Um STRÁ

Reynsla ráðgjafa hjá STRÁ Starfsráðningum ehf. á sviði starfsmanna- og ráðningarmála spanna nú yfir þrjá áratugi, en við höfum unnið fyrir mörg helstu og leiðandi fyrirtæki landsins.

Sími: 588 3031

Netfang: stra@stra.is

Lesa meira

Ný störf í boði

MULTIVAC ehf. er dótturfélag  MULTIVAC  sem er alþjóðlegt, leiðandi  framleiðslufyrirtæki staðsett í Þýskalandi með dótturfélög víðsvegar í heiminum.  

Óskum eftir að ráða sérfræðing og stuðningsaðila við sölu og þjónustu hjá MULTIVAC á Íslandi auk þess mun starfsmaðurinn sinna öðrum þeim daglegu störfum er falla til hverju sinni.

Hæfniskröfur eru að umsækjendur séu tæknimenntaðir s.s. rafvirkjar, vélfræðingar eða með sambærilega menntun.  Viðkomandi þurfa að vera vanir tölvunotendur og með góða enskukunnáttu. Áhersla er lögð á marktæka tækniþekkingu, áhugasemi, frumkvæði, sjálfstæð og fagleg vinnubrögð. 

Í boði er spennandi starf hjá áhugaverðu og traustu fyrirtæki, sem er með starfsemi á Íslandi og á alþjóðamarkaði.

Umsóknarfrestur er til og með 14. desember nk.  Ráðning verður samkvæmt nánara samkomulagi. 

VINSAMLEGA ATHUGIÐ AÐ FYRIRSPURNUM VERÐUR EINGÖNGU SVARAÐ HJÁ STRÁ ehf. 

Guðný Harðardóttir hjá STRÁ ehf. veitir nánari upplýsingar í síma 588-3031, en símaviðtalstími er alla virka daga frá kl.13-15 meðan á umsóknarferli stendur.  Vinsamlega sendið umsóknir og meðfylgjandi gögn til stra@stra.is.  Þeir sem eiga umsóknir fyrirliggjandi hringi eða sendi rafpóst og tilkynni þátttöku.

Sveitarfélagið Hornafjörður auglýsir laus til umsóknar störf byggingarfulltrúa og sérfræðings á sviði skipulags- og tæknimála

Hornafjörður er blómstrandi 2200 manna samfélag sem byggir á sjávarútvegi og ferðaþjónustu. Öflugt menningar- og félagslíf er í sveitarfélaginu og fjölbreytt íþróttastarf fyrir börn og ungmenni. Öll almenn þjónusta er til staðar og má þar nefna m.a. tónskóla, líkamsrækt, knatthús, sundlaug og heilbrigðisstofnun.  Samgöngur til Hafnar eru greiðar, beint flug og strætó

Byggingarfulltrúi ber ábyrgð á byggingarmálum og hefur eftirlit með mannvirkjagerð sem fellur undir 1. og 2.    mgr. 9. gr. laga um mannvirki nr.160/2010.  Byggingarfulltrúi skal hafa löggildingu sem hönnuður skv. 25.gr. laga um mannvirki.

Helstu verkefni byggingarfulltrúa eru að annast móttöku og afgreiðslu byggingarleyfisumsókna vegna byggingarleyfisskyldra framkvæmda, stöðuleyfa og fyrirspurna auk útgáfu byggingarleyfa að skilyrðum uppfylltum. Byggingarfulltrúi annast að auki eftirlit með byggingarframkvæmdum og frágangi þeirra, sem og umhverfi lóða til samræmis við samþykkt gögn, skilmála, byggingarreglugerð og lög sem því tengjast. Hann vinnur að stefnumótun innan sviðsins, situr fundi skipulagsnefndar undir fundargerðum byggingarfulltrúa auk annarra þeirra faglegu starfa er falla til hverju sinni.

