Skrifstofa STRÁ ehf., verður lokuð vegna sumarleyfa frá og með 4. ágúst til og með 18. ágúst nk. Símaþjónusta verður virk meðan á sumarleyfinu stendur og velkomið er að leggja inn skilaboð, sem svarað verður jafnskjótt og starfsemin hefst að nýju að loknu sumarfríi.
Vinsamlega athugið að skrifstofa STRÁ ehf., verður lokuð frá og með 20. sept. nk. til og með 18. okt. nk. vegna síðbúinna sumarleyfa, en símaþjónustan verður virk alla virka daga frá kl. 9-15 meðan á lokun stendur. Öllum skilaboðum verður svarað frá og með 18. október þegar hefðbundin starfsemi hefst að nýju.
Eignaumsjón er leiðandi fyrirtæki í þjónustu við húsfélög og rekstrarfélög húseigna og býður heildarlausnir í rekstri fjöleignarhúsa, bæði íbúðarhúsnæðis og atvinnuhúsnæðis. Félagið hefur umsjón með daglegum rekstri um 470 hús- og rekstrarfélaga. Áhersla okkar til framtíðar er að mæta vaxandi þörfum eigenda fasteigna með góðri þjónustu og skilvirkum lausnum sem byggja á gagnsæi upplýsinga og umhverfisvænum gildum.
Vegna aukinna umsvifa óska forráðamenn Eignaumsjónar hf., að ráða í ný störf hjá félaginu. Um er að ræða starf fyrir öflugan og fjölhæfan bókara, sem og stöðu fyrir sérfræðing í fjármálateymi félagsins.
Vinsamlega athugið að skrifstofa STRÁ ehf., verður lokuð frá 4. - 11. desember nk.
Símaþjónusta og móttaka skilaboða verður áfram þessa daga frá kl.09:00-15:00 virka daga, en skilaboðum verður svarað frá og með 11. des.
Vegna vetrarleyfa verður skrifstofa STRÁ lokuð frá 3. febrúar til 17. febrúar n.k Þeir sem erindi eiga er velkomið að hringja í síma 588-3031 og leggja inn skilaboð, sem svarað verður frá og með 20. febrúar.
Skrifstofa STRÁ ehf., verður lokuð frá 11.- 18. maí nk. vegna sumarleyfa, en símaþjónusta og móttaka umsókna til skráningar verður sem áður alla virka daga frá kl.9-15, vinsamlega skilið eftir nauðsynleg skilaboð og þeim verður svarað strax og kostur gefst.
Vegna árshátíðarferðar til Dublinar verður skrifstofa STRÁ lokuð föstudaginn 24. apríl. Skrifstofan verður opin frá og með mánudeginum 27. apríl eins og venjulega.
Símaþjónusta verður eftir sem áður þennan dag og hægt er að koma skilaboðum til ráðgjafa þennan föstudag sem aðra virka daga.
Vinsamlega athugið að breyting hefur orðið á símaviðtalstíma hjá ráðgjafa, sem verður nú alla þriðju- og miðvikudaga milli kl.13-14. Símaviðtalstími sem áður var mánudaga á sama tíma, færist nú yfir á þriðjudaga.
Símaviðtalstími vegna auglýstra starfa er alla virka daga milli kl.13-15 meðan á umsóknarferli í viðkomandi störf stendur.
Við hefjum nýja árið með annríki og gerum ráð fyrir að það séu góð skilaboð fyrir atvinnuástand hérlendis. Á vefnum má sjá þrjú ný störf auglýst, tvö á sviði millistjórnunar og eitt sérfræðistarf, auk annarra þeirra starfa sem borist hafa og ekki verða auglýst á vefnum.
Aukin tæknivæðing fyrirtækisins er jafnframt að skila sér og mun sanna sig enn frekar á nýju ári. Vegna tímabundins álags bendum við vinsamlega umsækjendum og öðrum hlutaðeigandi á að leggja inn skilaboð hjá símaþjónustu okkar, þ.e. nafn og símanúmer, og munum við hafa samband jafnskjótt og auðið verður. Öllum skilaboðum verður svarað, þökkum jafnframt sýnda þolinmæði.
Beðist er velvirðingar á að útvistaður netþjónn STRÁ ehf. hefur verið í uppfærslu hjá þjónustuaðilum í dag og því hefur rafpóstur hingað ekki borist með eðlilegum hætti. Unnið er að betur um bótum sökum þessa. Umsækjendum er velkomið að hringja í 588 3031 og leggja inn skilaboð, sem svarað verður strax og auðið er.
Í lok júlí þessa árs birtust þrjár tölur um vinnumarkaðinn á Íslandi. Hagstofan og Vinnumálastofnun birtu atvinnuleysistölur og Hagstofan birti einnig launavísitölu júnímánaðar.
Í Hagsjá Landsbankans kemur fam að tölurnar sýna allar að vinnumarkaðurinn er á réttri leið, atvinnuleysi lækkar og laun hækka. Á sama tíma er verðbólgan lág og því hefur kaupmáttur launa aukist.
Atvinnuleysi á mælikvarða Hagstofunnar (úrtakskönnun) var 4,6% í júní samanborið við 7,1% í maí, mikil sveifla er í tölum Hagstofunnar og því betra að skoða lengri tímabil og meðaltöl. Í júní 2013 mældist atvinnuleysið 6,4%, það hefur því lækkað um 1,8 prósentustig milli ára.
Samkvæmt tölum VMST var atvinnuleysið 3,2% í júní og lækkaði um 0,4% frá mánuðinum á undan. Í júní 2013 var atvinnuleysið 3,9% og hefur það því lækkað um 0,7 prósentur milli ára. Sé horft á 12 mánaða meðaltal er atvinnuleysið einni prósentu lægra á þann mælikvarða en það var fyrir ári síðan.
Launavísitalan hækkaði um 0,5% milli mánaða í júní. Launavísitalan hefur því hækkað um 4,1% á þessu ári og um 5,4% frá sama mánuði árið áður.
Verðbólgan hefur verið lág að undanförnu, það veldur því að launahækkanir skila sér frekar í auknum kaupmætti. Kaupmáttur launa hefur aukist um 3,1% á árinu 2014, sem verður að teljast nokkuð mikil hækkun. Kaupmáttur launa er nú á svipuðum stað og hann var undir lok árs 2006.
Skv. Visi.is í júlí 2014, birt góðfúslega á vef Starfsráðninga ehf.
Ný heimasíða STRÁ Starfsráðninga ehf. hefur litið dagsins ljós. Markmið þessa er að auðvelda umsækjendum og viðskiptavinum aðgengi að upplýsingum og glöggva sig betur á starfsemi félagsins og þeim störfum sem auglýst eru.
Jafnframt bendum við á að flest þau störf sem inn á okkar borð koma eru leyst með leit í öflugum gagnabanka félagsins. Þannig spörum við vinnuveitendum tíma, fé og fyrirhöfn auk þess að veita þeim umsækjendum sem eru á skrá betri þjónustu varðandi vinnslu og utanumhald þeirra gagna.
Við minnum einnig á að símaviðtalstímar hjá ráðgjafa eru alla mánu- og miðvikudaga milli kl.13-14.