Störf í boði

Umhverfisfulltrúi hjá blómstrandi bæ

Starfsvið:

*  Umsjón með nýframkvæmdum og viðhaldi á sviði grænna svæða og stjórnun umhverfismála 

*  Eftirlit með aðkeyptum verklegum framkvæmdum á umhverfissviði

*  Umsjón með endurnýtingu og endurvinnslu úrgangs og starfsemi gámasvæðis 

*  Gerð fjárhags-, verk- og framkvæmdaáætlana

*  Undirbúningur og umsjón með útboðum og mat á tilboðum

*  Yfirumsjón með rekstri og þróun starfsemi áhaldahúss

*  Umsjón með Vinnuskóla Hveragerðisbæjar   

Hæfniskröfur eru að umsækjendur séu með menntun sem hentar í starfið og/eða víðtæka 

reynslu og þekkingu á umhverfismálum.  Áhersla er lögð á ríka þjónustulund og vilja til verka,

skipulögð vinnubrögð og útsjónarsemi, frumkvæði og sjálfstæði í starfi auk samskiptahæfni og getu

til að vinna í samhentum hópi.  Æskilegt er að umsækjendur hafi reynslu af stjórnun og 

stjórnsýslu, auk leiðtogahæfni og styrks í mannlegum samskiptum.  Viðkomandi þurfa 

jafnframt að vera vel tölvulæsir.

Í boði er áhugavert starf í barnvænu umhverfi, en Hveragerði er ört vaxandi sveitarfélag með um 2.500 íbúa. Um er að ræða framúrskarandi góðar samgönguleiðir (aðeins 30 mín. akstur til Reykjavíkur), öll þjónusta í bæjarfélaginu er eins og best verður á kosið, leikskólar, grunn- og framhaldsskólar, sem og tónlistarskóli eru innan seilingar.  Íþrótta- og menningarlíf er í miklum blóma og umhverfi bæjarins gefur kost á fjölbreyttri útvivist í fallegu umhverfi. Launakjör vegna ofangreinds starfs verður skv. kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélaga.

Umsóknarfrestur er til og með  26. mars nk.  Gengið verður frá ráðningu fljótlega.

Guðný Harðardóttir hjá STRÁ ehf. veitir nánari upplýsingar um starfið í s: 588-3031 alla virka daga frá kl.13-15. Vinsamlegast sendið umsóknir ásamt meðfylgjandi gögnum til stra@stra.is,  sjá nánar www.stra.is .

Athygli er vakin á því að umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út með vísan til 3. tölul. 2. mgr. 2. gr. reglna um auglýsingar á lausum störfum nr. 464/1996, með síðari breytingum, sem settar eru með stoð í 2. mgr. 7. gr. laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningar hefur verið tekin.

Sjá nánar heimasíðu www.hveragerdi.is 

27.03. - Vinnsluferli er hafið.

Eignaumsjón leitar að ábyrgðarfullum aðila til að sinna húsumsjón í fjöleignarhúsum fyrir samstarfsaðila Eignaumsjónar. 

Starfið felst í umhirðu og eftirliti með fjöleignarhúsum, bílageymslum, bílastæðum og lóðum þeirra auk þess eftirlit með búnaði og kerfum viðkomandi fasteigna. Eftirlitsmaður fasteigna mun jafnframt sinna minniháttar viðhaldi og viðgerðum á húseignum eftir þörfum. 

Hæfniskröfur er að umsækjendur hafi reynslu af húsumsjón, s.s. alhliða viðhaldi og smíðum. Kostur er ef iðn- eða tæknimenntun er fyrir hendi.  Áhersla er lögð á góða tölvukunnáttu, samskiptahæfni, reglusemi, dugnað, frumkvæði og fagmennsku í hvívetna.  Góð laun eru í boði fyrir réttan aðila.  Eignaumsjón leggur til bifreið í starfið.

Umsóknarfrestur er til og með 18. mars nk., en gengið verður frá ráðningu sem allra fyrst. 

Vinsamlega sendið umsóknir og viðeigandi gögn til stra@stra.is.  Þeir sem eiga umsóknir fyrirliggjandi hringi eða sendi rafpóst og tilkynni þátttöku.

Eignaumsjón er leiðandi fyrirtæki í þjónustu við húsfélög og rekstrarfélög húseigna og býður heildarlausnir í rekstri fjöleignarhúsa bæði íbúðarhúsnæðis og atvinnuhúsnæðis. Félagið hefur umsjón með daglegum rekstri fjölmargra hús- og rekstrarfélaga og kemur faglega að lausn ótal mála sem koma upp í fjölbýlum og fjöleignarhúsum. Markmið félagsins er að gera rekstur húsfélaga markvissari og ódýrari, auðvelda störf stjórna og spara tíma þeirra sem að húsfélaginu standa. Sjá nánar á vef www.eignaumsjon.is.

22. 03. - Vinnsluferli er hafið.

27.03. - Viðtalsferli er hafið.

 

Við leitum að áhugasömum og duglegum sölufulltrúa til starfa í söludeild vélhjóla hjá rótgrónu og leiðandi umboðsfyrirtæki í Reykjavík.

Sölufulltrúi annast móttöku viðskiptavina, ráðgjöf við val vélhjóla og fylgibúnaðar, frágang sölu og önnur dagleg störf í söludeild.

Hæfniskröfur eru að umsækjendur séu áhugasamir fyrir vélhjólum og tækni, en kostur er marktæk reynsla af vélhjólaakstri.  Viðkomandi þurfa að vera vanir tölvunotendur, framúrskarandi góðir í mannlegum samskiptum og þjónustuliprir.  Áhersla er lögð á skipuleg vinnubrögð, söluhæfileika, reglusemi og áreiðanleika í hvívetna.

Umsóknarfrestur er til og með 17. febrúar nk. Gengið verður frá ráðningu fljótlega. 