Hæfniskröfur til starfsins eru að umsækjendur hafi háskólamenntun á sviði byggingarmála, löggildingu í mannvirkjahönnun og haldgóða þekkingu á sviði byggingar- og umhverfismála, reynsla á umræddu sviði er jafnframt æskileg.  Áhersla er lögð á lipurð í mannlegum samskiptum, fagmennsku, frumkvæði og metnað til árangurs í starfi.

Sérfræðingur á sviði skipulags- og tæknimála annast fjölbreytt störf á sviðinu, hann hefur m.a. yfirumsjón með tölvumálum sveitarfélagsins, annast greiningarvinnu ýmiskonar, áætlanagerð auk annarra sérhæfðra verkefna skv. beiðni skipulagsstjóra hverju sinni.

Hæfniskröfur eru að umsækjendur hafi háskólamenntun, sem nýtist í starfið. Reynsla af störfum innan stjórnsýslunnar er æskileg, auk góðrar íslensku- og enskukunnáttu í ræðu og riti.  Áhersla er lögð á marktæka þekkingu og reynslu á sviði upplýsingatækni/tölvumála.

Í boði eru áhugaverð framtíðarstörf í barnvænu umhverfi þar sem öll nútíma þægindi eru til staðar, næg atvinnutækifæri, gott tómstundar- og félagslíf í friðsælu og framsæknu bæjarfélagi.  Laun verða í samræmi við kjarasamning launanefndar sveitarfélags og viðeigandi stéttarfélaga. Sjá einnig á heimasíðu www.hornafjordur.is.

Umsóknarfrestur er til og með  20. nóvember nk.  Gengið verður frá ráðningum fljótlega.

Guðný Harðardóttir hjá STRÁ ehf. veitir nánari upplýsingar um starfið í síma: 588-3031 alla virka daga frá kl.13-15.  Vinsamlegast sendið umsóknir ásamt meðfylgjandi gögnum til stra@stra.is,  sjá nánar www.stra.is

Athygli er vakin á því að umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út með vísan til 3. tölul. 2. mgr. 2. gr. reglna um auglýsingar á lausum störfum nr. 464/1996, með síðari breytingum, sem settar eru með stoð í 2. mgr. 7. gr. laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningar hefur verið tekin.

30.11. - Viðtalsferli er hafið. 

 

Rótgróin og traust félagasamtök staðsett miðsvæðis í Reykjavík, óska eftir að ráða reynsluríkan skrifstofumann í hlutastarf

Starfið felst í alhliða skrifstofustörfum s.s. umsjón með félagatali og upplýsingagjöf til félagsmanna, bréfaskriftum á íslensku og ensku, aðstoð við bókhald, vistun skjala í möppum og í tölvu, fjölbreyttri skráningarvinnu og öðrum tilfallandi skrifstofustörfum

Hæfniskröfur eru að umsækjendur hafi menntun sem hentar í starfið og marktæka reynslu af sambærilegum störfum. Æskilegt er að viðkomandi hafi skilning á sviði kjaramála og sé vel tölvulæs. Góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti er nauðsynleg. Menntun á sviði lögfræði eða viðskipta er áhugaverður kostur. Áhersla er lögð á frumkvæði og metnað til árangurs í starfi, töluglöggvun, sjálfstæði, nákvæmni og fagmennsku í vinnubrögðum auk reglusemi og lipurðar í mannlegum samskiptum.

Í boði er nýtt starf hjá traustu félagi, í björtu og þægilegu starfsumhverfi. Um er að ræða hlutastarf hálfan daginn til að byrja með, sem síðar verður jafnvel heilsdagsstarf.

Umsóknarfrestur er til og með 14. nóvember nk., en gengið verður frá ráðningu fljótlega. Vinsamlega sendið umsóknir/starfsferilskrár og meðfylgjandi gögn til stra@stra.is.

