Störf í boði

Sveitarfélagið Skagaströnd auglýsir lausa til umsóknar stöðu sveitarstjóra

Sveitarstjóri hefur umsjón með daglegum rekstri sveitarfélagsins og ber ábyrgð á framkvæmd ákvarðana sveitarstjórnar, hann hefur yfirumsjón með fjármálum, bókhaldi og áætlanagerð jafnframt því að hafa yfirumsjón með skipulagi og virkni stjórnsýslu sveitarfélagsins, sem og starfsmannamálum.  Sveitarstjóri starfar náið með sveitarstjórn, hann annast samskipti og upplýsingamiðlun við samstarfsaðila auk þess að annast undirbúning og upplýsingagjöf á fundum sveitarstjórnar.  Starfið er afar fjölbreytt en sveitarstjóri er jafnframt hafnarstjóri Skagastrandarhafnar og er að auki framkvæmdastjóri Félags- og skólaþjónustu A-Hún. 

Leitað er að sjálfstæðum einstaklingi með leiðtogahæfni og frumkvæði til framkvæmda auk hæfni í mannlegum samskiptum. 

Hæfnikröfur eru

· Menntun, sem nýtist í starfi 

· Reynsla af rekstri og stjórnun

· Þekking og reynsla á sviði fjármála 

· Þekking á sveitarstjórnarmálum og opinberri stjórnsýslu er kostur 

· Góð íslenskukunnátta í ræðu og riti er skilyrði

· Gott almennt talnalæsi og meðferð talna 

· Kunnátta á notkun helstu tölvukerfa

Umsóknarfrestur er til og með 2. júlí nk., gengið verður frá ráðningu fljótlega. 

Sveitarfélagið Skagaströnd er afar blómlegt sveitarfélag þar sem öll nauðsynleg þjónusta og nútíma þægindi eru til staðar, einnig gott tómstundar- og félagslíf í barnvænu umhverfi.  Aðstoðað verður við útvegun húsnæðis er þörf verður á.  Sjá nánar www.skagastrond.is .

Guðný Harðardóttir veitir nánari upplýsingar um starfið í síma 588-3031 frá kl.13-15 alla virka daga meðan á umsóknarferlinu stendur. Vinsamlega sendið eigin starfsferilskrár og meðfylgjandi gögn til stra@stra.is. Þeir sem eiga umsóknir fyrirliggjandi hringi eða sendi rafpóst með tilkynningu um þátttöku.

 

Athygli er vakin á því að umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út með vísan til 3. tölul. 2. mgr. 2. gr. reglna um auglýsingar á lausum störfum nr. 464/1996, með síðari breytingum, sem settar eru með stoð í 2. mgr. 7. gr. laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningar hefur verið tekin.

03.07. - Vinnsluferli er hafið.

Við leitum að öflugum einstaklingi í stöðu skrifstofustjóra hjá Betonorte Island ehf., sem er vaxandi byggingafyrirtæki hérlendis og hefur þegar haslað sér völl með undirverktöku fyrir sterka alverktaka.  Félagið er í eigu Betonorte Norge AS, sem er einnig með starfsemi í Noregi og Svíþjóð.

Fyrirtækið vinnur eftir norsku gæða- og öryggiskerfi, en uppistaðan í mannafla eru portúgalar allt frá verkamönnum til verkfræðinga.

Skrifstofustjóri mun hafa samskipti við fjármálastjóra móðurfélagsins varðandi upplýsingagjöf og áætlanagerð auk annars þess er lýtur að fjármálum dótturfélagsins.  Viðkomandi mun að auki annast mannauðsmál og samskipti við stofnanir þeim tengdum.  Einnig koma að bókhaldsvinnu, en bókhald er útvistað hjá endurskoðendum. Starfið er nýtt og fjölbreytt enda mun starfsmaðurinn taka virkan þátt í uppbyggingu á fjölþjóðlegu fyrirtæki í byggingariðnaði á Íslandi.

Hæfniskröfur eru að umsækjendur hafi marktæka reynslu af sambærilegum störfum, en kostur er reynsla af mannauðsmálum að auki.  Góð íslensku- og enskukunátta í ræðu og riti er skilyrði auk marktækrar kunnáttu og reynslu af notkun helstu tölvukerfa.  Áhersla er lögð á töluglöggvun og nákvæmni í vinnubrögðum, fagmennsku og frumkvæði til árangurs í starfi.  Lipurð í mannlegum samskipti er nauðsynleg, sem og vilji til að vaxa í ört vaxandi starfsumhverfi.

Umsóknarfrestur er til og með 25. júní nk. en ráðning verður skv. nánara samkomulagi.

Guðný Harðardóttir, hjá STRÁ ehf., veitir nánari upplýsingar um starfið í síma 588 3031 frá kl.13-15 alla virka daga meðan á umsóknarferlinu stendur.  Vinsamlega sendið eigin starfsferilskrár og meðfylgjandi gögn til stra@stra.is.  Þeir sem eiga umsóknir fyrirliggjandi hringi eða sendi rafpóst með tilkynningu um þátttöku.

26.06. - Vinnsluferli er hafið.

04.07. - Umsækjendur eru vinsamlega beðnir að sýna þolinmæði, en viðtalsferli hefst ekki fyrr en eftir ca. tvær vikur sökum sumarleyfa og annríkis hjá Betonorte.  Velkomið er að hringja og spyrjast frétta í síma 588 3031, en símaviðtalstími er alla mánu- og miðvikudaga frá kl.13-14.

Fyrirtækið er rótgróið framleiðslufyrirtæki í Reykjavík, leiðandi á sínu sviði.