Vinsamlega sendið umsóknir til stra@stra.is .  Þeir sem eiga umsóknir fyrirliggjandi, sendið rafpóst með tilkynningu um þátttöku. 

23.02. - Viðtalsferli er hafið.

08.03. - Gengið hefur verið frá ráðningu sölufulltrúa, umsækjendum er þakkaður sýndur áhugi.

Við leitum að skapandi og metnaðarfullum einstaklingi, sem er tilbúinn að takast á við margvísleg áhugaverð og spennandi verkefni á sviði upplýsingatækni.  

Starfið felst m.a. í umsjón með tæknimálum á fjölbreyttum starfsvettvangi, s.s. gerð verkferla og leiðbeininga um notkun viðeigandi kerfa auk gagnameðhöndlunar, kerfisstjórnunar, notendaaðstoðar og annarra tilfallandi daglegra verkefna.  

Hæfniskröfur eru að umsækjendur hafi marktæka reynslu eða þekkingu á sviði gagnameðhöndlunar og kerfisstjórnunar.  Þekking á Microsoft Office er nauðsynleg og tölvunarfræðimenntun kostur, sem og þekking á Javascript og SQL gagnagrunni.  Reynsla og innsýn í skýrslugerð og gerð verkferla er jafnframt áhugaverður kostur.  

Um er að ræða nýtt starf hjá traustu og rótgrónu þjónustufyrirtæki, en starfsmaðurinn mun taka þátt í að móta starfið í félagi við næstu yfirmenn.  Í boði er spennandi starf í metnaðarfullu starfsumhverfi þar sem starfsandinn er góður og starfsaðstaða til fyrirmyndar.  

Umsóknarfrestur er til og með 9. janúar nk.  Gengið verður frá ráðningu skv.  nánara samkomulagi.  Vinsamlega sendið umsóknir /starfsferilskrár  til stra@stra.is.  Þeir sem eiga umsóknir fyrirliggjandi hringi eða sendi rafpóst og tilkynni þátttöku.  Unnið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál.  

Guðný Harðardóttir hjá STRÁ ehf.  veitir frekari upplýsingar um starfið í síma 588 3031, en símatími er frá kl.13-15 alla virka daga meðan á umsóknarferlinu stendur.

 19.01. - Viðtalsferli er hafið.

Gengið hefur verið frá ráðningu, umsækjendum er þakkaður sýndur áhugi.

Hveragerðisbær auglýsir laust til umsóknar starf leikskólastjóra hjá leikskólanum Undralandi í Hveragerði, sem er þriggja deilda leikskóli og þar eru að jafnaði um 55-60 börn á aldrinum 18 mánaða - 6 ára. Á haustmánuðum 2017 mun leikskólinn flytja í nýtt húsnæði og verða 6 deilda leikskóli. Í framhaldi af því mun Hveragerðisbær geta boðið börnum frá 12 mánaða aldri leikskólavistun. Nýr leikskólastjóri þarf að stýra flutningum og marka starfið á nýjum stað í góðu samstarfi við samstarfsmenn sína, en hafinn er undirbúningur að innleiðingu námsleiðarinnar "Leikur að læra", sjá nánar www.leikuradlaera.is og www.undraland.hveragerdi.is 

Starfsvið:

*Leikskólastjóri stýrir og ber ábyrgð á daglegri starfsemi og rekstri skólans og veitir skólanum faglega forstöðu á sviði kennslu og þróunar.  Vakin er athygli á að um tímabundna ráðningu er að ræða, vegna veikinda, til 1. maí 2018.

Hæfniskröfur eru að umsækjendur hafi leikskólakennaramenntun, en framhaldsnám sem nýtist í starfi er jafnframt æskilegt.  Framúrskarandi færni í mannlegum samskiptum er skilyrði auk skipulagshæfni, frumkvæðis, sjálfstæðis og fagmennsku í vinnubrögðum.  Áhersla er lögð á áhuga og metnað til árangurs í starfi.  Reynsla af stjórnun leikskóla er æskileg. 

Í boði er áhugavert starf í barnvænu umhverfi, en Hveragerði er ört vaxandi sveitarfélag með um 2.500 íbúa. Um er að ræða framúrskarandi góðar samgönguleiðir (aðeins 30 mín. akstur til Reykjavíkur), öll þjónusta í bæjarfélaginu er eins og best verður á kosið, leikskólar, grunn- og framhaldsskólar, sem og tónlistarskóli eru innan seilingar.  Íþrótta- og menningarlíf er í miklum blóma og umhverfi bæjarins gefur kost á fjölbreyttri útvivist í fallegu umhverfi. 

Umsóknarfrestur er til og með 19. desember nk.  Gengið verður frá ráðningu fljótlega. Launakjör vegna ofangreinds starfs verður skv. kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélaga.

Guðný Harðardóttir hjá STRÁ ehf. veitir nánari upplýsingar um störfin í s: 588-3031 alla virka daga frá kl.13-15. Vinsamlegast sendið umsóknir ásamt meðfylgjandi gögnum til stra@stra.is,  sjá nánar www.stra.is .

Athygli er vakin á því að umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út með vísan til 3. tölul. 2. mgr. 2. gr. reglna um auglýsingar á lausum störfum nr. 464/1996, með síðari breytingum, sem settar eru með stoð í 2. mgr. 7. gr. laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningar hefur verið tekin.

Sjá nánar heimasíðu  www.hveragerdi.is 

20.12. - Vinnsluferli er hafið.

05.01. - Viðtalsferli er hafið.

17.01. Gengið hefur verið frá ráðningu, umsækjendum er þakkaður sýndur áhugi.

 

 

Starfsvið:

* Bygginga- og mannvirkjafulltrúi hefur umsjón með framkvæmd byggingamála og eftirlit 

  með mannvirkjagerð, sem fellur undir 1. og 2. mgr. 9. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010.  