Guðný Harðardóttir veitir nánari upplýsingar um starfið í síma 588 3031, en símaviðtalstími er frá kl.13-15 alla virka daga meðan á umsóknarferlinu stendur. Þeir sem eiga umsóknir fyrirliggjandi hringi eða sendi rafpóst og tilkynni þátttöku. 

28.11. - Viðtalsferli er hafið.

Óskum eftir að ráða sérfræðing á fjármálasviði fyrir Eignaumsjón hf.

Helstu verkefni eru:

* Stýring fjármuna viðskiptavina Eignaumsjónar í samvinnu við fjármálastjóra

* Stýring greiðslu reikninga fyrir viðskiptavini Eignaumsjónar

* Samskipti við viðskiptavini Eignaumsjónar varðandi reikninga, innheimtu og áætlanir

* Vinna við gerð rekstraráætlana viðskiptavina Eignaumsjónar

* Samskipti við þjónustuaðila fh. viðskiptavina Eignaumsjónar

* Sækja um endurgreiðslur á VSK fyrir viðskiptavini Eignaumsjónar

* Samskipti við fjármálastofnanir fh. viðskiptavina Eignaumsjónar í samvinnu við fjármálastjóra

* Önnur fjölbreytt dagleg störf

Hæfniskröfur eru að umsækjendur séu menntaðir á sviði fjármála-/viðskiptafræði eða með sambærilega menntun. Marktæk starfsreynsla af sambærilegu er skilyrði. Áhersla er lögð á áhugasemi, fagmennsku og nákvæm vinnubrögð, frumkvæði og fylgni til framkvæmda auk lipurðar í mannlegum samskiptum. Viðkomandi þurfa að geta unnið sjálfstætt sem og í hópi.

Umsóknarfrestur er til og með 10. september nk., gengið verður frá ráðningu sem fyrst. Um framtíðarstarf er að ræða.

Guðný Harðardóttir hjá STRÁ ehf., veitir frekari upplýsingar um starfið í síma:588 3031, en símaviðtalstími er frá kl.13-15 alla virka daga meðan á umsóknarferlinu stendur. Vinsamlega sendið umsóknir og meðfylgjandi gögn til stra@stra.is. Þeir sem eiga umsóknir fyrirliggjandi hringi eða sendi rafpóst og tilkynni þátttöku.

Eignaumsjón hf. er leiðandi fyrirtæki í þjónustu við húsfélög og rekstrarfélög húseigna, og býður heildarlausnir í rekstri fjöleignarhúsa bæði íbúðarhúsnæðis og atvinnuhúsnæðis. Félagið hefur umsjón með daglegum rekstri fjölmargra hús- og rekstrarfélaga og kemur faglega að lausn ótal mála sem koma upp í fjölbýlum og fjöleignarhúsum. Markmið félagsins er að gera rekstur húsfélaga markvissari og ódýrari, auðvelda störf stjórna og spara tíma þeirra sem að húsfélaginu standa.

Eignaumsjón hf. vinnur dyggilega fyrir fasteignaeigendur með faglegum vinnubrögðum og ákvarðanatökum. Gegnsæi í öllum rekstri og aðgengilegar upplýsingar um rekstur og ákvarðanir auka skilvirkni og bætir samskipti fasteignaeigenda.

20.09. - Viðtalsferli er hafið.

27.09. - Gengið hefur verið frá ráðningu sérfræðings hjá Eignaumsjón.  Umsækjendum er þakkaður sýndur áhugi.

Fyrirtækið starfar á sviði orkurannsókna og er staðsett í Reykjavík.

Starfið felst í færslu fjárhagsbókhalds, móttöku og skráningu reikninga auk vinnu við afstemmingar.  Bókarinn sinnir jafnframt eftir atvikum fjárhagsgreiningum og öðrum fjölbreyttum skrifstofustörfum.