Þjónustufulltrúi sér um móttöku og skráningu pantana og annast dagleg samskipti við viðskiptavini bæði símleiðis og í gegnum heimasíðu félagsins.  Þjónustufulltrúi fylgir að auki eftir að pantanir berist til réttra aðila, annast skráningu upplýsinga um vörurýrnun og skráningavinnu aðra, auk annarra tilfallandi starfa á skrifstofu þjónustudeildar.

Hæfniskröfur eru að umsækjendur hafi góða reynslu af störfum við þjónustu eða sölumennsku, séu vanir tölvunotendur og nákvæmir í vinnubrögðum.  Áhersla er lögð á þjónustulund, hæfni í mannlegum samskiptum, snyrtimennsku, reglusemi og dugnað.

Umsóknarfrestur er til og með 12. júlí nk.  Viðkomandi þyrftu að geta hafið störf sem fyrst.  Um er að ræða framtíðarstarf allan daginn, starfsþjálfun er í boði fyrir réttan aðila.

Vinsamlega sendið umsóknir/starfsferilskrár til stra@stra.is.  Þeir er eiga umsóknir fyrirliggjandi hringi eða sendi rafpóst og tilkynni þátttöku.

Óskum eftir að ráða í stöðu þjónustufulltrúa í innheimtu hjá Eignaumsjón hf.

Helstu verkefni þjónustufulltrúa eru:

·          Umsjón með innheimtu húsgjalda og annarar innheimtu fyrir hönd viðskiptavina

·         Upplýsingagjöf til viðskiptavina Eignaumsjónar hf. vegna innheimtumála

·          Samskipti við þjónustuaðila f.h. viðskiptavina Eignaumsjónar hf.

·          Undirbúningur og uppsetning á innheimtuáætlunum

·          Samskipti við fjármálastofnanir fyrir hönd viðskiptavina Eignaumsjónar hf. í samvinnu við fjármálastjóra

·          Auk annara fjölbreytilegra daglegra starfa í þjónustuveri Eignaumsjónar hf.

Æskilegt er að umsækjendur séu með stúdentspróf eða sambærilega menntun að lágmarki. Marktæk starfsreynsla af sambærilegu er kostur. Töluglöggvun og góð þekking á helstu tölvuforritum s.s. Excel, WORD og DK bókhaldi ásamt almennri tölvukunnáttu er nauðsynleg. Áhersla er lögð á áhugasemi, fagmennsku og nákvæm vinnubrögð, frumkvæði og fylgni til framkvæmda auk lipurðar í mannlegum samskiptum.  Viðkomandi þurfa að geta unnið sjálfstætt sem og í hópi.

Umsóknarfrestur er til og með 21. maí nk., gengið verður frá ráðningu sem fyrst. Um framtíðarstarf er að ræða allan daginn.

Guðný Harðardóttir hjá STRÁ ehf., veitir frekari upplýsingar um starfið í síma 588 3031, en símatími er alla virka daga frákl.13-15.  Vinsamlega sendið umsóknir og meðfylgjandi gögn til gudny@stra.is.  Þeir sem eiga umsóknir fyrirliggjandi hringi eða sendi rafpóst og tilkynni þátttöku.

Eignaumsjón er leiðandi fyrirtæki í þjónustu við húsfélög og rekstrarfélög húseigna, og býður heildarlausnir í rekstri fjöleignarhúsa bæði íbúðarhúsnæðis og atvinnuhúsnæðis. Félagið hefur umsjón með daglegum rekstri fjölmargra hús- og rekstrarfélaga og kemur faglega að lausn ótal mála sem koma upp í fjölbýlum og fjöleignarhúsum. Markmið félagsins er að gera rekstur húsfélaga markvissari og ódýrari, auðvelda störf stjórna og spara tíma þeirra sem að húsfélaginu standa.

Eignaumsjón vinnur dyggilega fyrir fasteignaeigendur með faglegum vinnubrögðum og ákvarðanatökum. Gegnsæi í öllum rekstri og aðgengilegar upplýsingar um rekstur og ákvarðanir auka skilvirkni og bætir samskipti fasteignaeigenda. 

04.06. - Viðtalsferli er hafið.

07.06. - Gengið hefur verið frá ráðningu í stöðu þjónustufulltrúa, umsækjendum er þakkaður sýndur áhugi.

Framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra 

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) auglýsa eftir framkvæmdastjóra. SSNV er þjónustu- og samstarfsvettvangur sveitarfélaganna á Norðurlandi vestra og sér um mikilvæga sameiginlega málaflokka og hagsmunamál sveitarfélaga á starfssvæðinu. Verkefni SSNV eru fjölbreytt og snúa að hagsmunum svæðisins, atvinnuþróun og rekstri sameiginlegra verkefna sveitarfélaganna sem að því standa. Höfuðstöðvar SSNV eru á Hvammstanga, sjá www.ssnv.is.

Leitað er að einstaklingi sem getur unnið sjálfstætt, sýnt frumkvæði og hefur góða hæfileika í mannlegum samskiptum.

Hæfniskröfur eru að umsækjendur hafi háskólamenntun sem nýtist í starfi og marktæka reynslu af rekstri.  Þekking á sveitarstjórnarmálum æskileg.  

Umsóknarfrestur er til og með 12. maí nk.  Gengið verður frá ráðningu sem fyrst.  Vinsamlega sendið umsóknir/starfsferilskrár til stra@stra.is.  Þeir sem eiga umsóknir fyrirliggjandi hringi eða sendi rafpóst og tilkynni þátttöku. 

Stefán Vagn Stefánsson, formaður SSNV veitir nánari upplýsingar í síma 847-7437 og Guðný Harðardóttir hjá STRÁ ehf. í síma 896-3034 / 588 3031 alla virka daga meðan á umsóknarferlinu stendur.

14.05. - Vinnsluferli er hafið.

04.06. - Viðtalsferli er hafið.

25.06. - Gengið hefur verið frá ráðningu framkvæmdastjóra hjá SSNV.  Umsækjendum er þakkaður sýndur áhugi.

