölul. 2. mgr. 2. gr. reglna um auglýsingar á lausum störfum nr. 464/1996, með síðari breytingum, sem settar eru með stoð í 2. mgr. 7. gr. laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningar hefur verið tekin.

20.12. - Vinnsluferli er hafið.

28.12. - Viðtalsferli er hafið.

Gengið hefur verið frá ráðningu, umsækjendum er þakkaður sýndur áhugi.

Fyrirtækið er vel þekkt og ört vaxandi framleiðslufyrirtæki, staðsett á Reykjanesi. 

Lagerstjóri tekur þátt í að setja upp lager og móttökuferli ásamt því að vera þátttakandi í tölvuvæðingu lagerhalds. Hann hefur umsjón með lagerhúsi, vörumóttöku og skráningu á vörum inn og út af lager félagsins auk annarra tilfallandi daglegra starfa.

Hæfniskröfur eru að umsækjendur hafi marktæka reynslu af sambærilegum störfum og þekkingu á vinnuferlum lagerhalds auk reynslu af notkun Navision hugbúnaðar.  Áhersla er lögð á framúrskarandi þjónustulund, góða samskiptahæfni, góða almenna menntun auk góðrar íslensku- og enskukunnáttu.  Kostur er ef viðkomandi eru með vinnuvélaréttindi.

Í boði er spennandi starf hjá afar traustu og áhugaverðu fyrirtæki.  Um nýtt starf er að ræða og mun lagerstjóri taka þátt í að móta starfið með sínum yfirmanni. 

Umsóknarfrestur er til og með 30. nóvember nk., en gengiðverður frá ráðningu fljótlega.

Guðný Harðardóttir veitir nánari upplýsingar um starfið í síma: 588 3031, en símaviðtalstími er frá kl.13-15 alla virka daga meðan á umsóknarferlinu stendur. Vinsamlega sendið umsóknir/starfsferilskrár til stra@stra.is .  Þeir sem eiga umsóknir fyrirliggjandi hringi eða sendi rafpóst og tilkynni þátttöku.

 

Fleiri störf

Fréttir

Vegna vetrarleyfa verður skrifstofa STRÁ lokuð frá 3. febrúar til 17. febrúar n.k  Þeir sem erindi eiga er velkomið að hringja í síma 588-3031 og leggja inn skilaboð, sem svarað verður frá og með 20. febrúar. 

Skrifstofa STRÁ ehf., verður lokuð frá 11.- 18. maí nk. vegna sumarleyfa, en símaþjónusta og móttaka umsókna til skráningar verður sem áður alla virka daga frá kl.9-15, vinsamlega skilið eftir nauðsynleg skilaboð og þeim verður svarað strax og kostur gefst.  

Vegna árshátíðarferðar til Dublinar verður skrifstofa STRÁ lokuð föstudaginn 24. apríl.  Skrifstofan verður opin frá og með mánudeginum 27. apríl eins og venjulega.  

Símaþjónusta verður eftir sem áður þennan dag og hægt er að koma skilaboðum til ráðgjafa þennan föstudag sem aðra virka daga.

Vinsamlega athugið að breyting hefur orðið á símaviðtalstíma hjá ráðgjafa, sem verður nú alla þriðju- og miðvikudaga milli kl.13-14.  Símaviðtalstími sem áður var mánudaga á sama tíma, færist nú yfir á þriðjudaga.  

Símaviðtalstími vegna auglýstra starfa er alla virka daga milli kl.13-15 meðan á umsóknarferli í viðkomandi störf stendur.

 

 

Við hefjum nýja árið með annríki og gerum ráð fyrir að það séu góð skilaboð fyrir atvinnuástand hérlendis.  Á vefnum má sjá þrjú ný störf auglýst, tvö á sviði millistjórnunar og eitt sérfræðistarf, auk annarra þeirra starfa sem borist hafa og ekki verða auglýst á vefnum. 

Aukin tæknivæðing fyrirtækisins er jafnframt að skila sér og mun sanna sig enn frekar á nýju ári.  Vegna tímabundins álags bendum við vinsamlega umsækjendum og öðrum hlutaðeigandi á að leggja inn skilaboð hjá símaþjónustu okkar, þ.e. nafn og símanúmer, og munum við hafa samband jafnskjótt og auðið verður. Öllum skilaboðum verður svarað, þökkum jafnframt sýnda þolinmæði.

Beðist er velvirðingar á að útvistaður netþjónn STRÁ ehf. hefur verið í uppfærslu hjá þjónustuaðilum í dag og því hefur rafpóstur hingað ekki borist með eðlilegum hætti.  Unnið er að betur um bótum sökum þessa.  Umsækjendum er velkomið að hringja í 588 3031 og leggja inn skilaboð, sem svarað verður strax og auðið er.

Í lok júlí þessa árs birtust þrjár tölur um vinnumarkaðinn á Íslandi. Hagstofan og Vinnumálastofnun birtu atvinnuleysistölur og Hagstofan birti einnig launavísitölu júnímánaðar.

Í Hagsjá Landsbankans kemur fam að tölurnar sýna allar að vinnumarkaðurinn er á réttri leið, atvinnuleysi lækkar og laun hækka. Á sama tíma er verðbólgan lág og því hefur kaupmáttur launa aukist.

Atvinnuleysi á mælikvarða Hagstofunnar (úrtakskönnun) var 4,6% í júní samanborið við 7,1% í maí, mikil sveifla er í tölum Hagstofunnar og því betra að skoða lengri tímabil og meðaltöl. Í júní 2013 mældist atvinnuleysið 6,4%, það hefur því lækkað um 1,8 prósentustig milli ára.

Samkvæmt tölum VMST var atvinnuleysið 3,2% í júní og lækkaði um 0,4% frá mánuðinum á undan. Í júní 2013 var atvinnuleysið 3,9% og hefur það því lækkað um 0,7 prósentur milli ára. Sé horft á 12 mánaða meðaltal er atvinnuleysið einni prósentu lægra á þann mælikvarða en það var fyrir ári síðan.

Launavísitalan hækkaði um 0,5% milli mánaða í júní. Launavísitalan hefur því hækkað um 4,1% á þessu ári og um 5,4% frá sama mánuði árið áður.

Verðbólgan hefur verið lág að undanförnu, það veldur því að launahækkanir skila sér frekar í auknum kaupmætti. Kaupmáttur launa hefur aukist um 3,1% á árinu 2014, sem verður að teljast nokkuð mikil hækkun. Kaupmáttur launa er nú á svipuðum stað og hann var undir lok árs 2006.

 

Skv. Visi.is í júlí 2014, birt góðfúslega á vef Starfsráðninga ehf.

Ný heimasíða STRÁ Starfsráðninga ehf. hefur litið dagsins ljós.  Markmið þessa er að auðvelda umsækjendum og viðskiptavinum aðgengi að upplýsingum og glöggva sig betur á starfsemi félagsins og þeim störfum sem auglýst eru.  

Jafnframt bendum við á að flest þau störf sem inn á okkar borð koma eru leyst með leit í öflugum gagnabanka félagsins. Þannig spörum við vinnuveitendum tíma, fé og fyrirhöfn auk þess að veita þeim umsækjendum sem eru á skrá betri þjónustu varðandi vinnslu og utanumhald þeirra gagna. 

Við minnum einnig á að símaviðtalstímar hjá ráðgjafa eru alla mánu- og miðvikudaga milli kl.13-14.

Fleiri fréttir