Hæfniskröfur eru að umsækjendur hafi menntun sem hentar í starfið og marktæka þekkingu og reynslu af bókhaldsstörfum. Góð almenn tölvukunnátta og færni í notkun Excel er nauðsynleg, en þekking á NAV-bókhaldskerfi er kostur.  Áhersla er lögð á sjálfstæði og nákvæmni í vinnubrögðum, skipulagshæfni, fagmennsku og lipurð í mannlegum samskiptum.

Umsóknarfrestur er til og með 10. september nk., en gengið verður frá ráðningu fljótlega.

Guðný Harðardóttir veitir frekari upplýsingar í síma 588 3031, en símaviðtalstími er frá kl.13-15 alla virka daga meðan á umsóknarferlinu stendur.

Vinsamlega sendið umsóknir/ferilskrár til stra@stra.is.  Þeir sem eiga umsóknir fyrirliggjandi hringi eða sendi rafpóst og tilkynni þátttöku.

Við ráðningar í störf er tekið mið af gildandi jafnréttisáætlun. Laun verða greidd samkvæmt samningum fjármála- og efnahagsráðuneytisins og viðkomandi stéttarfélags.

 20.09. - Viðtalsferli er hafið.

Fyrirtækið er traust og rótgróið þjónustufyrirtæki, leiðandi á sínu sviði hérlendis og staðsett í Reykjavík.

Fjármálastjóri hefur umsjón með og er ábyrgur fyrir fjármálum félagsins auk þess að hafa yfirumsjón með allri starfsemi fjármálsviðs og stýringu starfsmanna þess. Hann er virkur þátttakandi í stjórnendateymi með það að markmiði að samhæfa alla fjárhags- og rekstrarlega starfsemi þess.

Hæfniskröfur eru að umsækjendur hafi háskólamenntun á sviði viðskipta og/eða reksturs og með marktæka reynslu af sambærilegum störfum.  Áhersla er lögð á góða reynslu á sviði reikningshalds, uppgjöra, áætlanagerðar og greiningarvinnu auk reynslu og þekkingar á helstu bókhaldskerfum.

Við leitum að metnaðarfullum aðila, með brennandi áhuga á að vinna í síbreytilegu og ört vaxandi starfsumhverfi, þar sem ríkir góður starfsandi og vilji er til góðra verka.  Áhersla er lögð á styrk í mannlegum samskiptum, fagleg vinnubrögð, fylgni til framkvæmda og framúrskarandi góða stjórnunarhæfileika.

Umsóknarfrestur er til og með 31. ágúst nk., en gengið verður frá ráðningu fljótlega.

Guðný Harðardóttir veitir frekari upplýsingar um starfið í síma 588 3031, en símaviðtalstími er frá kl.13-15 allar virka daga meðan á umsóknarferlinu stendur. Velkomið er jafnframt að leggja inn skilaboð, sem svarað verður strax og kostur gefst.

Vinsamlega sendið umsóknir/ferilskrár til stra@stra.is. Þeir sem eiga umsóknir fyrirliggjandi hringi eða sendi rafpóst og tilkynni þátttöku. Unnið verðum með allar umsóknir sem trúnaðarmál.

05.09. - Gengið hefur verið frá ráðningu í ofangreinda stöðu fjármálastjóra.  Umsækjendum er þakkaður sýndur áhugi.

 

Hefur þú áhuga á að vinna í áhugaverðu starfsumhverfi og taka þátt í framleiðslu einstakrar vörutegundar
á framandi stað þar sem náttúran ríkir, en stutt er í alla helstu nútímaþjónustu ?

Við leitum að vélaverkfræðingi eða véltæknifræðingi til starfa hjá fyrirtæki sem framleiðir næringarefni, sem byggist á hráefni úr sjó. Félagið er hluti af alþjóðlegum hópi og er með starfsemi m.a. á Íslandi.