Forstöðumaður rannsókna- og tölfræðisviðs Ferðamálastofu

Ferðamálastofa óskar eftir að ráða forstöðumann rannsókna- og tölfræðisviðs. Um er að ræða nýja stöðu.  Stofnuninni er ætlað að leggja aukna áherslu á söfnun og miðlun talnalegra upplýsinga.

Forstöðumaður mun stýra daglegu starfi sviðsins í samráði við ferðamálastjóra.  Hann mun leiða og stjórna söfnun tölfræðilegra gagna er varða ferðaþjónustu og yfirsýn rannsókna á sviði ferðamála, hvort heldur sem eru unnar hjá Ferðamálastofu eða öðrum, í samstarfi við atvinnugreinina og aðrar opinberar stofnanir. 

Hæfniskröfur eru að umsækjendur séu háskólamenntaðir, með meistaragráðu, sem hentar í starfið. Áhersla er lögð á fagmennsku, frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum. Viðkomandi þurfa að hafa góða þekkingu og færni í meðferð gagna og tölfræðilegri greiningu.  Stjórnunarreynsla og hæfni í mannlegum samskiptum er nauðsynleg.  Góð íslensku- og enskukunnátta í tali og riti er skilyrði.  Reynsla og þekking á sviði ferðaþjónustu er æskileg.

Um launakjör fer samkvæmt kjarasamningi fjármála- og efnahagsráðuneytis við viðkomandi stéttarfélag.

Umsóknarfrestur er til og með 9. apríl nk. Með umsóknum skulu fylgja ítarlegar ferilskrár og kynningarbréf með rökstuðningi um hvernig viðkomandi uppfylla hæfniskröfur fyrir starfið.  Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Guðný Harðardóttir hjá STRÁ ehf. veitir nánari upplýsingar um starfið í síma: 588-3031 alla virka daga frá kl.13-15 og Skarphéðinn Berg Steinarsson, ferðamálastjóri í síma 660-0063, meðan á umsóknarferlinu stendur. Vinsamlegast sendið umsóknir ásamt meðfylgjandi gögnum til stra@stra.is,  sjá nánar www.stra.is 

Athygli er vakin á því að umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út með vísan til 3. tölul. 2. mgr. 2. gr. reglna um auglýsingar á lausum störfum nr. 464/1996, með síðari breytingum, sem settar eru með stoð í 2. mgr. 7. gr. laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Umsækjendur um forstöðumann rannsókna- og tölfræðisviðs Ferðamálastofu vinsamlega athugið; 

Ráðningarstofan STRÁ óskaði eftir að fá lausn frá ráðningarferlinu þar sem einn umsækjandi er náskyldur Guðnýju Harðardóttur, eiganda stofunnar. Í framhaldinu fékk Ferðamálastofa ráðningarstofuna Intellecta til að taka við málinu af STRÁ og áframsendi Ferðamálastofa allar umsóknir og gögn til þeirra. Umsækjendur voru upplýstir um það í gær með tölvupósti frá Ara Eyberg hjá Intellecta. 

Sjá neðangreinda tilvísun í stjórnsýslulög:

3. gr.

Vanhæfisástæður.

    Starfsmaður eða nefndarmaður er vanhæfur til meðferðar máls:

     1 .     Ef hann er aðili máls, fyrirsvarsmaður eða umboðsmaður aðila.

     2 .     Ef hann er eða hefur verið maki aðila, skyldur eða mægður aðila í beinan legg eða að öðrum lið til hliðar eða tengdur aðila með sama hætti vegna ættleiðingar.

     3 .     Ef hann tengist fyrirsvarsmanni eða umboðsmanni aðila með þeim hætti sem segir í 2. tölul.

     4 .     Á kærustigi hafi hann áður tekið þátt í meðferð málsins á lægra stjórnsýslustigi. Það sama á við um starfsmann sem fer með umsjónar- eða eftirlitsvald hafi hann áður haft afskipti af málinu hjá þeirri stofnun sem eftirlitið lýtur að.

     5 .     Ef málið varðar hann sjálfan verulega, venslamenn hans skv. 2. tölul., næstu yfirmenn persónulega eða stofnun eða fyrirtæki í einkaeigu sem hann er í fyrirsvari fyrir.

 

 

 

Vegna aukinnar eftirspurnar leitum við að reynsluríkum bókurum á skrá.

 

Vinsamlega sendið umsóknir/starfsferilskrár til stra@stra.is.  Þeir sem eiga umsóknir fyrirliggjandi hringi eða sendi rafpóst og tilkynni þátttöku.

 

 

Fyrirtækið er rótgróið og öflugt innflutnings- og framleiðslufyrirtæki í Reykjavík. 

Við leitum að reynsluríkum bókara til að sjá um bókhald félagsins auk þess að annast almenn skrifstörf önnur s.s. innheimtu og utanumhald gagna, greiðslu reikninga, bankaferðir og annað tilfallandi. Unnið verður með DK viðskiptahugbúnað. Um hlutastarf er að ræða og vinnutími skv. nánara samkomulagi. 

Hæfniskröfur eru að umsækjendur hafi marktæka reynslu af bókhaldsstörfum auk þess að vera vanir tölvunotendur.  Áhersla er lögð á töluglöggvun, nákvæmni og fagmennsku í vinnubrögðum, reglusemi og hæfni í mannlegum samskiptum.  

Umsóknarfrestur er til og með 19. mars nk.  Viðkomandi þyrfti að geta hafið störf sem fyrst. 

Guðný Harðardóttir svarar fyrirspurnum, en viðtalstími er frá kl.13-15 alla virka daga meðan á umsóknarferli stendur. 