*  Mælingar, úttektir, skráning fasteigna, yfirferð uppdrátta og afgreiðsla umsókna. 

*  Umsjón með fasteignum Hveragerðisbæjar.  Ástandsskoðun, tillögur að viðhaldi ásamt umsjón

   og framkvæmd þess. 

*  Samstarf við ýmsa aðila á sviði byggingamála, yfirstjórn bæjarins og forstöðumenn stofnana. 

Hæfniskröfur eru að umsækjendur séu með menntun í samræmi við 25. gr. mannvirkjalaga 

nr. 160/2010 þ.e. hafi löggildingu sem hönnuðir.  Byggingafræðingar, tæknifræðingar eða 

verkfræðingar koma sterklega til greina.  Leitað er að vel menntuðum og duglegum einstaklingi

með framúrskarandi samskiptahæfni.  Kostur er ef viðkomandi hefur að auki iðnmenntun

sem bakgrunn, en þekking og reynsla af byggingamálum og opinberri stjórnsýslu er mikilvæg.

Í boði eru áhugavert starf í barnvænu umhverfi, en Hveragerði er ört vaxandi sveitarfélag með um 2.500 íbúa. Um er að ræða framúrskarandi góðar samgönguleiðir (aðeins 30 mín. akstur til Reykjavíkur), öll þjónusta í bæjarfélaginu er eins og best verður á kosið, leikskólar, grunn- og framhaldsskólar, sem og tónlistarskóli eru innan seilingar.  Íþrótta- og menningarlíf er í miklum blóma og umhverfi bæjarins gefur kost á fjölbreyttri útvivist í fallegu umhverfi. 

Umsóknarfrestur er til og með 19. desember nk.  Gengið verður frá ráðningu fljótlega. Launakjör vegna ofangreinds starfs verður skv. kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélaga.

Guðný Harðardóttir hjá STRÁ ehf. veitir nánari upplýsingar um störfin í s: 588-3031 alla virka daga frá kl.13-15.  Vinsamlegast sendið umsóknir ásamt meðfylgjandi gögnum til stra@stra.is,  sjá nánar www.stra.is .

Athygli er vakin á því að umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út með vísan til 3. tölul. 2. mgr. 2. gr. reglna um auglýsingar á lausum störfum nr. 464/1996, með síðari breytingum, sem settar eru með stoð í 2. mgr. 7. gr. laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningar hefur verið tekin.

20.12. - Vinnsluferli er hafið.

28.12. - Viðtalsferli er hafið.

Gengið hefur verið frá ráðningu, umsækjendum er þakkaður sýndur áhugi.

Fyrirtækið er vel þekkt og ört vaxandi framleiðslufyrirtæki, staðsett á Reykjanesi. 

Lagerstjóri tekur þátt í að setja upp lager og móttökuferli ásamt því að vera þátttakandi í tölvuvæðingu lagerhalds. Hann hefur umsjón með lagerhúsi, vörumóttöku og skráningu á vörum inn og út af lager félagsins auk annarra tilfallandi daglegra starfa.

Hæfniskröfur eru að umsækjendur hafi marktæka reynslu af sambærilegum störfum og þekkingu á vinnuferlum lagerhalds auk reynslu af notkun Navision hugbúnaðar.  Áhersla er lögð á framúrskarandi þjónustulund, góða samskiptahæfni, góða almenna menntun auk góðrar íslensku- og enskukunnáttu.  Kostur er ef viðkomandi eru með vinnuvélaréttindi.

Í boði er spennandi starf hjá afar traustu og áhugaverðu fyrirtæki.  Um nýtt starf er að ræða og mun lagerstjóri taka þátt í að móta starfið með sínum yfirmanni. 

Umsóknarfrestur er til og með 30. nóvember nk., en gengiðverður frá ráðningu fljótlega.

Guðný Harðardóttir veitir nánari upplýsingar um starfið í síma: 588 3031, en símaviðtalstími er frá kl.13-15 alla virka daga meðan á umsóknarferlinu stendur. Vinsamlega sendið umsóknir/starfsferilskrár til stra@stra.is .  Þeir sem eiga umsóknir fyrirliggjandi hringi eða sendi rafpóst og tilkynni þátttöku.

 

Við leitum að traustri og snyrtilegri manneskju til að annast ræstingar í sameign og skrifstofuhúsnæði að Suðurlandsbraut 30.

Starfið felst í ræstingu stigagangs og skrifstofuhúsnæðis á jarðhæð, sameign á þriðju og fjórðu hæð auk skrifstofuhúsnæðis á fimmtu hæð hússins. Starfsmaðurinn mun jafnframt hafa umsjón með frágangi í mötuneyti hússins auk annarra tilfallandi starfa.  Um er að ræða 75% starfshlutfall og unnið alla virka daga vikunnar frá morgni og frameftir degi, en fyrirkomulag vinnutíma er samkomulagsatriði.

Hæfniskröfur eru að umsækjendur hafi marktæka reynslu af sambærilegum störfum.  Áhersla er lögð á stundvísi, heiðarleika, lipurð í mannlegum samskiptum og reglusemi í hvívetna. Í boði eru góð laun fyrir réttan aðila, um framtíðarstarf er að ræða.

Umsóknarfrestur er til og með 25. nóvember nk. Gengið verður frá ráðningu sem fyrst.

Guðný Harðardóttir veitir frekari upplýsingar, en símaviðtalstími er frá kl.13-15 alla virka daga meðan á umsóknarferlinu stendur.  Símanúmer á skrifstofu er 588 3031.

Vinsamlega sendið umsóknir til stra@stra.is, þeir sem eiga umsóknir fyrirliggjandi hringi eða sendi rafpóst og tilkynni þátttöku.

01.12. - Viðtalsferli er hafið.