Framleiðslustjóri ber ábyrgð á uppsetningu á nýjum framleiðslutækjum og viðhaldi á núverandi tækjabúnaði.  Hann hefur eftirlit með framleiðslu, gæðum og kostnaðaraðhaldi, auk þess að huga að úrbótum við framleiðslu vörunnar, hann tekur þátt í að meta ný framleiðslutækifæri auk annarra áhugaverðra verkefna er falla til hverju sinni.

Hæfniskröfur  eru að umsækjendur hafi vélaverkfræði- eða véltæknifræðimenntun, með 5-7 ára faglega reynslu auk a.m.k. 3 ára reynslu af stjórnun. Reynsla og þekking á PLS er æskileg, en þekking á varmaþurrkunar-aðferðum er kostur.  Áhersla er lögð á fagmennsku í vinnubrögðum, frumkvæði og fylgni til framkvæmda. 

Í boði er áhugavert atvinnutækifæri og góðir framtíðarmöguleika fyrir réttan aðila.  Fyrirtækið mun aðstoða við flutning ef þörf krefur.

Guðný Harðardóttir hjá STRÁ ehf. og Trond Larsen hjá Talent Gallery veita nánari upplýsingar í síma 588 3031 hjá Guðnýju og í síma 00 9130 2220 hjá Trond.  Umsóknir/ferilskrár skulu vera á ensku og sendist til stra@stra.is og  tl@talent-gallery.no  

28.09. - Viðtalsferli er hafið.

 

Fyrirtækið er rótgróin og traust lögfræðistofa, staðsett í austurhluta borgarinnar.

Ritari sinnir fjölbreytilegum skrifstofustörfum, s.s. símasvörun, utanumhaldi reikninga, tölvuskráningu og skjalavinnslu auk annarra þeirra  starfa, sem falla til hverju sinni. Um er að ræða áhugavert framtíðarstarf allan daginn. 

Hæfniskröfur eru að umsækjendur hafi marktæka reynslu af sambærilegum störfum, séu vanir tölvunotendur, en reynsla af störfum hjá lögfræðistofum er sérlega áhugaverð.  Áhersla er lögð á reglusemi, snyrtimennsku og nákvæmni í vinnubrögðum, þjónustulund, frumkvæði og viljan til að vaxa og gera vel í starfi.

Umsóknarfrestur er til og með 10. ágúst nk., gengið verður frá ráðningu fljótlega.

Guðný Harðardóttir veitir nánari upplýsingar í síma 588 3031, en símaviðtalstími er frá kl.13-15 alla virka daga meðan á umsóknarferlinu stendur.  Vinsamlega sendið umsóknir til stra@stra.is.  Þeir sem eiga umsóknir fyrirliggjandi í gagnabanka STRÁ ehf., hringi eða sendi rafpóst og tilkynni þátttöku.

11.08. - Vinnsluferli er hafið.

21.08. - Gengið hefur verið frá ráðningu.  Umsækjendum er þakkaður sýndur áhugi.

Fleiri störf

Fréttir

Vinsamlega athugið að skrifstofa STRÁ ehf., verður lokuð frá 4. - 11. desember nk.

Símaþjónusta og móttaka skilaboða verður áfram þessa daga frá kl.09:00-15:00 virka daga, en skilaboðum verður svarað frá og með 11. des.

Vegna vetrarleyfa verður skrifstofa STRÁ lokuð frá 3. febrúar til 17. febrúar n.k  Þeir sem erindi eiga er velkomið að hringja í síma 588-3031 og leggja inn skilaboð, sem svarað verður frá og með 20. febrúar. 

Skrifstofa STRÁ ehf., verður lokuð frá 11.- 18. maí nk. vegna sumarleyfa, en símaþjónusta og móttaka umsókna til skráningar verður sem áður alla virka daga frá kl.9-15, vinsamlega skilið eftir nauðsynleg skilaboð og þeim verður svarað strax og kostur gefst.  

Vegna árshátíðarferðar til Dublinar verður skrifstofa STRÁ lokuð föstudaginn 24. apríl.  Skrifstofan verður opin frá og með mánudeginum 27. apríl eins og venjulega.  