Vinsamlega sendið umsóknir/starfsferilskrár til stra@stra.is.  Þeir sem eiga umsóknir fyrirliggjandi hringi eða sendi rafpóst og tilkynni þátttöku.

22.03. - Viðtalsferli er hafið. 

Gengið hefur verið frá ráðningu í stöðu bókara.  Umsækjendum er þakkaður sýndu áhugi.

Stjörnugrís hf. er rótgróið og traust framleiðslufyrirtæki staðsett á Kjalarnesi.

Starfið felst í alhliða umsjón með gæðaeftirliti og skráningu, sannprófunum og innri úttektum á gæðakerfi, þjálfun og skráningu starfsfólks, umsjón með  dýravelferð og mánaðarlegum sannprófunum á HACCP kerfi auk úttektar á meindýravörnum.  Gæðastjóri annast jafnframt samskipti um innkaup á rekstrarvöru m.a. fyrir rannsóknarstofu auk þess að annast samskipti við dýralækna og móttöku í reglubundnu eftirliti auk annarra tilfallandi daglegra starfa.

Hæfniskröfur eru að umsækjendur hafi háskólamenntun sem hentar í starfið og haldbæra þekkingu og reynslu af sambærilegum störfum. Áhersla er lögð á  fagleg vinnubrögð, skipulagshæfni, útsjónarsemi, reglusemi og metnað til árangurs í starfi. Styrkur í mannlegum samskiptum er nauðsynlegur, sem og reynsla af stjórnun.

Um er að ræða áhugavert atvinnutækifæri fyrir t.d. þá sem búa í Mosfellsbæ eða nágrenni.  

Umsóknarfrestur er til og með 26. febrúar nk. Gengið verður frá ráðningu fljótlega.  Vinsamlega sendið umsóknir/starfsferilskrár til stra@stra.is.  Þeir sem eiga umsóknir fyrirliggjandi hringið eða sendið rafpóst og tilkynnið þátttöku. Vinsamlega athugið að upplýsingar eru eingöngu veittar hjá STRÁ ehf.

Guðný Harðardóttir hjá STRÁ ehf., veitir frekari upplýsingar í síma 588 3031, en símaviðtalstími er frá kl.13-15 alla virka daga.

 

21.03. - Gengið hefur verið frá ráðningu gæðastjóra hjá Stjörnugrís hf. Umsækjendum er þakkaður sýndur áhugi.

Fyrirtækið er rótgróið og öflugt framleiðslufyrirtæki í Reykjavík, leiðandi á sínu sviði.

Þjónustufulltrúi annast dagleg samskipti við viðskiptavini, símleiðis og í gegnum vef fyrirtækisins, tekur á móti pöntunum og fylgir eftir að berist til réttra aðila, annast skráningu pantana og skráir upplýsingar um rýrnun í tölvukerfi félagsins auk annarra tilfallandi starfa á skrifstofu þjónustudeildar. 

Hæfniskröfur eru að umsækjendur séu vanir tölvunotendur og með reynslu af störfum við þjónustu eða sölumennsku. Áhersla er lögð á þjónustulipurð, hæfni í mannlegum samskiptum, reglusemi og vönduð vinnubrögð.  

Um er ræða framtíðarstarf allan daginn og starfsþjálfun er í boði fyrir réttan aðila. 

Umsóknarfrestur er til og með 22. janúar nk.  Viðkomandi þyrfti að geta hafið störf sem fyrst. 

Guðný Harðardóttir svarar fyrirspurnum, en viðtalstími er frá kl.13-15 alla virka daga meðan á umsóknarferli stendur. 

Vinsamlega sendið umsóknir/starfsferilskrár til stra@stra.is.  Þeir sem eiga umsóknir fyrirliggjandi hringi eða sendi rafpóst og tilkynni þátttöku.

26.01. - Viðtalsferli er hafið.

29.01. - Gengið hefur verið frá ráðningu í starf þjónustufulltrúa. Umsækjendum er þakkaður sýndur áhugi.

 

 

Við leitum að móttökuritara til að sinna afleysingarstarfi í eitt ár hjá einni af leiðandi lögfræðistofum landsins. 

Móttökuritari annast móttöku viðskiptavina og símasvörun, ljósritun, pöntun á aðföngum, frágangi á pósti og umsjón með eldhúsi, fundarherbergjum og umgengni á skrifstofu auk þess að sinna léttari skrifstofustörfum s.s útsendingu bréfa, skjalavistun og öðru tilfallandi.  

Hæfnskröfur eru að umsækjendur hafi reynslu af notkun helstu tölvuforrita og góða íslenskukunnáttu í ræðu og riti.  Áhersla er lögð á þjónustulund, snyrtimennsku, glaðlegt viðmót, heiðarleika og nákvæmni í vinnubrögðum. 

Umsóknarfrestur er til og með 15. janúar nk.  Viðkomandi þyrfti að geta hafið störf sem fyrst. 

Vinsamlega sendið umsóknir/starfsferilskrár til stra@stra.is .  Þeir sem eiga umsóknir fyrirliggjandi hringi eða sendi rafpóst og tilkynni þátttöku.

16.01. - Vinnsluferli er hafið.

19.01. - Viðtalsferli er hafið.

29.01. - Gengið hefur verið frá ráðningu í stöðu móttökuritara.  Umsækjendum er þakkaður sýndur áhugi.