02.12. - Gengið hefur verið frá ráðningu í stöðu ræstitæknis.  Umsækjendum er þakkaður sýndur áhugi.

Aðalbókari leiðir bókhaldssvið Eignaumsjónar hf. í samstarfi við fjármálastjóra, hann annast gæðamál og tímaáætlanir bókhalds auk vinnu við ársuppgjör og afstemmingar, framkvæmd á uppgjörum, bókun fjárhagsbókhalds fyrir viðskiptavini félagsins auk þess að leiða vinnu við gæðahandbók og innleiðingu á þjónustu og fjárhagsferlum auk samskipta við fjármálastofnanir í samvinnu við fjármálastjóra ásamt öðrum fjölbreyttum daglegum verkefnum.

Hæfniskröfur eru að umsækjendur séu viðskiptafræðingar að mennt og með  marktæka reynslu af sambærilegum störfum.  Viðkomandi þurfa að vera ferlaþenkjandi, vel tölvulæsir, nýjungagjarnir og með hæfni til að greina, stýra og skila af sér flóknum verkefnum.  Áhersla er lögð á áhugasemi, fagmennsku og nákvæmni í vinnubrögðum, frumkvæði og fylgni til framkvæmda auk hæfni í mannlegum samskiptum. Viðkomandi þurfa jafnframt að geta unnið sjálfstætt sem og í hópi.

Umsóknarfrestur er til og með 14. nóvember nk.  Gengið verður frá ráðningu sem fyrst. Ath. fyrirspurnum verður eingöngu svarað hjá STRÁ ehf.

Guðný Harðardóttir hjá STRÁ ehf. veitir frekari upplýsingar um starfið í síma 588 3031, en símaviðtalstími er frá kl.13-15 alla virka daga meðan í umsóknarferlinu stendur. Vinsamlega sendið umsóknir/starfsferilskrár til stra@stra.is.  Þeir sem eiga umsóknir fyrirliggjandi hringi eða sendi rafpóst ot tilkynni þátttöku.

Eignaumsjón hf. er leiðandi fyrirtæki í þjónustu við húsfélög og rekstrarfélög húseigna, og býður heildarlausnir í rekstri fjöleignarhúsa bæði íbúðarhúsnæðis og atvinnuhúsnæðis. Félagið hefur umsjón með daglegum rekstri fjölmargra hús- og rekstrarfélaga og kemur faglega að lausn ótal mála sem koma upp í fjölbýlum og fjöleignarhúsum.  Markmið félagsins er að gera rekstur húsfélaga markvissari og ódýrari, auðvelda störf stjórna og spara tíma þeirra sem að húsfélagi standa. Sjá nánar á vefi www.eignaumsjon.is

Eignaumsjón hf. vinnur dyggilega fyrir fasteignaeigendur með faglegum vinnubrögðum og ákvarðanatökum. Gegnsæi í öllum rekstri og aðgengilegar upplýsingar um rekstur og ákvarðanir auka skilvirkni og bætir samskipti fasteignaeigenda.

24.11. - Viðtalsferli er hafið.

28.11. - Gengið hefur verið frá ráðningu aðalbókara / aðstoðarmann fjármálastjóra hjá Eignaumsjón.  Umsækjendum er þakkaður sýndur áhugi. 

Fyrirtækið er rótgróið og traust framleiðslufyrirtæki staðsett í nágrenni við Reykjavík.

Fjármálastjóri annast daglega fjármálaumsjón og starfsmannahald, áætlanagerð, afstemmingar, umsjón með greiðslum félagsins þar með talið launagreiðslum og því tilheyrandi, sem og bankamálum auk annarra fjölbreytilegra verkefna á fjármálasviði.  Unnið er með aðstoð Navision viðskiptahugbúnaðar.

Hæfniskröfur eru að umsækjendur hafi marktæka þekkingu og reynslu af sambærilegum störfum auk menntunar sem hentar í starfið.  Áhersla er lögð á fagleg vinnubrögð, töluglöggvun og gott tölvulæsi, lipurð í mannlegum samskiptum auk metnaðar til árangurs í starfi.

Umsóknarfrestur er til og með 21. nóvember nk.  Gengið verður frá ráðningu fljótlega.  Ath. starfið er sérlega hentugt fyrir þá sem búa í Mosfellssveit og nágrenni.

Guðný Harðardóttir hjá STRÁ ehf. veitir frekari upplýsingar í síma 588-3031, en símaviðtalstími er frá kl.13-15 alla virka daga meðan á umsóknarferli stendur.

Vinsamlega sendið umsóknir/ferilskrár til stra@stra.is .  Þeir sem eiga umsóknir fyrirliggjandi hringi eða sendi rafpóst með tilkynningu um þátttöku.  Unnið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál.

23.11. - Viðtalsferli er hafið.

12.12. - Gengið hefur verið frá ráðningu í stöðu fjármálastjóra.  Umsækjendum er þakkaður sýndur áhugi.

 

Fyrirtækið er rótgróið og traust framreiðslufyrirtæki, staðsett í austurhluta borgarinnar.

Starfið felst m.a. í færslu fjárhagsbókhalds, umsjón með launabókhaldi, reikningagerð, umsjón með inn- og útborgun auk annarra  fjölbreytilegra starfa á skrifstofu félagsins.  Unnið er með aðstoð DK-viðskiptahugbúnaðar.

Hæfniskröfur eru að umsækjendur hafi marktæka þekkingu og reynslu af sambærilegum störfum, en menntun á sviði viðurkenndra bókara er sérlega áhugaverð. Áhersla er lögð á töluglöggvun, fagleg og nákvæm vinnubrögð, gott tölvulæsi og lipurð í mannlegum samskiptum.  Um er að ræða 60% starfshlutfall og samkomulag hvenær dagsins verður unnið.