Símaþjónusta verður eftir sem áður þennan dag og hægt er að koma skilaboðum til ráðgjafa þennan föstudag sem aðra virka daga.

Vinsamlega athugið að breyting hefur orðið á símaviðtalstíma hjá ráðgjafa, sem verður nú alla þriðju- og miðvikudaga milli kl.13-14.  Símaviðtalstími sem áður var mánudaga á sama tíma, færist nú yfir á þriðjudaga.  

Símaviðtalstími vegna auglýstra starfa er alla virka daga milli kl.13-15 meðan á umsóknarferli í viðkomandi störf stendur.

 

 

Við hefjum nýja árið með annríki og gerum ráð fyrir að það séu góð skilaboð fyrir atvinnuástand hérlendis.  Á vefnum má sjá þrjú ný störf auglýst, tvö á sviði millistjórnunar og eitt sérfræðistarf, auk annarra þeirra starfa sem borist hafa og ekki verða auglýst á vefnum. 

Aukin tæknivæðing fyrirtækisins er jafnframt að skila sér og mun sanna sig enn frekar á nýju ári.  Vegna tímabundins álags bendum við vinsamlega umsækjendum og öðrum hlutaðeigandi á að leggja inn skilaboð hjá símaþjónustu okkar, þ.e. nafn og símanúmer, og munum við hafa samband jafnskjótt og auðið verður. Öllum skilaboðum verður svarað, þökkum jafnframt sýnda þolinmæði.

Beðist er velvirðingar á að útvistaður netþjónn STRÁ ehf. hefur verið í uppfærslu hjá þjónustuaðilum í dag og því hefur rafpóstur hingað ekki borist með eðlilegum hætti.  Unnið er að betur um bótum sökum þessa.  Umsækjendum er velkomið að hringja í 588 3031 og leggja inn skilaboð, sem svarað verður strax og auðið er.

Í lok júlí þessa árs birtust þrjár tölur um vinnumarkaðinn á Íslandi. Hagstofan og Vinnumálastofnun birtu atvinnuleysistölur og Hagstofan birti einnig launavísitölu júnímánaðar.

Í Hagsjá Landsbankans kemur fam að tölurnar sýna allar að vinnumarkaðurinn er á réttri leið, atvinnuleysi lækkar og laun hækka. Á sama tíma er verðbólgan lág og því hefur kaupmáttur launa aukist.

Atvinnuleysi á mælikvarða Hagstofunnar (úrtakskönnun) var 4,6% í júní samanborið við 7,1% í maí, mikil sveifla er í tölum Hagstofunnar og því betra að skoða lengri tímabil og meðaltöl. Í júní 2013 mældist atvinnuleysið 6,4%, það hefur því lækkað um 1,8 prósentustig milli ára.

Samkvæmt tölum VMST var atvinnuleysið 3,2% í júní og lækkaði um 0,4% frá mánuðinum á undan. Í júní 2013 var atvinnuleysið 3,9% og hefur það því lækkað um 0,7 prósentur milli ára. Sé horft á 12 mánaða meðaltal er atvinnuleysið einni prósentu lægra á þann mælikvarða en það var fyrir ári síðan.

Launavísitalan hækkaði um 0,5% milli mánaða í júní. Launavísitalan hefur því hækkað um 4,1% á þessu ári og um 5,4% frá sama mánuði árið áður.

Verðbólgan hefur verið lág að undanförnu, það veldur því að launahækkanir skila sér frekar í auknum kaupmætti. Kaupmáttur launa hefur aukist um 3,1% á árinu 2014, sem verður að teljast nokkuð mikil hækkun. Kaupmáttur launa er nú á svipuðum stað og hann var undir lok árs 2006.

 

Skv. Visi.is í júlí 2014, birt góðfúslega á vef Starfsráðninga ehf.

Fleiri fréttir