Sveitarfélagið Hornafjörður auglýsir stöðu byggingarfulltrúa

Byggingarfulltrúi ber ábyrgð á byggingarmálum og hefur eftirlit með mannvirkjagerð sem fellur undir 1. og 2.    mgr. 9. gr. laga um mannvirki nr.160/2010.  Byggingarfulltrúi skal hafa löggildingu sem hönnuður skv. 25.gr. laga um mannvirki. Helstu verkefni byggingarfulltrúa eru að annast móttöku og afgreiðslu byggingarleyfisumsókna vegna byggingarleyfisskyldra framkvæmda, stöðuleyfa og fyrirspurna auk útgáfu byggingarleyfa að skilyrðum uppfylltum. Byggingarfulltrúi annast að auki eftirlit með byggingarframkvæmdum og frágangi þeirra, sem og umhverfi lóða til samræmis við samþykkt gögn, skilmála, byggingarreglugerð og lög sem því tengjast. Hann vinnur að stefnumótun innan sviðsins, situr fundi skipulagsnefndar undir fundargerðum byggingarfulltrúa auk annarra þeirra faglegu starfa er falla til hverju sinni.

Hæfniskröfur til starfsins eru að umsækjendur hafi háskólamenntun á sviði byggingarmála, löggildingu í mannvirkjahönnun og haldgóða þekkingu á sviði byggingar- og umhverfismála, en reynsla á umræddu sviði er jafnframt æskileg.  Áhersla er lögð á lipurð í mannlegum samskiptum, fagmennsku, frumkvæði og metnað til árangurs í starfi.

Laun verða í samræmi við kjarasamning launanefndar sveitarfélags og viðeigandi stéttarfélaga.

Í boði er áhugavert framtíðarstarf í barnvænu umhverfi þar sem öll nútíma þægindi eru til staðar, næg atvinnutækifæri í friðsælu og framsæknu bæjarfélagi. Hornafjörður er blómstrandi 2200 manna samfélag sem byggir á sjávarútvegi og ferðaþjónustu. Öflugt menningar- og félagslíf er í sveitarfélaginu og fjölbreytt íþróttastarf fyrir börn og ungmenni.  Öll almenn þjónusta er til staðar og má þar nefna m.a. tónskóla, líkamsrækt, knatthús, sundlaug og heilbrigðisstofnun.  Samgöngur til Hafnar eru greiðar, beint flug og strætó. Sjá einnig á heimasíðu www.hornafjordur.is .

Umsóknarfrestur er til og með  27. janúar nk.  Gengið verður frá ráðningu fljótlega.

Guðný Harðardóttir hjá STRÁ ehf. veitir nánari upplýsingar um starfið í síma: 588-3031 alla virka daga frá kl.13-15.  Vinsamlegast sendið umsóknir ásamt meðfylgjandi gögnum til stra@stra.is,  sjá nánar www.stra.is

Athygli er vakin á því að umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út með vísan til 3. tölul. 2. mgr. 2. gr. reglna um auglýsingar á lausum störfum nr. 464/1996, með síðari breytingum, sem settar eru með stoð í 2. mgr. 7. gr. laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningar hefur verið tekin.

16.02. Viðtalsferli er hafið.

21.03. - Gengið hefur verið frá ráðningu byggingarfulltrúa hjá Sveitarfélaginu Hornafjörður.  Umsækjendum er þakkaður sýndur áhugi.

Sveitarfélagið Hornafjörður auglýsir stöðu félagsmálastjóra

Félagsmálastjóri ber ábyrgð á framkvæmd almennrar og sértækrar félagsþjónustu í samræmi við lög og reglugerðir þar um. Starfið felur m.a. í sér vinnu við stefnumótun og áætlanir í þeim málaflokkum, sem undir hann heyra. Starfið er fjölbreytt og krefst víðtækrar þekkingar á lögum og reglum. Félagsmálastjóri hefur yfirumsjón með félagslegri ráðgjöf, fjárhagsaðstoð, málefnum barna og ungmenna ásamt málefnum fatlaðs fólks og heimaþjónustu auk umsjónar með húsnæðismálum. Félagsmálastjóri vinnur að auki með viðeigandi aðilum að málefnum aldraðra jafnframt því að taka þátt í vinnuhópum, ráðum, teymisvinnu ásamt öðrum fjölbreyttum faglegum verkefnum. Félagsmálastjóri er starfsmaður félagsmálanefndar og öldungaráðs, hann undurbýr fundi nefndarinnar og boðar þá.

Hæfniskröfur eru að umsækjendur hafi háskólamenntun sem hentar í starfið og marktæka reynslu af sambærilegum störfum.  Áhersla er lögð á styrk og lagni í mannlegum samskiptum, fagmannleg vinnubrögð, reglusemi, útsjónarsemi, skipulagshæfni og faglegan metnað til árangurs í starfi. Lögfræðimenntun getur jafnframt hentað í starfið.

Laun verða í samræmi við kjarasamning launanefndar sveitarfélags og viðeigandi stéttarfélaga.

Í boði er áhugavert framtíðarstarf í barnvænu umhverfi þar sem öll nútíma þægindi eru til staðar, næg atvinnutækifæri í friðsælu og framsæknu bæjarfélagi. Hornafjörður er blómstrandi 2200 manna samfélag sem byggir á sjávarútvegi og ferðaþjónustu. Öflugt menningar- og félagslíf er í sveitarfélaginu og fjölbreytt íþróttastarf fyrir börn og ungmenni.  Öll almenn þjónusta er til staðar og má þar nefna m.a. tónskóla, líkamsrækt, knatthús, sundlaug og heilbrigðisstofnun.  Samgöngur til Hafnar eru greiðar, beint flug og strætó. Sjá einnig á heimasíðu www.hornafjordur.is 

Umsóknarfrestur er til og með  27. janúar nk.  Gengið verður frá ráðningu fljótlega.

Guðný Harðardóttir hjá STRÁ ehf. veitir nánari upplýsingar um starfið í síma: 588-3031 alla virka daga frá kl.13-15.  Vinsamlegast sendið umsóknir ásamt meðfylgjandi gögnum til stra@stra.is,  sjá nánar www.stra.is

Athygli er vakin á því að umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út með vísan til 3. tölul. 2. mgr. 2. gr. reglna um auglýsingar á lausum störfum nr. 464/1996, með síðari breytingum, sem settar eru með stoð í 2. mgr. 7. gr. laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningar hefur verið tekin.