Umsóknarfrestur er til og með 7. nóvember nk.  Gengið verður frá ráðningu skv. nánara samkomulagi. 

Guðný Harðardóttir veitir frekari upplýsingar um starfið, en símaviðtalstími er alla virka daga milli kl.13-15 meðan á umsóknarferlinu stendur.  Vinsamlega sendið umsóknir/ferilskrár til stra@stra.is.  Þeir sem eiga umsóknir fyrirliggjandi vinsamlega hringi eða sendi rafpóst og tilkynni þátttöku.  Símanúmer á skrifstofu STRÁ ehf., er: 588 3031.

24.11. - Viðtalsferli er hafið.

02.12. - Gengið hefur verið frá ráðningu í stöðu bókara.  Umsækjendum er þakkaður sýndur áhugi.

Vinsamlega athugið að vegna áherslubreytinga auglýsum við nýtt starf aðalbókara/aðstoðarmanns fjármálastjóra hjá Eignaumsjón í stað neðangreindrar stöðu sérfræðings á fjármálasviði, sem um leið fellur niður.  Jafnframt hvetjum við þá umsækjendur, sem þegar hafa sótt um neðangreinda stöðu að kynna sér starf aðalbókara/aðstoðarmanns fjármálastjóra og ef áhugasamir eru, þá að senda rafpóst til stra@stra.is með ósk um að umsókn þeirra verði tengd við starfið. 

Óskum eftir að ráða sérfræðing á bókhalds- og uppgjörssvið Eignaumsjónar hf.

Helstu verkefni sérfræðings eru að:

·         Leiða bókhaldssvið Eignaumsjónar hf. í samstarfi við fjármálastjóra

·         Annast gæðamál og tímaáætlanir bókhalds.

·         Sjá um bókun fjárhagsbókalds fyrir viðskiptavini Eignaumsjónar hf.

·         Vinna við ársuppgjör og afstemmingar fyrir viðskiptavini Eignaumsjónar hf.

·         Annast framkvæmd rekstraruppgjöra.

·         Sjá um samskipti við fjármálastofnanir fyrir hönd viðskiptavina Eignaumsjónar hf. í samvinnu við fjármálastjóra.  Auk annarra fjölbreytilegra daglegra starfa.

Æskilegt er að umsækjendur séu með viðskiptafræðimenntun eða sambærilegt nám.  Marktæk starfsreynsla af sambærilegu er skilyrði.  Áhersla er lögð á áhugasemi, fagmennsku og nákvæm vinnubrögð, frumkvæði og fylgni til framkvæmda auk lipurðar í mannlegum samskiptum.  Viðkomandi þurfa að geta unnið sjálfstætt sem og í hópi.

Umsóknarfrestur er til og með 14. október nk., gengið verður frá ráðningu sem fyrst.  Um framtíðarstarf er að ræða allan daginn.

Guðný Harðardóttir hjá STRÁ ehf., veitir frekari upplýsingar um starfið í síma 588 3031, en símatími er alla virka daga frákl.13-15 meðan á umsóknarferli stendur.  Vinsamlega sendið umsóknir og meðfylgjandi gögn til stra@stra.is.  Þeir sem eiga umsóknir fyrirliggjandi hringi eða sendi rafpóst og tilkynni þátttöku.

04.11. - Ofangreint starf hefur verið fellt niður vegna áherslubreytinga, en nýtt starf aðalbókara/aðstoðarmanns fjármálastjóra auglýst í þess stað.  Við þökkum umsækjendum fyrir sýndan áhuga.

Eignaumsjón er leiðandi fyrirtæki í þjónustu við húsfélög og rekstrarfélög húseigna, og býður heildarlausnir í rekstri fjöleignarhúsa bæði íbúðarhúsnæðis og atvinnuhúsnæðis. Félagið hefur umsjón með daglegum rekstri fjölmargra hús- og rekstrarfélaga og kemur faglega að lausn ótal mála sem koma upp í fjölbýlum og fjöleignarhúsum. Markmið félagsins er að gera rekstur húsfélaga markvissari og ódýrari, auðvelda störf stjórna og spara tíma þeirra sem að húsfélaginu standa.

Eignaumsjón vinnur dyggilega fyrir fasteignaeigendur með faglegum vinnubrögðum og ákvarðanatökum. Gegnsæi í öllum rekstri og aðgengilegar upplýsingar um rekstur og ákvarðanir auka skilvirkni og bætir samskipti fasteignaeigenda. 

Helstu verkefni eru:

· Dagleg þjónusta og almenn ráðgjöf til viðskiptavina félagsins.

· Umsjón með minni útboðum, útvegun verktaka og þjónustuaðila til viðskiptavina Eignaumsjónar.

· Umsjón með fundaþjónustu, undirbúningur funda, fundastjórn og – ritun.

· Samskipti við verktaka/þjónustuaðila.

·  Auk annarra fjölbreytilegra verkefna s.s. gerð húsfélagsyfirlýsinga, leigusamninga o.fl.

Hæfnirkröfur eru að umsækjendur séu menntaðir á sviði viðskipta og/eða reksturs eða með sambærilega menntun.  Marktæk starfsreynsla af sambærilegu er kostur.  Áhersla er lögð á áhugasemi, fagmennsku og nákvæm vinnubrögð, frumkvæði og fylgni til framkvæmda auk lipurðar í mannlegum samskiptum.  Viðkomandi þurfa að geta unnið sjálfstætt sem og í hópi.

Umsóknarfrestur er til og með 26. september nk., gengið verður frá ráðningu sem fyrst.  Um framtíðarstarf er að ræða allan daginn.

Guðný Harðardóttir hjá STRÁ ehf., veitir frekari upplýsingar um starfið í síma 588 3031, en símatími er alla virka daga frákl.13-15.  Vinsamlega sendið umsóknir og meðfylgjandi gögn til stra@stra.is.  Þeir sem eiga umsóknir fyrirliggjandi hringi eða sendi rafpóst og tilkynni þátttöku.