01.02. - Viðtalsferli er hafið.

21.03. - Gengið hefur verið frá ráðningu hjá Sveitarfélaginu Hornafjörður.  Umsækjendum er þakkaður sýndur áhugi.

MULTIVAC ehf. er dótturfélag  MULTIVAC  sem er alþjóðlegt, leiðandi  framleiðslufyrirtæki staðsett í Þýskalandi með dótturfélög víðsvegar í heiminum.  

Óskum eftir að ráða sérfræðing og stuðningsaðila við sölu og þjónustu hjá MULTIVAC á Íslandi auk þess mun starfsmaðurinn sinna öðrum þeim daglegu störfum er falla til hverju sinni.

Hæfniskröfur eru að umsækjendur séu tæknimenntaðir s.s. rafvirkjar, vélfræðingar eða með sambærilega menntun.  Viðkomandi þurfa að vera vanir tölvunotendur og með góða enskukunnáttu. Áhersla er lögð á marktæka tækniþekkingu, áhugasemi, frumkvæði, sjálfstæð og fagleg vinnubrögð. 

Í boði er spennandi starf hjá áhugaverðu og traustu fyrirtæki, sem er með starfsemi á Íslandi og á alþjóðamarkaði.

Umsóknarfrestur er til og með 14. desember nk.  Ráðning verður samkvæmt nánara samkomulagi. 

VINSAMLEGA ATHUGIÐ AÐ FYRIRSPURNUM VERÐUR EINGÖNGU SVARAÐ HJÁ STRÁ ehf. 

Guðný Harðardóttir hjá STRÁ ehf. veitir nánari upplýsingar í síma 588-3031, en símaviðtalstími er alla virka daga frá kl.13-15 meðan á umsóknarferli stendur.  Vinsamlega sendið umsóknir og meðfylgjandi gögn til stra@stra.is.  Þeir sem eiga umsóknir fyrirliggjandi hringi eða sendi rafpóst og tilkynni þátttöku.

Sveitarfélagið Hornafjörður auglýsir laus til umsóknar störf byggingarfulltrúa og sérfræðings á sviði skipulags- og tæknimála

Hornafjörður er blómstrandi 2200 manna samfélag sem byggir á sjávarútvegi og ferðaþjónustu. Öflugt menningar- og félagslíf er í sveitarfélaginu og fjölbreytt íþróttastarf fyrir börn og ungmenni. Öll almenn þjónusta er til staðar og má þar nefna m.a. tónskóla, líkamsrækt, knatthús, sundlaug og heilbrigðisstofnun.  Samgöngur til Hafnar eru greiðar, beint flug og strætó

Byggingarfulltrúi ber ábyrgð á byggingarmálum og hefur eftirlit með mannvirkjagerð sem fellur undir 1. og 2.    mgr. 9. gr. laga um mannvirki nr.160/2010.  Byggingarfulltrúi skal hafa löggildingu sem hönnuður skv. 25.gr. laga um mannvirki.

Helstu verkefni byggingarfulltrúa eru að annast móttöku og afgreiðslu byggingarleyfisumsókna vegna byggingarleyfisskyldra framkvæmda, stöðuleyfa og fyrirspurna auk útgáfu byggingarleyfa að skilyrðum uppfylltum. Byggingarfulltrúi annast að auki eftirlit með byggingarframkvæmdum og frágangi þeirra, sem og umhverfi lóða til samræmis við samþykkt gögn, skilmála, byggingarreglugerð og lög sem því tengjast. Hann vinnur að stefnumótun innan sviðsins, situr fundi skipulagsnefndar undir fundargerðum byggingarfulltrúa auk annarra þeirra faglegu starfa er falla til hverju sinni.

Hæfniskröfur til starfsins eru að umsækjendur hafi háskólamenntun á sviði byggingarmála, löggildingu í mannvirkjahönnun og haldgóða þekkingu á sviði byggingar- og umhverfismála, reynsla á umræddu sviði er jafnframt æskileg.  Áhersla er lögð á lipurð í mannlegum samskiptum, fagmennsku, frumkvæði og metnað til árangurs í starfi.

05.01. - Vinsamlega athugið að staða byggingarfulltrúa verður auglýst aftur í Atvinnuauglýsingablaði Morgunblaðsins og hjá Fréttablaðinu helgina 6-7 janúar nk.

Sérfræðingur á sviði skipulags- og tæknimála annast fjölbreytt störf á sviðinu, hann hefur m.a. yfirumsjón með tölvumálum sveitarfélagsins, annast greiningarvinnu ýmiskonar, áætlanagerð auk annarra sérhæfðra verkefna skv. beiðni skipulagsstjóra hverju sinni.

Hæfniskröfur eru að umsækjendur hafi háskólamenntun, sem nýtist í starfið. Reynsla af störfum innan stjórnsýslunnar er æskileg, auk góðrar íslensku- og enskukunnáttu í ræðu og riti.  Áhersla er lögð á marktæka þekkingu og reynslu á sviði upplýsingatækni/tölvumála.

Í boði eru áhugaverð framtíðarstörf í barnvænu umhverfi þar sem öll nútíma þægindi eru til staðar, næg atvinnutækifæri, gott tómstundar- og félagslíf í friðsælu og framsæknu bæjarfélagi.  Laun verða í samræmi við kjarasamning launanefndar sveitarfélags og viðeigandi stéttarfélaga. Sjá einnig á heimasíðu www.hornafjordur.is.

Umsóknarfrestur er til og með  20. nóvember nk.  Gengið verður frá ráðningum fljótlega.

Guðný Harðardóttir hjá STRÁ ehf. veitir nánari upplýsingar um starfið í síma: 588-3031 alla virka daga frá kl.13-15.  Vinsamlegast sendið umsóknir ásamt meðfylgjandi gögnum til stra@stra.is,  sjá nánar www.stra.is

Athygli er vakin á því að umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út með vísan til 3. tölul. 2. mgr. 2. gr. reglna um auglýsingar á lausum störfum nr. 464/1996, með síðari breytingum, sem settar eru með stoð í 2. mgr. 7. gr. laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningar hefur verið tekin.

30.11. - Viðtalsferli er hafið. 

05.01. - Vinsamlega athugið að fallið hefur verið frá ráðningu sérfræðings á sviði skipulagsmála að svo stöddu.

 

Rótgróin og traust félagasamtök staðsett miðsvæðis í Reykjavík, óska eftir að ráða reynsluríkan skrifstofumann í hlutastarf

Starfið felst í alhliða skrifstofustörfum s.s. umsjón með félagatali og upplýsingagjöf til félagsmanna, bréfaskriftum á íslensku og ensku, aðstoð við bókhald, vistun skjala í möppum og í tölvu, fjölbreyttri skráningarvinnu og öðrum tilfallandi skrifstofustörfum

Hæfniskröfur eru að umsækjendur hafi menntun sem hentar í starfið og marktæka reynslu af sambærilegum störfum. Æskilegt er að viðkomandi hafi skilning á sviði kjaramála og sé vel tölvulæs. Góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti er nauðsynleg. Menntun á sviði lögfræði eða viðskipta er áhugaverður kostur. Áhersla er lögð á frumkvæði og metnað til árangurs í starfi, töluglöggvun, sjálfstæði, nákvæmni og fagmennsku í vinnubrögðum auk reglusemi og lipurðar í mannlegum samskiptum.

Í boði er nýtt starf hjá traustu félagi, í björtu og þægilegu starfsumhverfi. Um er að ræða hlutastarf hálfan daginn til að byrja með, sem síðar verður jafnvel heilsdagsstarf.

Umsóknarfrestur er til og með 14. nóvember nk., en gengið verður frá ráðningu fljótlega. Vinsamlega sendið umsóknir/starfsferilskrár og meðfylgjandi gögn til stra@stra.is.

Guðný Harðardóttir veitir nánari upplýsingar um starfið í síma 588 3031, en símaviðtalstími er frá kl.13-15 alla virka daga meðan á umsóknarferlinu stendur. Þeir sem eiga umsóknir fyrirliggjandi hringi eða sendi rafpóst og tilkynni þátttöku. 

28.11. - Viðtalsferli er hafið.

16.01. - Gengið hefur verið frá ráðningu.  Umsækjendum er þakkaður sýndur áhugi og þökkuð janframt sýnd þolinmæði.

Óskum eftir að ráða sérfræðing á fjármálasviði fyrir Eignaumsjón hf.

Helstu verkefni eru:

* Stýring fjármuna viðskiptavina Eignaumsjónar í samvinnu við fjármálastjóra

* Stýring greiðslu reikninga fyrir viðskiptavini Eignaumsjónar

* Samskipti við viðskiptavini Eignaumsjónar varðandi reikninga, innheimtu og áætlanir

* Vinna við gerð rekstraráætlana viðskiptavina Eignaumsjónar

* Samskipti við þjónustuaðila fh. viðskiptavina Eignaumsjónar

* Sækja um endurgreiðslur á VSK fyrir viðskiptavini Eignaumsjónar

* Samskipti við fjármálastofnanir fh. viðskiptavina Eignaumsjónar í samvinnu við fjármálastjóra

* Önnur fjölbreytt dagleg störf

Hæfniskröfur eru að umsækjendur séu menntaðir á sviði fjármála-/viðskiptafræði eða með sambærilega menntun. Marktæk starfsreynsla af sambærilegu er skilyrði. Áhersla er lögð á áhugasemi, fagmennsku og nákvæm vinnubrögð, frumkvæði og fylgni til framkvæmda auk lipurðar í mannlegum samskiptum. Viðkomandi þurfa að geta unnið sjálfstætt sem og í hópi.

Umsóknarfrestur er til og með 10. september nk., gengið verður frá ráðningu sem fyrst. Um framtíðarstarf er að ræða.

Guðný Harðardóttir hjá STRÁ ehf., veitir frekari upplýsingar um starfið í síma:588 3031, en símaviðtalstími er frá kl.13-15 alla virka daga meðan á umsóknarferlinu stendur. Vinsamlega sendið umsóknir og meðfylgjandi gögn til stra@stra.is. Þeir sem eiga umsóknir fyrirliggjandi hringi eða sendi rafpóst og tilkynni þátttöku.

Eignaumsjón hf. er leiðandi fyrirtæki í þjónustu við húsfélög og rekstrarfélög húseigna, og býður heildarlausnir í rekstri fjöleignarhúsa bæði íbúðarhúsnæðis og atvinnuhúsnæðis. Félagið hefur umsjón með daglegum rekstri fjölmargra hús- og rekstrarfélaga og kemur faglega að lausn ótal mála sem koma upp í fjölbýlum og fjöleignarhúsum. Markmið félagsins er að gera rekstur húsfélaga markvissari og ódýrari, auðvelda störf stjórna og spara tíma þeirra sem að húsfélaginu standa.

Eignaumsjón hf. vinnur dyggilega fyrir fasteignaeigendur með faglegum vinnubrögðum og ákvarðanatökum. Gegnsæi í öllum rekstri og aðgengilegar upplýsingar um rekstur og ákvarðanir auka skilvirkni og bætir samskipti fasteignaeigenda.

20.09. - Viðtalsferli er hafið.

27.09. - Gengið hefur verið frá ráðningu sérfræðings hjá Eignaumsjón.  Umsækjendum er þakkaður sýndur áhugi.