Eignaumsjón er leiðandi fyrirtæki í þjónustu við húsfélög og rekstrarfélög húseigna, og býður heildarlausnir í rekstri fjöleignarhúsa bæði íbúðarhúsnæðis og atvinnuhúsnæðis. Félagið hefur umsjón með daglegum rekstri fjölmargra hús- og rekstrarfélaga og kemur faglega að lausn ótal mála sem koma upp í fjölbýlum og fjöleignarhúsum. Markmið félagsins er að gera rekstur húsfélaga markvissari og ódýrari, auðvelda störf stjórna og spara tíma þeirra sem að húsfélaginu standa.

Eignaumsjón vinnur dyggilega fyrir fasteignaeigendur með faglegum vinnubrögðum og ákvarðanatökum. Gegnsæi í öllum rekstri og aðgengilegar upplýsingar um rekstur og ákvarðanir auka skilvirkni og bætir samskipti fasteignaeigenda. 

05.10. - Gengið hefur verið frá ráðningu þjónustufulltrúa hjá Eignaumsjón.  Umsækjendum er þakkaður sýndur áhugi.

 

Við leitum að ábyrgðarfullum starfsmanni til að sinna húsvörslu í skrifstofu- og atvinnuhúsnæði .

Starfið felst í umhirðu og umsjón sameiginlegra svæða, bílageymslu, bílastæða og lóðar auk þess eftirlit með sorpgeymslum og þrifum á gámum eftir losun.  Viðkomandi mun jafnframt sinna minniháttar viðhaldi og viðgerðum á húseigninni auk þess að aðstoða og leysa af umsjónarmann fasteigna.

Hæfniskröfur er að umsækjendur hafi reynslu af þátttöku í húsumsjón s.s. smíðum, ræstingum, viðhaldi o.þ.h.  Kostur er ef iðnmenntun er fyrir hendi.  Áhersla er lögð á reglusemi, dugnað, frumkvæði og fagmennsku í hvívetna.  Góð laun eru í boði fyrir réttan aðila.

Umsóknarfrestur er til og með 27. september nk., en gengið verður frá ráðningu sem allra fyrst.

Vinsamlega sendið umsóknir til stra@stra.is.  Þeir sem eiga umsóknir fyrirliggjandi hringi eða sendi rafpóst og tilkynni mótttöku.

01.11. - Gengið hefur verið frá ráðningu.  Umsækjendum er þakkaður sýndur áhugi.

Fyrirtækið er rótgróið og leiðandi á sviði lögfræðilegrar milliinnheimtu og staðsett miðsvæðis í Reykjavík

Innheimtufulltrúi annast alhliða innheimtu- og skrifstofustörf, s.s. símaþjónustu, gagnaskráningu, skjalavistun, utanumhald skjala auk annarra þeirra fjölbreytilegu daglegu starfa er falla til hverju sinni.

Hæfniskröfur eru að umsækjendur hafi marktæka reynslu af skrifstofustörfum, kostur er reynsla af sambærilegu.  Áhersla er lögð á að umsækjendur séu liðtækir tölvunotendur, töluglöggir og nákvæmir í vinnubrögðum.  Viðkomandi þurfa að vera liprir í mannlegum samskiptum með frumkvæði og skilvís vinnubrögð. Góð íslenskukunnátta er nauðsynleg, en kostur er þekking og reynsla af löginnheimtu.

Í boði er áhugavert starf hjá traustu og í þægilegu starfsumhverfi, viðkomandi þurfa að geta hafið störf fljótlega.  Umsóknarfrestur er til og með 26. september nk.

Guðný Harðardóttir hjá STRÁ ehf., svarar fyrirspurnum í síma 588-3031, frá kl.13-15 meðan á umsóknarferlinu stendur.  Vinsamlega sendið starfsferilskrár/umsóknir og meðfylgjandi gögn til stra@stra.is.  Þeir sem eiga umsóknir fyrirliggjandi hringi eða sendi rafpóst og tilkynni þátttöku.

 28.09. - Viðtalsferli er hafið.

30.09. - Gengið hefur verið frá ráðningu.  Umsækjendum er þakkaður sýndur áhugi.

 

Sveitarfélagið Hornafjörður auglýsir laust til umsóknar starf forstöðumanns Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar.

Starfsvið:

*Yfirumsjón með daglegum rekstri og starfsmannamálum Menningarmiðstöðvarinnar, 

yfirumsjón með héraðsskjalasafni og byggða- og náttúrugripasafni, sem og bókasafni

sveitarfélagsins. 

*Forstöðumaður ber auk þess ábyrgð á þróun safnamála,  vinnur að stefnumótun

og  menningarmálum auk annarra  fjölbreytilegra og krefjandi verkefna.

Hæfniskröfur eru að umsækjendur séu með háskólamenntun (BS/MS) sem hentar í starfið.  

Haldgóð þekking á safna- og menningarmálum er nauðsynleg auk starfsreynslu af 

sambærilegu.  Áhersla er lögð á sjálfstæð vinnubrögð, sveigjanleika í samstarfi, 

hæfni í mannlegum samskiptum, tölvulæsi og góða íslensku- og enskukunnáttu í ræðu og riti. 

Reynsla af stjórnun er nauðsynleg og kostur er ef viðkomandi hafa góða  þekkingu á svæðinu.

Í boði er áhugavert framtíðarstarf í barnvænu umhverfi þar sem öll nútíma þægindi eru til staðar, næg atvinnutækifæri, gott tómstundar- og félagslíf í friðsælu og framsæknu bæjarfélagi.  Laun verða í samræmi við kjarasamning launanefndar sveitarfélags og viðeigandi stéttarfélaga.

Umsóknarfrestur er til og með  18. september nk.  Gengið verður frá ráðningu fljótlega.