Fyrirtækið starfar á sviði orkurannsókna og er staðsett í Reykjavík.

Starfið felst í færslu fjárhagsbókhalds, móttöku og skráningu reikninga auk vinnu við afstemmingar.  Bókarinn sinnir jafnframt eftir atvikum fjárhagsgreiningum og öðrum fjölbreyttum skrifstofustörfum.

Hæfniskröfur eru að umsækjendur hafi menntun sem hentar í starfið og marktæka þekkingu og reynslu af bókhaldsstörfum. Góð almenn tölvukunnátta og færni í notkun Excel er nauðsynleg, en þekking á NAV-bókhaldskerfi er kostur.  Áhersla er lögð á sjálfstæði og nákvæmni í vinnubrögðum, skipulagshæfni, fagmennsku og lipurð í mannlegum samskiptum.

Umsóknarfrestur er til og með 10. september nk., en gengið verður frá ráðningu fljótlega.

Guðný Harðardóttir veitir frekari upplýsingar í síma 588 3031, en símaviðtalstími er frá kl.13-15 alla virka daga meðan á umsóknarferlinu stendur.

Vinsamlega sendið umsóknir/ferilskrár til stra@stra.is.  Þeir sem eiga umsóknir fyrirliggjandi hringi eða sendi rafpóst og tilkynni þátttöku.

Við ráðningar í störf er tekið mið af gildandi jafnréttisáætlun. Laun verða greidd samkvæmt samningum fjármála- og efnahagsráðuneytisins og viðkomandi stéttarfélags.

Gengið hefur verið frá ráðningu.  Umsækjendum er þakkaður sýndur áhugi.

Fyrirtækið er traust og rótgróið þjónustufyrirtæki, leiðandi á sínu sviði hérlendis og staðsett í Reykjavík.

Fjármálastjóri hefur umsjón með og er ábyrgur fyrir fjármálum félagsins auk þess að hafa yfirumsjón með allri starfsemi fjármálsviðs og stýringu starfsmanna þess. Hann er virkur þátttakandi í stjórnendateymi með það að markmiði að samhæfa alla fjárhags- og rekstrarlega starfsemi þess.

Hæfniskröfur eru að umsækjendur hafi háskólamenntun á sviði viðskipta og/eða reksturs og með marktæka reynslu af sambærilegum störfum.  Áhersla er lögð á góða reynslu á sviði reikningshalds, uppgjöra, áætlanagerðar og greiningarvinnu auk reynslu og þekkingar á helstu bókhaldskerfum.

Við leitum að metnaðarfullum aðila, með brennandi áhuga á að vinna í síbreytilegu og ört vaxandi starfsumhverfi, þar sem ríkir góður starfsandi og vilji er til góðra verka.  Áhersla er lögð á styrk í mannlegum samskiptum, fagleg vinnubrögð, fylgni til framkvæmda og framúrskarandi góða stjórnunarhæfileika.

Umsóknarfrestur er til og með 31. ágúst nk., en gengið verður frá ráðningu fljótlega.

Guðný Harðardóttir veitir frekari upplýsingar um starfið í síma 588 3031, en símaviðtalstími er frá kl.13-15 allar virka daga meðan á umsóknarferlinu stendur. Velkomið er jafnframt að leggja inn skilaboð, sem svarað verður strax og kostur gefst.

Vinsamlega sendið umsóknir/ferilskrár til stra@stra.is. Þeir sem eiga umsóknir fyrirliggjandi hringi eða sendi rafpóst og tilkynni þátttöku. Unnið verðum með allar umsóknir sem trúnaðarmál.

05.09. - Gengið hefur verið frá ráðningu í ofangreinda stöðu fjármálastjóra.  Umsækjendum er þakkaður sýndur áhugi.

 

Hefur þú áhuga á að vinna í áhugaverðu starfsumhverfi og taka þátt í framleiðslu einstakrar vörutegundar
á framandi stað þar sem náttúran ríkir, en stutt er í alla helstu nútímaþjónustu ?

Við leitum að vélaverkfræðingi eða véltæknifræðingi til starfa hjá fyrirtæki sem framleiðir næringarefni, sem byggist á hráefni úr sjó. Félagið er hluti af alþjóðlegum hópi og er með starfsemi m.a. á Íslandi.

Framleiðslustjóri ber ábyrgð á uppsetningu á nýjum framleiðslutækjum og viðhaldi á núverandi tækjabúnaði.  Hann hefur eftirlit með framleiðslu, gæðum og kostnaðaraðhaldi, auk þess að huga að úrbótum við framleiðslu vörunnar, hann tekur þátt í að meta ný framleiðslutækifæri auk annarra áhugaverðra verkefna er falla til hverju sinni.

Hæfniskröfur  eru að umsækjendur hafi vélaverkfræði- eða véltæknifræðimenntun, með 5-7 ára faglega reynslu auk a.m.k. 3 ára reynslu af stjórnun. Reynsla og þekking á PLS er æskileg, en þekking á varmaþurrkunar-aðferðum er kostur.  Áhersla er lögð á fagmennsku í vinnubrögðum, frumkvæði og fylgni til framkvæmda. 

Í boði er áhugavert atvinnutækifæri og góðir framtíðarmöguleika fyrir réttan aðila.  Fyrirtækið mun aðstoða við flutning ef þörf krefur.

Guðný Harðardóttir hjá STRÁ ehf. og Trond Larsen hjá Talent Gallery veita nánari upplýsingar í síma 588 3031 hjá Guðnýju og í síma 00 9130 2220 hjá Trond.  Umsóknir/ferilskrár skulu vera á ensku og sendist til stra@stra.is og  tl@talent-gallery.no  

28.09. - Viðtalsferli er hafið.

Gengið hefur verið frá ráðningu, umsækjendum er þakkaður sýndur áhugi.