Guðný Harðardóttir hjá STRÁ ehf. veitir nánari upplýsingar um störfin í s: 588-3031 alla virka daga frá kl.13-15. Vinsamlegast sendið umsóknir ásamt meðfylgjandi gögnum til stra@stra.is sjá nánar á www.stra.is 

Athygli er vakin á því að umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út með vísan til 3. tölul. 2. mgr. 2. gr. reglna um auglýsingar á lausum störfum nr. 464/1996, með síðari breytingum, sem settar eru með stoð í 2. mgr. 7. gr. laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningar hefur verið tekin.

Á heimasíðu  www.hornafjodur.is/atvinna /atvinna má sjá nánari upplýsingar um fleiri áhugaverð störf.

26.09. Viðtalsferli er hafið.

03.11. - Gengið hefur verið frá ráðningu í stöðu forstöðumanns Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar.  Umsækjendum er þakkaður sýndur áhugi.

Sveitarfélagið Hornafjörður auglýsir laust til umsóknar starf leikskólastjóra við sameinaðan leikskóla á Höfn en ákveðið hefur verið að sameina leikskólana Krakkakot og Lönguhóla undir eitt þak.  Ráðið verður í stöðuna frá ársbyrjun 2017 eða eftir nánara samkomulagi.   

Sveitarfélaginu er annt um að vel takist til í nýjum leikskóla og verður leikskólastjóra  veittur öflugur stuðningur við sameininguna og uppbyggingu faglegs starfs í leikskólanum.  

Í menntastefnu sveitarfélagsins sem verið er að leggja lokahönd á er lögð áhersla á fjölbreytta kennsluhætti, að nýta margbreytilegt umhverfi og stórbrotna náttúru sem hluta af námsaðstæðum, starfa samkvæmt Uppbyggingarstefnunni - Uppeldi til ábyrgðar, jafnframt er lögð áhersla heilsueflandi skólastarf.

 Starfssvið:

Leikskólastjóri ber faglega- og rekstrarlega ábyrgð á starfi leikskóla , stjórnar honum og hefur forgöngu um mótun faglegrar stefnu innan ramma laga, reglugerða, aðalnámskrár, stefnu sveitarfélagsins og í samstarfi við skólasamfélagið.  Helstu verkefni leikskólastjóra eru að:

·         Vera faglegur leiðtogi og móta framtíðarstefnu leikskólans.

·         Vinna að sameiningu tveggja leikskóla og flutningi í nýtt hús.  

·         Stýra og bera ábyrgð á daglegu starfi og rekstri leikskólans.

·         Bera ábyrgð á starfsmannamálum svo sem ráðningum, vinnutilhögun og starfsþróun.

·         Skipuleggja foreldrasamstarf í samvinnu við foreldra og starfsfólk.

 Menntunar- og hæfniskröfur

·         Leikskólakennaramenntun og leyfi til að nota starfsheitið leikskólakennari.

·         Viðbótarmenntun í stjórnun eða kennslureynsla á leikskólastigi.

·         Leiðtogahæfileikar og hæfni í stjórnun.

·         Faglegur metnaður og frumkvæði í starfi.

·         Áhugi á að leiða þróunarstarf í leikskóla.

·         Samstarfshæfni og lipurð í mannlegum samskiptum.

·         Þekking eða reynsla af rekstri æskileg.

·         Góð almenn tölvukunnátta.

·         Góð íslenskukunnátta.

Guðný Harðardóttir hjá STRÁ ehf. veitir nánari upplýsingar um starfið í síma 588-3031 alla virka daga frá kl. 13-15. Vinsamlegast sendið umsóknir ásamt neðangeindum gögnum stra@stra.is

Umsókn fylgi yfirlit yfir nám og fyrri störf, leyfisbréf til að nota starfsheitið leikskólakennari. Æskilegt er að umsókn fylgi einnig greinargerð um framtíðarsýn umsækjanda á starf í leikskólanum. Umsóknarfrestur hefur verið framlengdur til og með 3. október 2016. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands vegna Félags stjórnenda leikskóla.

Á heimasíðunni www.hornafjodur.is/atvinna má sjá upplýsingar um fleiri áhugaverð störf. 

11.10. - Viðtalsferli er hafið.

 

Óskum eftir að ráða sérfræðing á fjármálasviði fyrir Eignaumsjón hf.

Helstu verkefni eru:

·         Stýring fjármuna viðskiptavina Eignaumsjónar hf. í samvinnu við fjármálastjóra.

·         Stýring greiðslu reikninga fyrir viðskiptavini Eignaumsjónar hf. í samvinnu við fjármálastjóra

·         Samskipti við viðskiptavini Eignaumsjónar hf. varðandi reikninga, innheimtu og áætlanir

·         Samskipti við þjónustuaðila f.h. viðskiptavina Eignaumsjónar hf.

·         Að sækja um endurgreiðslur á VSK fyrir viðskiptavini Eignaumsjónar hf.

·         Samskipti við fjármálastofnanir fyrir hönd viðskiptavina Eignaumsjónar hf. í samvinnu við fjármálastjóra.  Auk annarra fjölbreytilegra daglegra starfa.

Æskilegt er að umsækjendur séu menntaðir á sviði fjármála-/viðskiptafræði eða með sambærilega menntun.  Marktæk starfsreynsla af sambærilegu er skilyrði.  Áhersla er lögð á áhugasemi, fagmennsku og nákvæm vinnubrögð, frumkvæði og fylgni til framkvæmda auk lipurðar í mannlegum samskiptum.  Viðkomandi þurfa að geta unnið sjálfstætt sem og í hópi.

Umsóknarfrestur er til og með 18. júlí nk., gengið verður frá ráðningu sem fyrst.  Um framtíðarstarf er að ræða allan daginn.

Guðný Harðardóttir hjá STRÁ ehf., veitir frekari upplýsingar um starfið í síma 588 3031, en símatími er alla virka daga frákl.13-15.  Vinsamlega sendið umsóknir og meðfylgjandi gögn til stra@stra.is.  Þeir sem eiga umsóknir fyrirliggjandi hringi eða sendi rafpóst og tilkynni þátttöku.

Eignaumsjón er leiðandi fyrirtæki í þjónustu við húsfélög og rekstrarfélög húseigna, og býður heildarlausnir í rekstri fjöleignarhúsa bæði íbúðarhúsnæðis og atvinnuhúsnæðis. Félagið hefur umsjón með daglegum rekstri fjölmargra hús- og rekstrarfélaga og kemur faglega að lausn ótal mála sem koma upp í fjölbýlum og fjöleignarhúsum. Markmið félagsins er að gera rekstur húsfélaga markvissari og ódýrari, auðvelda störf stjórna og spara tíma þeirra sem að húsfélaginu standa.

Eignaumsjón vinnur dyggilega fyrir fasteignaeigendur með faglegum vinnubrögðum og ákvarðanatökum. Gegnsæi í öllum rekstri og aðgengilegar upplýsingar um rekstur og ákvarðanir auka skilvirkni og bætir samskipti fasteignaeigenda. 

19.07. Vinnsluferli er hafið.

04.08. - Viðtalsferli er hafið.

19.08. - Gengið hefur verið frá ráðningu í stöðu sérfræðings á fjármálasviði Eignaumsjónar.  Umsækjendum er þakkaður sýndur áhugi.

MULTIVAC á Íslandi selur og þjónustar MULTIVAC pökkunarvélar og aðrar vörur og vélar fyrir íslenskan iðnað.  Félagið er staðsett í Reykjavík og er dótturfélag MULTIVAC í Þýskalandi, sem er leiðandi á sínu sviði og rekur m.a. 74 dótturfélög víðsvegar í heiminum.

Við leitum að reynsluríkum og faglegum tæknimanni til að annast uppsetningu tækja/véla auk þess að annast viðgerðarþjónustu fyrir viðskiptavini fyrirtækisins.

Hæfniskröfur eru að umsækjendur séu iðnmenntaðir s.s. rafvirkjar, vélfræðingar eða með sambærilega menntun.  Marktæk reynsla af sambærilegum störfum og haldbær þekking á umræddu sviði er skilyrði. Áhersla er lögð á fagmennsku í vinnubrögðum, styrk í mannlegum samskiptum, frumkvæði og metnað til árangurs í starfi.  

Í boði er áhugavert starf í afar traustu og metnaðarfullu starfsumhverfi.  Um framtíðarstarf er að ræða, en gengið verður frá ráðningu skv. nánara samkomulagi.   Fyrirtækið leggur til bifreið fyrir starfið. Umsóknarfrestur er til og með 1. ágúst nk.

Guðný Harðardóttir veitir nánari upplýsingar í síma 588-3031, símaviðtalstími er frá kl.13-15 alla virka daga.  Vinsamlega sendið umsóknir og meðfylgjandi gögn til stra@stra.is.  Þeir sem eiga gögn fyrirliggjandi hringi eða sendi rafpóst og tilkynni þátttöku.

28.09. - Gengið hefur verið frá ráðningu tæknimanns hjá Multivac.  Umsækjendum er þakkaður sýndur áhugi.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið auglýsir laust til umsóknar starf hagfræðings á skrifstofu matvæla, landbúnaðar og byggðamála Skrifstofa matvæla, landbúnaðar og byggðamála fer m.a. með mál á sviði landbúnaðar, þar á meðal framleiðslu- og markaðsmál í landbúnaði, matvælaframleiðslu, dýrasjúkdóma og dýravelferð, plöntusjúkdóma, inn- og útflutning afurða og tolla- og byggðamál. Þá heyra málefni Byggðastofnunar og Matvælastofnunar undir málefnasvið skrifstofunnar.

Menntunar- og hæfniskröfur:

·    Meistarapróf í hagfræði.

·    Reynsla af greiningum-/ gagnavinnslu er skilyrði.

·    Þekking og/eða reynsla á sviði landbúnaðartölfræði er kostur.

·    Þekking á alþjóðasamningum í landbúnaði er kostur.

·    Þekking á viðskipta- og tollamálum æskileg.

 

Færni og aðrir eiginleikar sem sóst er eftir:

·    Sjálfstæð og öguð vinnubrögð.

·    Færni og lipurð í mannlegum samskiptum.

·    Frumkvæði, sveigjanleiki og skipulagshæfni.

·    Geta til að vinna undir álagi.

·    Gott vald á talaðri og ritaðri íslensku er skilyrði

·    Mjög gott vald  á ensku og norðurlandamáli

 

Starfið er laust nú þegar. Launakjör eru samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags/félaga. Samkvæmt jafnréttisstefnu Stjórnarráðsins eru konur jafnt sem karlar hvött til að sækja um störfin.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Umsóknir gilda í sex mánuði frá lokum umsóknarfrests. Umsóknum skulu fylgja ferilskrá og kynningarbréf. Í öllum tilfellum er um að ræða fullt starf. Umsóknarfrestur er til og með 28.06.2016.

Nánari upplýsingar á Starfatorgi og á heimasíðu STRÁ ehf., en Guðný Harðardóttir er með símaviðtalstíma, í síma 588 3031, frá kl.13-15 alla virka daga meðan á umsóknarferli stendur.

Vinsamlega sendið umsóknir ásamt meðfylgjandi gögnum til stra@stra.is eigi síðar en 28. júní nk.  

 

07.07. - Viðtalsferli er hafið.

14.07. - Gengið hefur verið frá ráðningu í starf hagfræðings.  Umsækjendum er þakkaður sýndur áhugi.